Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 26
Benedikt Valsson skrifar um stjórn fiskveiða í Bandaríkjunum Ekki bara Islendingar sem leita eftir víðtækarí sátt um stjóm skveiða Með útfærslu efna- hagslögsögu Bandaríkj- anna í 200 mílur árið 1976 hófst nýtt upp- vaxtarskeið í sjávarútvegi landsins. A sama tíma voru sett lög sem tak- mörkuðu verulega veið- ar erlendra fiskiskipa við Bandaríkin. Utfærsla efnahagslögsögunnar og ráðstöfún um að stugga erlendum fiski- skipum í burtu af fengsælum miðum var grunnurinn fyrir miklum vexti í bandarísk- um sjávarútvegi upp úr 1976. Á síðastliðnum 20 árum hefúr heildar sjávarafli Bandaríkja- manna nærri tvöfaldast og aflaverðmætið næstum þrefaldast í dollurum talið. Sjávarútveg- ur í Bandaríkj- unum vegur ekki þungt í heildar efna- hagslífi landsins. Hins vegar er aflaverðmæti upp úr sjó tæplega fimm sinnum meira í Bandaríkjunum en á íslandi. Fjöldi starfs- manna við fiskveiðar og -vinnslu í Bandaríkj- unum eru um 300.000 samkvæmt upplýs- ingum úr ritum OECD. Þrátt fýrir að hlut- deild greinarinnar í vergri landsframleiðslu sé ekki nema um 0,3%, samanborið við 15% á íslandi, eru atvinnufiskveiðar afar mikilvæg uppspretta tekna og atvinnu víðsvegar við strandhéruð Bandaríkjanna. Meðfylgjandi tafla sýnir nokkrar lykiltölur í sjávarútvegi Bandaríkjanna og íslands. Samkvæmt töflunni hér að neðan má sjá að mikill munur er á milli landa í aflaverð- mæti á hvert fiskiskip árið 1996. Á meðan ís- lenskt fiskiskip landar að meðaltali um 71 milljón króna aflaverðmæti, þá er sambærileg tala fýrir bandarísk fiskiskip aðeins um 10 milljón krónur. Skýring á þessum mismun liggur aðallega í ólíkri samsetningu flota og úthaldi fiskiskipa, þ.e. minni meðalstærð Benedikt Valsson. Nokkrar lykiltölur í sjávarútvegi Bandaríkjanna og Íslands1996 USA Island Aflaverðmæti ma.kr. 260 57 Fjöldi skipa*) 25.000 800 Vinnsluvirði ma.kr.**) 171 36 *)Fjöldi fiskiskipa í Bandaríkjunum er áætlaðúr. Reiknað er með öllum fiskiskipum sem leyfi hafa til atvinnuveiða og eru stærri en 5 „nettótonn“. **)VinnsIuvirði fýrir íslenskan sjávarútveg er mælt sem vergar þáttatekjur fiskveiða. skipa og færri úthaldsdagar að meðaltali á skip í Bandaríkjunum. STJÓRN FISKVEtÐA Stjórn fiskveiða í Bandaríkjunum byggir á alríkislögum, The Magnuson-Stevens Fishery Conservation and Management Act, hér eftir nefnd Magnuson-lögin. Viðskiptaráðuneyt- ið sér um að framfýlgja lögunum, ásamt til- heyrandi undirstofnunum. Þegar um er að ræða milliríkjasamninga um fiskveiðar, tekur utanríkisráðuneytið þátt í samningsgerðinni. Slíka samninga þarf að bera undir forseta og þing Bandaríkjanna. Magnuson-lögin hafa ekki að geyma á- kvæði um eitt tiltekið stjórnkerfi fiskveiða, t.d. eins og í íslenskum lögum. Hins vegar kveða Magnuson-lögin á um verndun fiski- stofna og sjálfbærar veiðar. Stjórnkerfi fisk- veiða sem slík eru undir tillögum svæðabund- inna fiskveiðiráða komið. Þessi svæðabundnu fiskveiðiráð starfa samkvæmt Magnuson-lög- unum og eru átta að tölu, þ.a. eru þrjú við Atlanthafsströnd Bandaríkjanna, eitt fýrir Mexicóflóa, eitt fýrir Karabískahafið, tvö fýr- ir Kyrrahafsströndina og eitt fýrir vesturhluta í Kyrrahafi, en það eina svæðabundna fisk- veiðiráð nær yfir hafsvæði sem er um 1,5 milljón fermílur að stærð. Til samanburðar má geta þess að efnahagslögsaga kringum ís- land er u.þ.b. helmingur að stærð á móti þessu eina tiltekna fiskveiðistjórnarsvæði í Bandaríkjunum. Fiskveiðiráðin eru hvert um sig nokkuð fjölskipuð, á annan tug fulltrúa, sem tilnefndir eru af hlutaðeigandi fýlkis- stjórnum. Einnig sitja í fiskveiðiráðunum eða undirstofnunum þeirra fulltrúar bandarísku fiskistofunnar, National Marine Fishery 26 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.