Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 20
Jóhannes Vignisson, matsveinn á Ljósafelli SU 70 Bara einn aðili sem ákveður verðið hér „Við höfum rætt þetta talsvert mikið í okkar hóp og vissulega er nokkur ótti um að ef allur fiskur færi á markað flyttist aflinn óunninn frá þessum litlu stöðum. Allt byg- gðarlagið getur byggst á einum togara og ef afli hans er seldur annað verður ekkert að gera tímunum saman. En ég er ekki viss um að þessi ótti sé á rökum reistur og aðalkost- urinn við að setja allan afla á markað er auðvitað sá, að þá fengist rétt verð fyrir hann,“ sagði JÓHANNES VlGNISSON, mat- sveinn á togaranum Ljósafelli SU 70 frá Fá- skrúðsfirði. „Hér eru menn alltaf að berjast á einhverju lágmarksverði vegna þess að ekki er hægt að semja um neitt. f rauninni er það bara einn aðili sem ákveður verðið hér og þar við situr. Við höfum reynt að fara í stræk til að kroppa í þetta en það hefur dugað skammt. Það er sagt að fiskverð sé frjálst, en það getur ekki verið frjálst meðan aðeins annar aðilinn, kaupandinn, ákveður verðið. Það er stutt síðan að þessi verðmyndun fór fyrir úrskurð- arnefndina, en eftir að hún hafði verið með málið fannst útgerðinni við vera búnir að fá of mikið og sendi málið aftur til nefndarinn- ar. Þá var ýsuverðið til okkar Iækkað en það kom engin hækkun á neina aðra tegund í staðinn. Þessi úrskurðarnefnd getur því greinilega ekki leyst þetta vandamál. Við fáum þetta 70 til 72 krónur fyrir ýsuna þegar best lætur. A sama tíma sjáum við að verðið á mörkuðunum er miklu hærra. Hérna er alltaf einblínt á ýsu og þorsk en veiðin á þeim tegundum er hlutfallslega lítil. Við erum að landa karfa heima fyrir 37 til 40 krónur kílóið, kannski upp í 50 krónur. Menn fá ekki neitt fyrir svona tegundir. Ef allur fiskur færi á markað ættu frysti- húsin að geta sérhæft sig meira og ég er ekki farinn að sjá að aflinn færi endilega í burtu. Þeir hlytu að kappkosta að bjóða í fiskinn hér eins og aðrir, enda stór hluti fiskvinnslufólks fastráðinn. Að minnsta kosti ættu menn hér að geta verið samkeppnisfærir þar sem þeir hafa alla tíð fengið aflaheimildir fyrir ekki neitt meðan ýmsir aðrir hafa þurft að kaupa heimildir. Það er mikið talað um að þessi frystihús úti á landi þurfi að vinna allar tegundir og það sé dýrt. En ef allur fiskur færi á markað gætu húsin boðið í vissar tegundir og látið hitt fara í stað þess að vinna slatta af þessu og slatta hinu,“ sagði Jóhannes Vignisson. ■ „Kosturinn við að setja allan fisk á markað er sá að verðmyndunin yrði þá alveg klár og skap- aðist alfarið á markaði. Það er eina ljósið, innan gæsalappa, sem ég sé við þetta. Þessu mundu jafnframt fylgja miklu meiri sveiflur á fiskverði, bæði upp og niður. Um leið og magnið eykst á mörkuðunum snarhrapar verðið. Þegar fram- boðið er lítið rýkur verðið upp og þið blaða- menn eruð sekir um að margfalda áfram með þeim tölum, en það gefur ekki rétta heil- darmynd. Ég var að koma af markaði rétt í þessu og keypti mikið af þorski á 75 til 83 krónur kílóið,“ sagði Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guð- mundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Fyrirtækið er bæði í útgerð og fiskvinnslu og Guðmundur Smári er jafnframt formaður Utvegsmannafélags Snæfellsness. „Markaðirnir eru mjög dýrir. Kostnaður kaupenda og seljenda við kaup á þorski fyrir 80 króna kílóverð er um sjö krónur á kílóið. Það eru fjögur prósent umboðslaun, það eru teknar um ein króna og þrjátíu aurar í lönd- unarþjónustu, það eru teknir sjötíu og fimm aurar í þjónustugjöld og kaupandinn greiðir svo eina krónu og þrjátíu aura þegar kaupin eru gerð. Þarna fara sex til sjö krónur í kostn- 20 Sjómannablaðið Víkingur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.