Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFR. 117 Eitthvað þessu líkt verðum við að hugsa okkur samlitnina í ríki náttúrunnar tilkomna; þetta er a. m. k. eina skýringin, sem bezt fullnægir lögmálum þeim, sem mestu ráða í ríki hins lifanda heims, en það er baráttan fyrir lífinu. Á sama hátt má ætla, að verndarlíking og dularbúningur séu til kcmin. Ættgengisrannsóknir síðustu ára virðast í fljótu bragði komnar að niðurstöðu, sem kemur mjög í bága við þessar skoðanir um breytingar tegundanna. Ættgengisfræðingarnif hafa nefnilega reynt að breyta tegundunum, t. d. stærð þeirra, með tilraunum. — Ef mæld eru t. d. nokkur hundruð fræ af sama plöntueinstaklingi, kemur það í Ijós, að allmikill munur er á fræjunum hvað lengd snertir. Nú mætti gera ráð fyrir, að plöntur, sem vaxa upp af stærstu fræjunum, beri fræ, sem séu eitthvað lengri en móðurfræin voru að meðaltali, og plöntur, sem vaxa upp af minnstu fræjunum, beri fræ, sem séu eitthvað styttri en reglan var um móðurfræin. En því fer fjarri. Að þessu leyti virðist árangur ættgengisrannsóknanna koma í bága við skoðanir Darwins o. fl. Allir náttúrufræðingar eru þó á einu máli um það, að flestar tegundir heimsins, bæði jurtir og dýr, eru að smábreytast, en þau lögmál, sem þessar breytingar hlýða, eru ekki ennþá þekkt. Og þrátt fyrir vitnisburð ætt- gengisfræðinnar, er tæplega til líklegri skýring á breytingu tegundanna, en úrvalskenning Darwins. Lyfjagrasíð. Flestir kannast við lyfjagrasið eða hleypisgrasið (pingui- cula vuigaris), sem í sumum héruðum á íslandi er kallað hrafnaklukka. Ef við lítum yfir lendur, þar sem lyfjagrasið vex, mun ætíð mest bera á blaðakransi þess, sem situr eins og gulleit stjarna ofan á grassverðinum. Stjarna þessi er um 5— 10 cm. að þvermáli, venjulega dálítið kúpt í miðju, og samsett af 5—6 safaríkum, sporöskjulaga blöðum. Upp úr stjörnunni miðri vaxa svo tveir til þrír 7—12 cm. háir, mjúkir, blaðlausir og bláleitir stönglar, sem bera fallegar, bláar blómklukkur, er lúta dálítið út á hliðina. Fáum myndi nú detta í hug, að þessi litla, snotra jurt muni lifa á ránum eða réði dýrum bana sér til viðurværis.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.