Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 42
„Sóminn er báturinn“ Bátasmiðja Guðmundar er í Hafnarfirði, ekki langt frá sjónum. Karl- arnir eru nýbúnir að sjó- setja nýjasta bát smiðj- unnar, Önnu GK 540, en útgerðarfyrirtœkið Festi hefur keypt bátinn. Óskar Guðmundsson er kampakátur, reyndar hef ég hann grunaðan um að vera í eðli sínu glaðsinna, en óneitanlega hefur hann sérstaka ástæðu til að brosa hringinn. Trefjabátar hafa átt hug Óskars allan síðan hann byrjaði fyrst að snúast i kringum Guðmund föður sinn og bátana hans. Árið 1979 stofnaði Guðmundur Bátasmiðjuna en tuttugu árum síðar keypti Óskar fyrirtækið sem hann hafði þá verið viðloða allar götur síðan 1983. Og núna hefur Óskar smíðað og hleypt af stokkunum 401. Sómabátnum og þeint stærsta til þessa, Sóma 1200, öðru nafni Önnu GK 540. * „Þetta er fimmtán tonna bátur, tæpir tólf metrar á lengdina, 3,7 metrar þar sem hann er breiðastur og tekur tólf 660 lítra kör í lest,“ lýsir Óskar bátnum. „Skrúfan er stór, 36 tommur, frá Clem- ents á Englandi. Stærðin tryggir meira tog þannig að lítið á að draga úr hraða bátsins þótt aflinn fylli lestina. Sóminn á alltaf að vera snar í snúningum, það er aðalsmerki hans. Jói Steins og Rúnar sonur hans, en þeir feðgar gera út frá Ólafsvík, keyptu sum- arið 2003 Sóma 865 og voru fljótir að gefa honum nafnið ofurbátur því að það var alveg sama hvernig þeir hlóðu bát- inn, aldrei þurfti að slá af sökum þyngd- ar niður fyrir 20 sjómilurnar. Vélin í Sómanum 1200 er svakaleg, Volvo D12, 650 hestöfl. Anna er þvi með hraðskreiðari fiskibátum íslands. Ætli hraðskreiðasti báturinn sé þó ekki frændi Önnu, Sómi 960. Að minnsta kosti stendur það ennþá siglingametið sem við þrír félagarnir settum í maí 2001 þegar við snöruðum okkur á sjávarútvegssýn- ingu í Færeyjum og vorutn aðeins 15 klukkustundir á leiðinni. Menn hafa reynt að fara þetta á skemmri tíma en ekki tekist enda sigldum við til jafnaðar 25 sjómílur á klukkustund og vorum þó með helmingi meira eldsneyti um borð en við þurftum. Á bakaleiðinni lentum við í vonsku- veðri og vorum þó ekki nema rúma 14 tíma til Neskaupstaðar. Eftir siglinguna fór báturinn beint til Grímseyjar en eyj- arskeggjar hafa tekið miklu ástfóstri við Sóma. Það má reyndar ýkjulaust segja að margir sjómenn hafi nánast orðið eins og áskrifendur að Sómum. Um leið og þeir komast á bragðið verður ekki aftur snúið - enda ekki aðrir bátar lil í mínum aug- um. „ * Trillukarlinn Gestur Hólin, sem er sestur hjá okkur, tekur óðara undir þetta: „Ég hef átt Sóma síðan '91 og fékk þriðja bátinn í fyrra, Sóma 960. Báturinn er léttur og þægilegur í meðförum en þar sem ég er einn á þá gerir þetta gæfumun- inn fyrir mig. Það er lítið mál að möndla bátinn að bryggju og auðvelt að eiga við veiðarfærin. Hann er sparneytinn en þó fljótur í förum og fer afskaplega þægilega með mig á 20 til 25 mílna hraða. Svo getur rnaður gefið í og náð 30 sjómílum. Hann situr vel í sjónurn og tiltölulega djúpt þegar maður er stopp. Rekið á honum er því alls ekki til óþæginda og það er auðvelt að andæfa á línunni." * „Báturinn hans Gests er gott dæmi um sjóhæfni Sómanna," segir Óskar. „Ég tek venjulega hrollinn úr nýju bátunum okk- ar, líkt og ég gerði þegar við fórum til Færeyja forðum, og sigli þeim þá eitt- hvað hér i kring eða út á hafið. Báturinn hans Gests fór til Grænlands en þangað fórum við þrír félagar að hitta sjálfan ís- manninn, Sigurð Pétursson, sem við landar hans þekkjum helst fyrir að drepa hákarla með berum höndum. Á útleiðinni sáum við fljótlega að 23 Anna áfullriferð. „Við seljum Sóma 1200 tilbúinn til veiða, með Raymarine siglingagrœjum frá R Sigmunds, þar sem radat; dýptarmœlir og plott- er cru í sambyggt í einu tœlti, og siglingaforritinu Turbo 3000. Sjóvélar leggja til fisltveiðibúnaðinn, sem er línuspil og renna, cn Anna mun fara á balaveiðat;" segir Óskai: „1 híkar er svefnpláss fyrir fjóra. Reyndar má geta þess að við ráðum nú við að smíða enn stærri báta, allt að 14 metra langa og 24 tonn.“ 42 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.