Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 8
Jón Magnússon, útgerðarmaður og fyrrverandi skipstjóri, er einn þeirra sem reyndi strax í upphafi að berjast gegn kvótanum. Hann blés til fjöl- mennsfundar í Reykjavík. Hann taldi víst að það sem einu sinni er sett í verður seint af tekið Einn á móti „Fundarefnið var að mót- mæla kvótanum. Við höfðum rök fyrir því að þetta kerfi myndi breyta það miklu í sjáv- arútvegi. Við vissum að ef ekki yrði burgðist við strax yrði það ekki gert. Ótti okkar var sá að kerfið myndi festa sig í sessi. Meðal þess sem bent var á þegar í upphafi kvótakerfisins var að veiðiheimildirnar myndu færast á fárra hendur. Árið 1984 var útgerðin í landinu ekki sérlega vel stödd og því lá fyrir að þeir sem þest voru staddir fjárhagslega á þeim tíma myndu eignast kvótann. Eins var uggur okkar sá að sjarmi sem hafði verið yfir sjó- sókninni færi af og nýir menn kæmust ekki að. Allt sem var nefnt þá hefur komið fram. Það sem vakti fyrir okkur var að stoppa þetta í fæðingu," sagði Jón Magnússon, útgerð- armaður og fyrrverandi skip- stjóri á Patreksfirði, en Jón þlés til oþins fundar strax við setningu kvótalaganna fyrir 15 árum síðan. Húsfyllir varð í Sigtúni í Reykjavík. En hvernig var ykkur tekið af ráðamönnum? „Purrlega. Mér fannst vera sósíalering í þessu, einstakling- urinn átti ekki að geta hafið sjósókn og þá trúði ég ekki að Sjálfstæðisflokkurinn myndi samþykkja þetta. En það varð nú annað og meðal þeirra sem samþykktu kvótann voru Matthías Bjarnason og Sverrir „Fólki er sagt að ef sett verði á auðlindagjald þurfi það ekki að borga skatta og hver neitar svoleiðis boði, ekki nokkur maður," segir Jón. Hermannsson. Það er verið að segja að Vestfirðingar hafi alltaf verið á móti kvótanum. Kvótinn var samþykktur á Fiskiþingi, en þar vorum við fjórir Vestfirðing- ar. Ég var sá eini sem var á móti, hinir samþykktu." Þú tekur til dæmi úr þeirri baráttu sem háð var og nefnir hluta þeirra raka sem notuð voru og segir að allt hafi það komið fram. Hefur kerfið þró- ast jafnvel verr en þið hugðuð? „Ég sá ekki fyrir þá vitleysu að hægt væri að selja kíló af ó- veiddum fiski fyrir hundruði króna. Það var ekki hægt að sjá þá vitleysu fyrir. Þetta stenst ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig eða aðra sem ætla að gera út hvort kíló af kvóta kostar eina krónu eða átta hundruð krónur. Þetta er bara fyrir braskarana, en ekki fyrir þá sem ætla sér að gera út.“ En sérð þú fram á að það verði aftur snúið? „Ég hef enga trú á því. Áður en kvótinn var settur á vorum við með annað kerfi, skrap- dagakerfi og það náði til togar- anna þar sem þátar skraþa ekki neitt. Það þurfti að lag- færa það kerfi og þá hefði mátt búa við það. Annað er í umræðunni sem mér þykir ein- kennilegt. Það er verið að segja að fólkið eigi fiskinn í sjónum og því sé eðlilegt að setja á auðlindagjald. Fólkið hefur reynt að gera út í Reykja- vík og Hafnarfirði en það varð að greiða tugi milljóna með þeim útgerðum. Nú þegar út- gerðin er að rétta úr kútnum á að græða sem mest með þessu.“ Ertu þeirrar skoðunar að fólk sem segist vilja auðlindagjald viti í raun hvað það er að segja? „Ég held ekki, ég held að það geri sér ekki neina grein fyrir því. Fólki er sagt að ef sett verði á auðlindagjald þurfi það ekki að borga skatta og hver neitar svoleiðis boði, ekki nokkur maður. Þetta er bara ekki svona." 8 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.