Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 60
VÍKINGUR Búinn að stilla kerfis- köllunum upp við vegg - segir Jóhann Páll Símonarson farmaður, sem hefur eytt frítíma sínum undanfarin tíu ár í baráttu fyrir öryggi sjómanna Jóhann Páll Símonarson, háseti á Brúarfossi, var ab binda Lödur í snjókomu í Rússlandi á aðfangadag jóla 1986 þegar félagar hans á Suðurlandinu fóru í djúpið. Sá atburður hafði djúþstœð áhrif á Jóhann og upp frá því hefur hann helgað sig baráttu fyrir bœttum björgunarbúnaði um borð í íslenskum skipum. Hann gaf t.a.m. þrjá bikara sem árlega eru veittir þeim skipsáhöfnum sem sýna mesta árvekni í björgunarmálum. Frœgastur er Jóhann fyrir gúmmíbátaherferð sína. Krafa hans er að smábátaeigendur verði skyldaðir til að hafa gúmmíbjörgunarbáta um borð í bátum sínum og að auki vill hann taka uþþ hertar kröfur tíl gúmmíbáta bœði hvað varðar gœði og endingu. Með málstað sinn á bakinu hefur Jóhann þrammað hina hefðbundnu píslargöngu inn og út úr ráðuneytum. Hann hefur skrifað fjölda greina í Moggann og frítíma sínum eyðir hann í að skoða skip og báta um landið þvert og endilangt. Á einni slíkri ferð, nánar tiltekið í Keflavík, fann hann óhæfan gúmmíbjörgunarbát sem hann dröslaði til Reykjavíkur og beint upp á borð í samgönguráðuneyti máli sínu til stuðnings. „Ég hef verið að berjast við kerfið allt frá því að Suðurlandsslysið varð. Þá var eins og ég vaknaði upp við vondan draum og ég fór að hugsa að þetta gæti allt eins komið fyrir mig. Ég hef verið á þönum um skrifstofu- bákn kerfisins og alltaf verið álitinn fífl og asni en nú er ég búinn að stilla þeim svo vel upp við vegg að ekki verður aftur snúið,“ segir Jóhann. „Ég er búinn að leita til umboðs- manns Alþingis vegna óánægju minn- ar yfir því hvernig staðið er að björg- unarmálum á íslenskum skipum, ég hef fengið mér lögmann til að krefjast svara en alls staðar hef ég rekist á veggi. Kerfisdýrin þjappa sér vel saman, þetta minnir á mafíu. Þess vegna mynda ég allt sem ég sé og finn í dag, þannig verður ekkert hrakið sem ég segi.“ Þú hefur einbeitt þér sérstaklega að útbúnaði og gœðum gúmmíbáta, hvar er hnökrana að finna? „Málið er að það eru engar reglur til um endingartíma gúmmíbáta. Það gildir það sama um gúmmíbáta og dekkin á bílnum þínum; þú getur ekki notað dekkin endalaust því þau slitna, gúmmíið rýrnar. Það rýrnar ekki bara við notkun heldur einnig við að liggja í geymslu. Það er eins og það komi hálfgerðir maurar og éti það upp. Nákvæmlega það sama gildir um gúmmíbátana. Ásgeir í Gúmmíbáta- þjónustunni segir að gúmmíbátar eigi að endast í eitthvað um tuttugu ár, en í sumum skipum hef ég fundið eldri gúmmíbáta. Þeir eru bara eins og sprungnar sautjánda júní-blöðrur. Gúmmíbátar endast ekki að eilífu. Það þarf að innkalla báta og láta rannsaka þá eftir ákveðinn árafjölda, þá sjáum við hvaða gúmmíbátar endast og hverjir ekki.“ Hann var gjörsamlega ónothæfur Er ekki búið að endurskoða kröfur til gúmmíbáta, herða þœr? „Jú, það var gert kjölfar þess að ég fór af stað með mína baráttu, þá varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.