Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 22
Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra iítvegs- manna, hefur afráðið að hœtta störfum á nœsta aðalfundi samtah- anna sem haldinn verður í lok október. Af þ\í tilefni ræddi Sœmund- ur Guðvinsson við Kristján um áratugina hjá LÍÚ og ber margt á góma í þessu viðtali Að hafa flotann í höfn voru mínar verstu stundir „Ef kvótakerfið hefði hrunið hefði ég eflausl verið rekinn. Kristján Ragnarsson hefur starfað hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna í 45 ár og verið formaður samtakanna undanfarin 33 ár. Hann hefur verið mjög öflugur foringi sam- taka útvegsmanna. Gott dæmi um styrk hans er að hann hefur aldrei fengið mótframboð á for- mannsferli sínum þótt stundum hafi gustað um hann. Ég er fæddur og upp alinn á Flateyri við Önundarfjörð. Faðir minn, Ragnar Jakobsson, var þar með útgerð og fisk- vinnslu þannig að segja má að ég sé al- inn upp á bryggjunni. Mér hefur alla tíð þótt það góður og mikilvægur bakgrunn- ur í starfi mínu. Fegar ég var 16 ára fluttu foreldrar mínir suður á eftir okkur bræðrum sem þá vorum allir komnir í skóla í Reykjavík, segir Kristján aðspurð- ur um uppruna. -Þú byrjar komungur að vinna hjá LÍÚ? Já, ég byrjaði hér 1. mars 1958, 19 ára gamall. Ég útskrifaðist úr Verslunarskól- anurn vorið 1957 og fór þá til Englands en svo lá leiðin hingað og hér hef ég ver- ið síðan. Á þessum tíma voru aðstæður þannig að mikið uppbóta- og styrkjakerfi var við lýði og gengið mjög ranglega skráð. Fað breyttist 1960 þegar viðreisnarstjórnin kom til valda. Gengið var mjög hagstætt fyrir þá sem fengu greitt kaup í erlendunt gjaldeyri. Hér voru á þessum árurn frá 800 upp í 1300 færeyskir sjómenn á ís- lenska flotanum, bæði á bátum og togur- um. Ég sá um að ráða þessa menn, yfir- færa launin þeirra, sækja um gjaldeyris- leyfi í'yrir hvern og einn þegar hann flutti út launin sín, sem menn gerðu í álöng- 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.