Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUPR. 31 Hrafnar ræna kartöflnm. Sumarið 1917 átti eg leið um Langadalsströnd við innan- vert ísafjarðardjúp. Fór eg sem leið liggur frá Arngerðareyri út að Melgraseyri. Þar í sveit er talsverð kartöflurækt, og sá eg nokkra kartöflugarða á leið minni. Þótti mér undarlegt, að í flestum görðunum voru settar upp hræður, staurar klæddir í föt og búnir í manna gerfi, og sumstaðar hengdir upp dauðir hrafn- ar eða hrafnahamir. Fékk eg að vita, að þetta væri gert til að fæla hrafna frá görðunum, því að þeir væru þar orðnir skað- ræðisgripir í kartöflugörðum. Þegar búið væri að setja niður kartöflurnar á vorin, kæmu þeir í garðana, græfu upp kartöfl- umar. hyggju. þær í sundur og ætu. Var mér sagt, að þetta hefði fyrst komið fyrir á einum bæ við Inn-djúpið, þá fyrir fáum ár~ um. Var talið, að þá hefðu fáir hrafnar leikið þessa list. Árin á eftir hefðu aðrir hrafnar tekið upp þennan sið, og síðan yrðu menn að leita sérstakra bragða til að verja kartöflugarðana fyrir hröfnunum. Væri æskilegt að fá nánari fregnir af þessum spell- virkjum hrafnanna. Hvort þeir halda uppteknum hætti í þessu þar vestra, eða hvort hrafnar hafa snúið sér að samskonar bjargráðum í öðrum héruðum. G.G.B. Ny skel ftmdín víð ísland? 10. marz í vetur var jeg á gangi á Eiðinu í Vestmanna- eyjum, og virti þá meðal annars fyrir mér skeljar þær, sem lágu í hrönninni. Mér varð þá litið á skel, sem jeg þóttist kann- ast við frá Vesturströnd Jótlands í Danmörku, en tók skelina með til nánari athugunar. Það kom þá í ljós, að þetta var skel, sem á vísindamáli er nefnd Donax vittatus, og hefir hún aldrei áður fundist hér við land. Þetta var aðeins önnur skel- in, og ekkert dýr, eða leifar af dýri, var í henni. Verið getur, að þessi tegund lifi hér við suðurströndina í salta sjónum, því hún krefst mikillar seltu, en ekki verður það sannað, þó fund- ist hafi ein, nokkuð sjóbarin skel. Það kemur nefnilega all-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.