Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 51
I ár eru tuttugu ár liðin síðan síldveiðum Islendinga í Norðursjó var hætt. ✓ Af því tilefni ræða þeir Guðmundur Gunnarsson og Jón Páll Asgeirsson um veiðarnar og mannskapinn, en þeir voru saman á Faxaborginni í Norðursjónum. Á síld í Rétt tuttugu ár erufráþví að íslensk skip hættu síldveiðum í Norðursjó. Guðmundur Gunnarsson, sem nú gerir út Sœljón RE, tókþátt íþessum veiðum. Hann var skipstjóri á Reykjaborg RE og síðar á Faxaborg RE. Stýrimaður hjá honum var Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður á Óðni og Ijósmyndari. Sjómannablaðið Víkingur settist niður meðþeim þar sem þeir skoðuðu myndir sem Jón Páll tók þegar þeir voru saman í Norðursjónum. „Þetta stóð yfir á árunum frá 1969 til 1975,“ segir Guðmundur. „Við fórum strax að loknum loðnuveiðum. Það var varla stoppað heima á milli,“ bætir Jón Páll við. „Það var gott að vera í Norðursjónum, sérstaklega þegar landað var á Skagen. Þar voru færri bátar og Skagen er stærri staður en Hirtshals. Nokkrir sjómenn, aðallega skipstjórar og vélstjórar, leigðu sumarhús á Skagen og höfðu fjölskyld- una með sér,“ segir Jón Páll. „Það var fjöldi íslenskra báta við þessar veiðar. Allir stærri bátarnir, held ég. Það voru tólf til fjórtán menn á hverjum þan- nig að fjöldi íslendinga var mikill. Það var ólíkt að stunda veiðar í Norðursjó og heima. Veður voru betri og þá sérstakle- ga hitinn. Þetta var allt annað,“ segir Guðmundur. „Mér er minnisstætt í Skagerak hvað var mikið um marglyttu. Við vorum með nælonsokka yfir höfuðið svo við brynnum ekki,“ segir Jón Páll. í Norðursjónum var síldin ísuð í trékassa. „Það var mikil vinna hjá strákunum að kassa. Fjörutíu kíló af síld fóru í hvern kassa og á Faxaborginni vorum við með 2.100 kassa. Þeir voru geymdir nánast um allt skip; í lestinni, á millidekkinu og jafnvel uppi á brú, — VlKINGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.