Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 30
172 NÁTTÚRUFR. lega hringinn í kring um ísland. Sennilega, að vestanvindur hafi keyrt hana frá Vestmannaeyjum austur með landi, unz hún hefir komizt inn í áframhald Austur-Islandsstraumsins. Líklega hefir Norðmanni þeim, er flöskuna fann, verið það nokkur ráðgáta, hvernig stæði á rulluspottanum, er legið hefir í flöskunni með bréfinu. G. G. B. Landskjálftaspár í Japan. Japan er eitt mesta jarðskjálftaland heimsins. Eru land- skjálftar ]iar bæði tíðir og miklir, og hafa margsinnis gert stór- kostlegt tjón. Settar hafa verið þar á fót rannsóknarstöðvar, ti! þess að rannsaka sem rækilegast landskjálftahræringarnar þar í landi, grafast fyrir um upptök þeirra og orsakir, og hversu hátt- að er áhrifum þeirra á hús og mannvirki, og hvernig ]>au helzt verði tryggð gegn skemmdum af völdum landskjálftanna. Hafa valdir sérfræðingar haft rannsóknir ])essar á höndum. Meðal ann- ars hafa ]>eir unnið að ])ví, að leita eftir ýmsum breytingum á yfirborði jarðar, er koma kynnu í Ijós á undan landskjálftunum og gætu skoðast sem fyrirboðar ])eirra. Nýlega hefir birzt ritgerð um þetta efni eftir tvo Japana, W. Ynouye og T. Suc/ivama,.1) Á árunum 1927—’29 hafa þeir gert nákvæmar jarðhallaathuganir með sérstökum mælum, er settir hafa verið upp í hlíðum Tukuba- fjalls. Kom ]>á í ljós, að yfirborðshallinn tók árlega nokkuð reglu- bundnum breytingum, og virtust ]>ær breytingar standa í sam- bandi við breytingar, er urðu á lofthitanum. Samfara þessum nokkuð reglubundnu hallabreytingum, komu einnig við og við í ljós óreglulegar, hvikular hallabreytingar, er stóðu stuttan tíma, en meðan svo stóð, varð helzt vart við land- skjálfta. Tveir slíkir landskjálftakippir áttu upptök sín í jörð- unni skammt frá Tukuba-fjalli. Á undan hverjum landskjálfta- kipp kom í ljós meira og minna greinilegur hallaauki á yfirborði rannsóknarsvæðisins, og stóð svo í mánuð á undan landskjálft- anum, en þetta jafnaðist aftur, og yfirborðshallinn komst í samt lag aftur, þegar kippirnir voru komnir. Próf. A. Imamura og T. Kodaira hafa gert samskonar rann- 1) Proc. Imp. Acad., Tokyo 1929. Vol. 5, bls. 457—459.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.