Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 44
Björn Ingólfsson Að lokinni Sjafnarútgerð alleg skip eru augnayndi. Sjómenn, og jafnvel rótgrón- ir landkrabbar, hafa löngum líkt skipum við fagrar konur. Ótald- ir eru þeir ferðamenn sem láta aldrei hjá líða að skoða höfnina þar sem þeir eiga leið um sjáv- arpláss til að njóta þess að horfa á skip og báta sem þar kunna að Kggja- í höfninni á Grenivík hafa allt frá 1972 átt samastað skip með nafninu Sjöfn ÞH eða EA. Fyrir daga hafnarinnar lágu þar við stjóra aðrar Sjafnir minni. Nú eru þeir dagar liðnir, síðasta Sjöfnin var seld í vor. Nær átta áratuga samfelldri útgerð þriggja ættliða er lokið á Grenivík. Þar hafa komið við sögu níu bátar og skip, sex þeirra með nafni gyðjunnar Sjafnar. Hlutverk svona útgerðar er stórt í litlu sjávarplássi eins og Grenivík og snertir beint eða óbeint hvert einasta heimili. Þeir verða ekki taldir sem Sjafnarútgerðin hefur útvegað vinnu í tímans rás; sjómenn og landmenn, fólk i aðgerð og línubeitingu. Iðnaðarmenn hafa fengið vinnu við viðhald og viðgerðir á skipi og veiðarfærum, flutningafyrirtæki og versl- un hafa notið góðs af. Hvergi öruggt var Upphafið má rekja til ársins 1930 þegar Vilhjálmur Grímsson á Svalbarði keypti, ásarnt sonum sínum ísak og Steingrími, 7 tonna bát, Sjöfn EA 423 af Ingvari Guðjónssyni á Akureyri en hann gerði út frá Siglufirði. Vilhjálnrur reri á þessum bát i 13 ár og seldi hann þá til Hólmavíkur og hætti útgerð enda orðinn hálfsjötugur. Á þeim árum voru nokkrir vélbátar af svipaðri stærð gerðir út frá Grenivík. Höfn var engin, hver útgerð var út af fyrir sig, hafði skúr frammi á bakkanum til að beita í, gera að og salta, og bryggju þar framan við. Þetta voru mjóar staura- bryggjur sem hægt var að leggjast upp að til að landa en bátarnir gátu ekki legið við þær. Þeir lágu við stjóra frammi á legunni þegar ekki var róið. Yfir veturinn, þegar allra veðra var von, var hvergi öruggt var. Vélbátar voru því yfirleitt settir upp á land í september og ekki fram aftur fyrr en kom fram í maí. Tíminn, sem róið var, var því ekki nema 4-5 mánuðir. Frá hausti til vors skruppu menn á árabát- um með færi eða línustubb til að fá sér í soðið ef gaf á sjó. Númer tvö í röðinni var tæplega fjög- urra tonna trilla, Sjöfn TH 90 sem ísak Vilhjálmsson keypti 1957. Hann hafði þá síðan fyrsta Sjöfnin var seld átt litla trillu, Kóp TH 142. ísak fór í fótspor föður síns og reri þessari Sjöfn frá Grenivík í 13 ár eins og gert var með þá fyrstu, hætti þá að gera út og seldi hana 1970. Þreinenningar í útgerð Tveimur árum áður en ísak reri síðasta Síðasta áhöjnin á Sjöfn, taliðfrá vinstri. Efri röð: ísak Oddgeirsson, Sigurvin Hauksson, Gísli Gunnar Oddgeirsson, Birgir Már Birgisson, Vignir Hauksson, Sigurður Þorstcinsson. Neðrí röð: Gunnar Sigurðsson, Erhard Joensen, Oddgeir Isaksson, Sœmundur Guðmundsson, Glsli Jóhannsson, Vilhjálmur ísaksson. róður á sinni Sjöfn hafði sú umbylting orðið á Grenivík að komið var frystihús og höfn þar sem bátar gátu legið örugg- ir í hér um bil hvaða veðri sem var. Og þriðja kynslóð Sjafnarmanna hafði þá þegar tekið upp merkið. Oddgeir og Vilhjálmur ísakssynir ásamt Daða Eiðssyni og Erni Árnasyni keyptu 35 tonna bát, Harald ÞH 20 árið 1967. Af honum lönduðu þeir fyrsta afla sem Oddgeir, 60 ár á sjó og reiðubúinn að halda áfram. lagður var upp hjá frystihúsi Kaldbaks hf. 17. janúar 1968. Og þar lögðu þeir upp næstu árin en 1971 var báturinn seldur og útgerðinni slitið. Röðin var komin að Sjöfn númer þrjú. Árið 1971 var stofnuð Skipasmíða- stöðin Vör hf. á Akureyri. Þar voru smíð- aðir á næstu árum allmargir 25 - 30 tonna eikarbátar. Þar af fóru fjórir til Grenivíkur. Fyrsti báturinn var smið- aður fyrir bræðurna Oddgeir og Vilhjálm Isakssyni sem höfðu fengið mág sinn, Erhard Joensen í lið með sér og stofn- að útgerðarfélagið Sjöfn sf. Báturinn var 26 tonn og hlaut nafnið Sjöfn ÞH 142. Samstarf þeirra þremenninga að Sjafnarútgerð sem þarna hófst hefur stað- ið óslitið þar til nú í vor, eða í 35 ár. Þessi Sjöfn var stærsti bátur sem þá reri frá Grenivík. Róið var með línu mestan part ársins, eitthvað farið með færi yfir sumarmánuðina og á útmánuðum á vetr- arvertíð með net fyrir sunnan og vestan. Eftir fimrn ár var þá mága farið að langa í stærra skip. Árið 1978 skiptu þeir á Vararbátnum og 64 brl. eikarbál, Ásgeiri Torfasyni ÍS 96, sem varð við það fjórði báturinn með nafnið Sjöfn ÞH 142. Hann var gerður út með sama sniði en gaf rneiri möguleika þar sem hann var helmingi stærri. 44 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.