Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 16
Flestir munu sammála um að hagsmunir út- gerða og sjómanna eigi að fara saman við verð- Iagningu á afla. Verðlagningin er að nafhinu til fxjáfs, en í mörgum tilvikum er það svo, að út- gerðarmenn ákveða einhliða verðið sem greitt er til áhafha veiðiskipanna. Enda er útgerð og fiskvinnsla oftar en ekki á sömu hendi. Þetta hefur leitt tif þess að tortryggni hefur skapast milli sjómanna og útgerðarmanna, sérstaklega í Ijósi þess að sjómenn hafa með ýmsu móti verið látnir taka þátt í kostnaði af kaupum eða leigu á veiðiheimildum. Það getur því reynst erfitt að sjá við verðlagningu afla hvaða hluti hennar er fiskverð og hvað er vegna svokallaðs kvótabrasks. í kjarasamningum og lögum eru skýr ákvæði sem eiga að koma í veg fyrir að sjómönnum sé gert að taka þátt í kostnaði útgerðar við öflun veiðiheimilda. Engu að síður hafa ýmsir út- gerðarmenn verðlagt afla til áhafna með tilliti til þessa kostnaðar. Tilraunir hafa verið gerðar til að reyna að leysa þennan vanda. Samstarfsnefhd sjómanna og útvegsmanna var komið á árið 1994, en skilaði engum árangri. Sjómenn kenndu um viljaleysi útgerðarmanna. Við næstu kjarasamninga var sett á fót úrskurð- arnefhd sömu aðila til að úrskurða um fiskverð þegar ekki náðist samkomulag milli útgerðar- manna og áhafha. Nefndin hefur ekki náð að þjóna þessu markmiði þar sem útvegsmenn hafa eftir sem áður beitt sjómenn þvingunum til að geta verðlagt aflann að eigin geðþótta. Þetta hefur leitt til þess, að sjómenn hafa af auknum þunga krafist þess að allur fiskur sem seldur er innanlands verði boðinn upp á fisk- markaði. Með því móti verði verðlagning gegn- sæ og ljóst hvert raunverulegt skiptaverð væri. Fiskmörkuðum hefur vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin tíu ár. A mörkuðum eru nú seld árlega um 100 þúsund tonn af bolfiski fyrir um 10 milljarða króna. Segja má að tæknilega sé ekkert því tif fyrirstöðu að allur fiskur fari á markað, en hins vegar eru ekki allir á eitt sáttir um hvort fára skuli þessa leið eða ekki. Við ræddum við nokkra sem eiga hagsmuna að gæta í þessu máli og báðum þá að að svara þeirri spurningu hverjir væru kostir þess og gallar að allur ferskur fiskur færi til sölu á markaði. ■ Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.