Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 29
Frásögn Jay D. Lane, sigmanns björgunarþyrlu varnarliðsins, af björgunarafrekinu xið Sxörtuloft „Svona menn eru hetjur“ Jay D. Lane heilsar Eyþóri Garöarssyni. Aö baki Lane er Javier Casanova, flugstjóri þyrlunnar. Ljósm. Ragnar Axelsson, Morgunblaðið. Fyrir síðustu jól kom út bókin Suður- nesjamenn eftir Gylfa Guðmundsson. í bókinni láta þeir gamminn geisa: Rúnar Júliusson, Ellert Eiríksson, Sigríður Jó- hannesdóttir, Hjálmar Árnason, Reynir Sveinsson og Dagbjartur Einarsson, auk Jay D. Lane, sigmanns á Keflavíkurflug- velli. Jay D. Lane vann einstakt björgunara- frek við Svörtuloft, þann 7. desember í hittifyrra, þegar hann bjargaði skipverja af Svanborgu SH við afar erfiðar aðstæð- ur, en fjórir menn voru á bátnum og fór- úst þrír af þeim í þessu hörmulega sjó- slysi. Lane hlaut rnikið lof fyrir dirfsku sína og áræði og var hann meðal annars sæmdur Afreksmerki íslenska lýðveldis- ins fyrir þátt sinn í björguninni. Kom gullmerkið í hans hlut og var þetta var í fyrsta skiptið sem það var veitt, en félag- ar hans í björgunarþyrlunni hlutu hins vegar silfurmerkið. En hvernig lýsir þessi hugaði Banda- ríkjamaður sjálfri björguninni og aðdrag- anda hennar. Gefum Lane orðið: Sigmaður á þyrlu „Eg er ekki flugmaður. Ég er fyrst og fremst björgunarmaður, sigmaður í þyrlu. Flugstjórinn er sá sem ræður en auðvitað ræðum við saman og leggjum á ráðin sem ein heild. Áhöfnin vann þannig þegar hún undirbjó björgunina úndir Svörtuloftum. Þetta er ekki verk eins manns þó að það hafi komið í minn hlut að síga niður í bátinn. Það liggur mikil og löng þjálfun að baki áður en þú ert fær um að taka þátt í að bjarga manni í sjávarháska. Við Svörtuloft voru afar slæmar og erf- iðar aðstæður. En við þjálfum á hverjum ehrasta degi. Þetta er starf mitt.“ þúð mátti engu muna að við kaemumst í loftið „Þetta var í fyrsta sinn sem ég vann að svona erfiðri björgun úr sjó. Ég hef oft ^nt í slæmu veðri á íslandi. Á vetrum lít eg stundum út um gluggann minn og horfi í undrun á norðanvindinn, snjó og el næða við rúðuna. Við, sem erum í svona starfi, björgun- annenn á þyrlu, erum búnir að fá rnikla ^fingu, bæði yfir sjó, á sjó og á jöklum l^ndsins, já hreinlega alls staðar sem þjálfurum okkar dettur í hug að æfa hóp- tnn. Við leitum stöðugt nýrra leiða, nýrra staða til æfinga. Ég hef farið upp á íslenska jökla og lent þar í illviðri, fannfergi, byl og hávað- aroki, bálviðri. En mér datt samt aldrei í hug, svona í alvöru, að ég ætti eftir að fara í þyrlu í veðri sem þessu eins og það var þegar það var verst. Björgunarþyrla kemst ekki á loft í mjög miklu roki og alltaf þarf að gæta öryggis þeirra senr eru unr borð. Við vor- um í raun mjög heppnir að konrast í loft- ið 7. desember. Þar mátti engu muna. Kannski vorunr við heppnir og svolítið óforskammaðir að fara á loft ef þú skilur hvað ég á við. Líkurnar á því að við fær- um af stað voru „svona litlar“ segir Jay og táknar þetta „pínulitla“ með fingrun- um. Sj ávarveggurinn „Ég talaði áðan um íslensk veður eins og ég hef kynnst þeinr verstu út um gluggann minn, uppi á jöklum eða úti á sjó. Það er hins vegar allt annað þegar þú stendur frammi fyrir því að ætla að síga niður í bát í miklu veðri. Þar kemur lil viðbótar þungur sjórinn, sjávarveggurinn sem rís upp og þú sérð ekki í gegnum. Það er hrikalegt að sjá. Það er erfitt að lýsa þessu. í okkar tilfelli ýrðist sjórinn á þyrluna fremst, fyrir neðan sérðu svo grilla í mann sem berst fyrir lífi sínu og síðan bergbrúnir allt unr kring þar sern bátur- inn er skorðaður fastur. Sjórinn getur verið slíkur ógnvaldur og þú verður svo ósköp lítill í námunda við hann og hamfarir hans. Þetta er stundunr daglegt líf hjá íslenskum sjómönnunr. Þeir eru hetjur.“ Aðstæður voru slæmar „Það var mjög slæmt veður, við fórum yfir Faxaflóann. Við vorunr tæpa klukku- stund á lofti þar til við komunr að bátn- unr. Það var búið að segja okkur á leið- inni að það væru fjórir menn í ltfsháska um borð. Þegar við konrum á slysstaðinn sáum við strax bátinn. Aðstæður voru afar slæmar, báturinn veltist þarna unr alveg upp við bergið. Það er varla hægt að lýsa þessu svo menn skilji hvernig þetta var. Kassar, belgir og ýnrislegt lauslegt hentist til og frá og kastaðist upp í loftið eins og þvi væri skotið á loft. Skipið slóst til við klettavegginn og við vissum að nú var að lrrökkva eða stökkva." Undirbúningur á leiðinni „Við undirbjuggum þetta allt á leiðinni svo ég var tilbúinn að síga niður að bátn- um ef skapaðist til þess möguleiki. Þegar við komunr að bátnunr sá ég að- eins einn mann unr borð. Hann veifaði til okkar. Hann lá uppi á stýrishúsi bátsins, á þakinu, mjög vel skorðaður og hélt sér fast. Ég sá að tínrinn gæti orðið knappur fyrir okkur að bjarga manninum. Sjómannablaðið Víkingur - 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.