Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 61
Nýjar bækur • Nýjar bækur • Nýjar bækur Alexander mikli ALEXANDER MIKLI SONl'R (ÍI DANNA s:/v Alexander mikli, sonur guðanna, fjallar um vægast sagt ævintýralega ævi Alexanders, þessa mesta herkonungs sögunnar. Lýst er herferðum hans um Grikkland og Asíu, og fádæma herkænsku. Kannski er frægasta dæmið um hernaðarsnilld Alexanders ótrú- leg hugdetta sem hann fékk þegar her hans sat um Klettinn í Sogdíu en Kletturinn var varinn af 30.000 manna herliði og talinn með öllu óvinnandi. Hér greinir ltka frá einkallfi Alexanders, samskiptum hans við heimspekinginn Aristóteles, konur og Fil- ippus, hinn stórbrotna en óvægna föður, en þeir áttu ekki skap saman feðgarnir. Bókin um Alexander er prýdd rneira en 150 myndum; meðal annars af listaverkum sem ekki eiga sinn líka og landakortum, en allt þetta myndefni varpar nýju og skæru ljósi á ævi Alexand- ers mikla og gerir bókina eina þá fallegustu sem komið hefur út á íslandi. Seiður lands og sagna III Áfangastaðir Suðvestanlands Eftir Gísla Sigurðsson Hér eins og í fyrri bókurn í þessari ritröð er efnið tvískipt. Ljós- myndirnar sýna flestar ýmis brot af Suðvesturlandi en auk þeirra er brugðið upp eldri myndum. í náttúru þessa landshluta er mjög ólíka fegurð að finna, allt frá brimssorfinni strönd Reykja- ness og brennisteinshveri í Krýsuvík til hæsta foss landsins í Hvalfirði, stærsta hvers á jörðinni í Deildartungu, fegurðar Húsafells og Kaldadals. Helztu áfangastaðir bókarinnar eru Herdísarvík, Krýsuvík, Grindavík, Reykjanes, Hvalsnes, Stafnes, Básendar og fyrrum byggð í Hraunum. Þarnæst er viðkoma á Elliðavatni, ýmsum stöðum við Esjurætur, á Hvalfjarðarströnd og í Botni, á Hvanneyri, Hvítárvöllum, Bæ, Reykholti og Húsafelli. Merkilegt og minnisstætt fólk er meginumfjöllunarefni í bókartextanum. Áherzlan er á einstakar persónur sem standa uppúr. Við förum hingað og þangað um tímann, hittum Einar Benediktsson í Herdísarvík, Hallgrím Pét- ursson og Guðríði á Hvalsnesi, sjáum Kristján skrifara veginn á Kirkjubóli, hittum Benedikt Sveinsson assessor og frú Valgerði á Elliðavatni, kynnumst Búa Andríðssyni úr Kjalnesingasögu og merkum Kjalnesingum frá síðustu öld. Við Hvalfjörð rekumst við á Hörð Grímkelsson og Geir fóstbróður hans í Geirshólma, hittum Sveinbjörn allsherjargoða á Draghálsi og Magnús Stephensen á Leirá. Norðan Skarðsheiðar heimsækjum við þjóðhagann Þórð blinda á Mófellsstöðum, kynnumst skólahaldi Sig- urðar Þórólfssonar á Hvitárbakka, lífsháttum og veizlum hjá Snorra Surlusyni í Reykholti; einnig merkum Hús- fellingum, allt frá séra Snorra til brautryðjandans Krist- leifs Þorsteinssonar og listamannsins Páls Guðmunds- sonar. ANDLIT NORÐURSINS ísland - Færeyjar - Grænland Ragnar Axelsson Hjá Máli og menningu er kornin út ljósmyndabókin ANDLIT NORÐURSINS með myndum hins kunna ljósmyndara Ragnars Ax- elssonar. Ragnar Axelsson hefur um árabil verið í frarn- varðasveit íslenskra frétta- ljósmyndara. Hann hefur starfað við Morgunblaðið frá 1976 og farið víða um heim í störfum sínum. Mesta áherslu hefur Ragnar lagt á að skrá mannlífið í Norður-Atlantshafi eins og Andlit norðursins ber með sér, en myndirnar í bókinni eru teknar víðsvegar um ís- land, Færeyjar og á Grænlandi. Á ferðurn sínum um þessar eyjar við Norður-Atlantshafið hefur Ragnar kynnst lífi og ólík- urn lífsháttum fólksins sem byggir þær. Myndirnar í bókinni eru túlkun hans á upplifunum í þessum þremur löndum og með þeim tekur hann lesendur á vit ævintýranna og leyfir þeim að upplifa veröld sem breytist hratt og er í sumum lil- vikurn alveg að hverfa. Ljósmyndir og myndafrásagnir Ragnars hafa verið birtar í heimsþekktum blöðum og tímaritum, t.d. LIFE, National Geographic, Le Figaro, Stern og TIME. Ragnar hlaut heiður- sviðurkenningu The Oscar Barnack Award árið 2001, og Grand Prix á Festival Photo de Mare, árið 2002. Þá hefur hann hlotið á þriðja tug viðurkenninga á árlegum sýningum íslenskra blaðaljósmyndara. Helstu sýningar á verkurn Ragnars: Kjarvalsstaðir 1990; Barbican Centre, London 1992; Visa Pour L lmage, Perpignan 2000; Recontres d arles 2001; Clic Art, Mílanó 2002; Festival Val d'Orcia, Ítlaíu 2003; Photo de Mare, Vannes, Frakklandi 2003; Galerie Argus Fotokunst, Berlín 2004 og Das Altonaes Museum, Hamborg 2004. Sjómannablaðið Víkingur - 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.