Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nįttśrufręšingurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nįttśrufręšingurinn

						Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
lengri og sverari en broddarnir á
nornakrabba. Einnig má nefna
krabba af ætt tröllakrabba (Geryon-
idae) sem geta orðið býsna stórir en
skjöldur þeirra er meiri á breiddina
en lengdina og yfirborðið er slétt.6,7
Lífshættir og útbreiðsla
Nornakrabbi lifir á leirbotni á um
100-800 m dýpi og er talinn vera
frekar sjaldgæfur.16,14 Hér við land
hafa þeir veiðst á 130-170 m dýpi en
við Evrópu finnst tegundin oftast
heldur dýpra.1511 Um þennan krabba
gildir, eins og margar aðrar lífverur
sjávar, að frekar lítið er vitað um
lífshættina. Gripklærnar eru ósér-
hæfðar en hlutfallslega langar, sem
getur bent til þess að þær séu
aðlagaðar því að grafa í leðju og leir
eftir æti.14 Rannsókn á nornakrabba í
Miðjarðarhafi styður þessa skoðun
því þar er fæðuval hans afar fjöl-
breytt. Mest áberandi í fæðunni eru
skrápdýr, fiskar, krabbadýr og
skeljar,14 en þær tilheyra hópi lindýra.
Útbreiðsla nornakrabba er í
Atlantshafi austan við fsland og
finnst hann frá suðurhluta Noregs,
suður með ströndum Evrópu og
Afríku allt til Namibíu. Einnig finnst
hann í Miðjarðarhafi og við eyjar í
austanverðu Atlantshafi.15,11
Fyrsti nornakrabbi sem fannst við
ísland var karldýr með 13,5 cm
langan og 11,5 cm breiðan skjöld og
fékkst við fiskveiðar. Þótt nákvæm
dagsetning og staðsetning liggi ekki
fyrir er talið að hann hafi veiðst
djúpt suður af landinu og er eintakið
líklega varðveitt á dýrafræðisafninu
í Hamborg. Sennilega hefur krabb-
irvn veiðst á árunum fyrir 1939,
þegar hans er fyrst getið, því
tegundin er ekki nefnd í ritgerðum
um krabba við ísland sem birtust
skömmu fyrr.s'a 13 Síðan verður teg-
undarinnar ekki vart fyrr en nú að
fjögur eintök finnast, einnig suður af
landinu (3. mynd).
Öll fimm íslensku eintökin af
nornakrabba hafa fundist við
suðurströnd landsins, þar sem ætla
má að tegundarinnar sé helst von.
Tilraunaveiðar á kröbbum við Is-
land hafa fyrst og fremst beinst að
tveimur svæðum. Annars vegar má
nefna rannsóknir við Suðausturland
þar sem reyndar hafa verið veiðar á
tröllakrabba (Chaceon affinis) og
öðrum stórvöxnum tegundum. Þá
hafa svipaðar tilraunir verið gerðar
við Suðvesturland, en auk þess hafa
umtalsverðar veiðar átt sér þar stað
á trjónukrabba á grunnsævi.6,7 Auk
krabbarannsókna hafa veiðar og
aðrar rannsóknir með togveiðarfær-
um verið stundaðar í marga áratugi
á þeim slóðum sem nornakrabbar
hafa fundist við ísland. Þrátt fyrir
það hefur nornakrabbi bara fundist
einu sinni áður svo vitað sé, og því
ósennilegt að mikið sé af honum á
Islandsmiðum. Því er enn of snemmt
að svara þeirri spurningu hvort
nornakrabbi komi til með að ná
fótfestu í hafinu hér. Aðalútbreiðsla
tegundarinnar er á suðlægari slóð-
um og má ætla að hitastig sjávar hafi
veruleg áhrif á dreifingu hennar. A
undanförnum árum hefur hitastig
sjávar verið hátt við landið og er
orðið sambærilegt við sjávarhitann á
árunum eftir 1930 (Héðinn Valdi-
marsson, munnl. uppl.). Ef til vill er
það ekki tilviljun að á þeim árum
skuli nornakrabbi finnast við Island í
fyrsta sinn. Hugsanlega veitir
aukinn hiti sjávar tegundum með
suðlæga útbreiðslu færi á að setjast
hér að. Nornakrabbi er með svif-
lægar lirfur og þær geta á skömmum
tíma borist langt frá foreldrum
sínum, þannig að breytingar á út-
breiðslu krabbans geta gerst fljótt.
Haldist hitastig sjávar hér við land
áfram hátt á næstu árum verður
spennandi að fylgjast með hvaða
suðrænar tegundir ná að festa sig í
sessi sem íslenskar tegundir.
NlÐURLAG
Þær tvær krabbategundir sem hér
hefur verið fjallað um eiga fátt sam-
eiginlegt hér við land annað en að
báðar eru sjaldgæfar. Eintökin sem
fundist hafa við landið eru það fá að
ekki er mögulegt að draga ályktanir
um líklegan þéttleika þessara
tegunda. I þessu samhengi má þó
nefna að nýlokið er söfnun sýna í
yfirgripsmiklu  verkefni  þar  sem
farið var vítt og breitt um íslenskt
hafsvæði til að kanna útbreiðslu
dýra.2 Eina eintakið af umræddum
tegundum sem fannst var þyrni-
krabbi sem þegar er getið. Því benda
handbærar upplýsingar helst til þess
að þyrnikrabba megi finna í frekar
litlum mæli djúpt vestur af landinu
en að nornakrabbi hafi verið flæking-
ur á Islandsmiðum undanfarin ár.
SUMMARY
Two species of rare crabs,
Paralomis spectabilis and
Paromola cuvieri (Crustacea,
Decapoda), in Icelandic waters
An account is given of the finding of
Paralomis spectabilis for the first time in
almost 100 years. In the "Ingolf" expedi-
tion (1895-1896) three specimens were
found at two locations in Icelandic
waters. Here we present a record of two
males (Fig. 1) found together on 29 May
1992 at a site west off Iceland (65°25'0 N,
28°55' W, depth 1190-1370 m), close to
one of the "Ingolf" locations. In addition,
a female was found in the vicinity (65°26'
N, 29°08' W, depth 1290 m) on 26 August
1996. We also discuss two specimens
found nearby on 5 June 1992 (65°21'6 N,
29°37'5 W, depth 1241 m, Fig. 3); these
are preserved at the Icelandic Museum of
Natural History (NI-17473). The distribu-
tion of fhe species is discussed and ques-
tions raised regarding Soviet reports of
this species in the Antarctic.
An approx. 70-year-old record of a
male Paromola cuvieri is from Icelandic
waters(Fig.2). In the years 2003-2005,
however, three females and a male have
been found off the soufh coast of Iceland
at depths of 130-170 m (Fig. 3). This
species is rare in its distributional range,
along the coasts of the eastern N-
Atlantic, from Norway to S-Africa,
including the Mediterranean. It is con-
cluded that as the species prefers water
depth range of 80-300 m it is unlikely
that it has been living in Icelandic waters
undetected, since at this depth interval
bofh research and fishing activities are
frequent. The possibility of the species
extending its range to Iceland is dis-
cussed in relation to an unusually warm
sea around the country in recent years.
93
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132
Blašsķša 133
Blašsķša 133
Blašsķša 134
Blašsķša 134
Blašsķša 135
Blašsķša 135
Blašsķša 136
Blašsķša 136