Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Blaðsíða 10
Árni Bjarnason forseti FFSÍ Eitt prósent menn Adögunum féll dómur í máli sem Alþýðusamband íslands höfðaði á hendur LÍÚ. í stuttu máli var verið að knýja fram staðfestingu álits ASÍ á því að þær kjarabætur, sem um hafði samist við stjórnvöld og tengdust svokölluðum rauðum strikum, giltu einnig hvað varðaði Sjó- mannasamband íslands. Það er skemmst frá því að segja, að Al- þýðusambandið vann málið og þar með var komið á hreint að LÍÚ ber að greiða undirmönnum sem nemur 1 % af kauptryggingu í sér- eignasparnað. Þetta ákvæði á ein- göngu við um þá sjómenn sem ekki hafa til þessa nýtt sér ákvæði um séreignasparnað. Eins og menn muna sömdu vélstjórar við útvegsmenn á sinum tíma og í frarn- haldinu voru sett all hefbundin lög á hina aðila kjaradeilunnar og skipaður kjaradómur til að leiða málið til lykta. Niðurstaða kjaradóms var síðan að flestu leyti í takt við samning vélsjóra. Eitt af á- kvæðum í samningi vélstjóra og LÍÚ fel- ur í sér, að ef aðrir sjómenn nái fram kjarabótum á gildistíma samningsins þá skuli vélsjórum sjálfkrafa falla það sama í skaut. Ekki er hægt að sjá að nokkru máli skipti hvers eðlis sú kjarabót er eða hvernig hún er til komin. ASÍ fór í mál við SA til að fá á hreint að Sjómanna- samband íslands nyti sömu réttinda og önnur stéttarfélög innan ASÍ. Það hlýtur því hlýtur það að teljast fremur langsótt að útvegsmenn túlki málin á þann hátt, að þar sem Sjómanna- smband íslands er fullgildur aðili að Al- þýðusambandinu beri þeim að greiða vélstjórum 1%. í öllu falli er staða máls- ins nú þannig, að allir sjómenn á íslensk- um skipum sem ekki eru í séreignsparn- aði fá þessa kjarabót, þ.e.a.s. allir nema skipstjórnarmenn. Með öðrum orðum; þeir sömu menn og hlustað hafa á út- gerðarmenn sína lýsa því fjálglega yfir, að skipstjórnarmennirnir séu fulltúar út- gerðarinnar um borð og séu sú stétt sem mest ríður á að standi sína plikt. „Þankagangur stjómarmanna LÍÚ reyndist ekki rishærri en svo, að þeir ákváðu að hajna beiðni FFSÍ,” segir í grein Árna Bjamasonar. Pann 4. desember var haldinn stjórn- arfundur í Landsambandi íslenskra út- vegsmanna. Meðal þess sem þar var tekið fyrir var ósk FFSÍ í þá veru, að allir á- hafnarmeðlimir nytu sömu réttinda hvað varðar séreignasparnað. Þankagangur stjórnarmanna LÍÚ reyndist ekki rishærri en svo, að þeir á- kváðu að hafna beiðni FFSÍ. Þetta segir undirrituðum ekkert annað en það, að þessir höfðingjar bera mjög takmarkaða virðinu fyrir þeirri stétt sem þeir þó eiga allt sitt undir. Það er engu líkara en þeir kunni hvergi við sig nema í skotgröfun- um. Ég skora hér með eindregið á alla sjó- menn sem ekki hafa nú þegar hafið sér- eignasparnað, að vinda að því bráðan bug nú þegar. Með því tnóti tvöfalda þeir útgjöld LÍÚ og stuðla um leið að því að útgerðamenn hitti sjálfa sig fyrir með þessari fordæmalausu ákvörðun. Að auki er það einfaldlega löngu tímabært fyrir alla sjómenn að nýta til hins ýtrasta það sem í samningum er hvað varðar sér- eignalífeyrissparnað. Það er í raun ekki burðugt miðað við aðra launþega þar sem atvinnurekendur greiða af heildar- launum á meðan útgerðarmenn greiða eingöngu af kauptryggingu sjómanna. Samtök atvinnulífsins visa þessa dag- ana óspart í jafnræðisregluna og hvarta yfir mismunun að hálfu hins opinbera þar sem stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja hagdeild ASÍ án sambærilegs framlags til SA. Ekki er ólíklegt að Ari Edvald hafi talsvert til síns máls hvað þetta varðar. Fróðlegt væri að fá túlkun hans á þeirri mismunun sem felst í á- kvörðun útgerðarmanna varðandi mis- munandi rétt sjómanna til séreigna- sparnaðar og þeim “friðarboðskap” sem þar býr að baki. 10 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.