Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 54
Haraldur Einarsson skrifar um Henry Morgan og myndskreytir Frægasti sjóræningi allra tíma Einn frægasti sjóræningi allra tíma er án efa Henry Morgan. Hann fæddist á sveitabæ í Wales á Bretlandi og ungur að árum strauk hann að heirnan og fór til sjós. Lítið er vitað urn æsku hans, en sagt er að hann hafi verið seldur sem þræll á Barbados. A þessum tíma var mikið um að vera í Vestur-Indíum. Margt hafði breyst frá því Kólumbus sté á land í Guanahani árið 1492 (San Salvador). Stórveldið Spánn réði öllu á eyjunum og stórum hluta Mið- og Suður-Ameríku. Óhemju auður barst yfir hafið. Skip hlaðin gulli, silfri, perlum og öðrum dýrum varningi voru sífellt i förum frá Nýja heiminum. Lengi sátu Spánverjar einir að þessum fjársjóð- um. Þó höfðu frönsk og ensk skip ráðist á spænskar fleytur. Fyrst 1527 sáust ensk skip fyrir utan Santo Domingo. Þræla- verslun þar sem fólki var rænt úr Afríku varð arðsöm atvinnugrein og fljótlega fór að bera á skipum frá öðrum Evrópulönd- um og smyglarar létu mikið til sín taka. Verslað var með þræla fyrir tóbak og skinn. Cromwell sendi lið til Jamaica 1655 og Englendingar náðu yfirráðum á eyjunni. Jamaica varð miðstöð þræla- kaupmanna og sjóræningja. í tíð Henry Morgan var Port Royal (nú hluti af höf- uðborginni Kingston) helsta höfn sjó- ræningja og glæstasta borgin í Vestur- Indiurn. Þar voru fagrar byggingar og fjörugt athafnalíf. Göturnar iðuðu af lífi, fólk í Iitríkum klæðnaði, reiðmenn og vagnar á ferð. Þegar skip lágu hvaðanæva að í höfn- inni voru skemmtistaðirnir troðfullir af fólki. Knæpurnar ómuðu af söng, vínið var teygað og spilað stanslaust. Hálfnakt- ar meyjar stigu dansinn og gullið glóði. Þegar sjóræningjar voru í höfn að skemmta sér ríkti gleðin ósvikin. í aug- um margra voru þeir hetjur hafsins - mennirnir sem þorðu. Það var sungið, skálað, dansað og duflað. Sumir virtust óþreytandi við spilin og drykkjuna og voru enn að er morgnaði. A þessum staði átti Henry Morgan heima og hann átti sér markmið; að verða ríkur. Á þessum glæsta og litríka stað var líka eymd. Port Royal var af mörgum talin spilltasta borgin á jarðríki. Hér bjuggu auðugir menn og vesalingar. Ekki þurfti að fara langt til að hitta svertingjaþræl- ana sem áttu yfirleitt ömurlega ævi. Arawakind-indíánarnir, frumbyggjarnir, voru horfnir. Þeir höfðu að mestu verið þurrkaðir út eða látist úr sjúkdómum, sem hvítu mennirnir fluttu með sér og þeir áttu enga náttúrulega vörn gegn. Flestar eyjarnar höfðu verið byggðar frið- sömu fólki, en Karíbar sem komu síðar og hafið er kennt við voru herskáir indíánar, er komu frá Orinocosvæðinu í Suður-Ameríku og hófu feril sinn sem vikingar, en settust seinna að á mörgum eyjum. Þessir indíánaætlflokkar áttu lengi í stríði. Fellibyljir og jarðskjálftar hafa hrjáð Jamaica, þessa fögru fjallaeyju eins og margar aðrar eyjar Karíbahafs. í- búarnir eru flestir afkomendur þrælanna sem rænt var frá Afríku og hafa blandast. Svipaða sögu má segja um íbúa hinna eyjanna. Hina hroðalegu þrælaverslun stunduðu fleiri en Spánverjar. Frakkar, Englendingar, Hollendingar og Portúgalir voru stórtækir og oft uppvísir af hörku og grimmd. Arásin á Puorto Principe Talið er að ferill Morgans sem sjóræn- ingja hafi byrjað eins og hjá flestum sjó- ræningjum. Siglt var um í leit að verslun- arskipi. Öðru hvoru var heppnin með er þeir náðu einu eða fleiri skipum hlaðin varningi og varnarlaus sem varð oft auð- veld bráð. Edward Mansfield „flotafor- ingi” réði Morgan sem skipstjóra í lið sitt 1666 og er hann var drepinn tók Morgan við flotanum. Landstjórinn á Jamaica fól Morgan það verkefni að kann hvort Spánverjar væru að undirbúa árás á eyj- una. Jafnframt fékk hann leyfi til þess að ráðast á spænsk skip. Árás Morgans á Puorto Principe (nú Camaguey) á Kúbu þótti óvenju djörf. Borgin var tekin eftir harða bardaga og rænd. Landstjórinn fékk senda staðfest- ingu frá Morgan um að Spánverjar væru langt komnir með undirbúning innrásar. Þá sigldi floti Morgans til Porto Bello i Panama. Borgin var sérlega vel víggirt, en svo hart var að henni sótt að margir verj- endur gerðurst liðhlaupar. Fyrir lokaá- hlaupið voru munkar og nunnur látin reisa stiga á borgarmúrana. Eftir æðis- genginn bardaga var helsta vígið lekið og borgin svo rænd. í skýrslu landstjórans til yfirvalda í London er Morgan talinn hafa farið út fyrir valdsvið sitt, hann hafði haft leyfi til þess að ráðast á spæn- sk skip, en ekki borgir, en skýrslan er já- kvæð í garð Morgans. Landstjórinn vildi hafa frjálsar hendur hvað varðaði Spán- verjana. Morgan fagnaði sigrinum með drykkjuveislu á skipi sínu. Það sprakk í 54 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.