Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 5
Risakempingur HELGI HALLGRÍMSSON Þann 30. ágúst 1995 lenti ég upp í Fljótsdal með danskri konu, Annette Schoug, sem var að kynna sér „minjalandslag “ á íslandi. Við komum m.a. á bæinn Langhús, sem er yst í Múlanum, en þar eru ennþá í notkun gömul og hefðbundin gripahús úr torfi og grjóti. Ofantil í grasi grónum torfvegg á fjárhússtafni, sem snýr í NA, um 2,5 m frá jörð, sáum við tvö __________ eintök af kempingi eða ætisvepp (Agaricus) og var annað þeirra risavaxið, svo að við minntumst þess ekki að hafa séð jafnstóran hattsvepp. Það var tekið og mælt og myndað þegar heim kom. Reyndist hettan vera 38 sm í þvermál og stafurinn um 20 sm á hæð. Hér fer á eftir nánari lýsing á þessu eintaki, skrifuð meðan það var enn ferskt: „Hetta ljósbrúnleit, með nokkuð áberandi, inngrónum flösum, sem eru brúnleitar eða móbrúnar á jaðrinum sem vísar út á barðið. Nær miðju springa ilösurnar dálítið upp og þar er hatthúðin óreglulega sprungin á parti, en sjálf miðjan er nær alveg slétt og Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis - tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd - í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tímaritsgreina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. flösulaus. Barðið er nær alveg samlitt skífunni, eða lítið eitt dekkra, og aðeins meira flasað. Fanir ljóssúkkulaðibrúnar en dökkbrúnar á egginni, allt að 3 sm á breidd og 1 mm á þykkt næst hettu, laus-fjarstafa. Stafar íboginn og dálítið flattur, um 4,5 x 7 sm í þvermál, með smáhnalli og himnu- kenndum, tvöföldum kraga, sem var hálf- laus. Stafurinn samlitur hettu, þráðóttur en ekki ílasaður, með brúnleitum blettum, verður gulbrúnleitur við handfjötlun og fær þá gula smábletti. Hnallur gulrauðbrúnn á köflum. Hold næstum hvítt, eða aðeins gulhvítt í hettu og utanmeð í staf, en innar í stafnum brúnleitt, trefjað og svampkennt, og innst í stafnum er um 1 sm breitt hol sern er þó að mestu fyllt með lauslegum, vattkenndum vef, hvíturn. Ofantil í rniðri hettu er holdið dálítið rauðleitt eða rauðbrúnleitt. Það breytist mjög lítið og hægt við skurð. Lykt (af heilum svepp) heldur vond, dálítið yldu-karbólkennd, en sterkari og meira sýrukennd eftir skurð. Bragð af hattholdi mjög dauft, frekarþægilegt.“ Eintakið var því miður ekki geymt, svo ekkert er hægt að segja um smásæ einkenni, svo sem lögun eða stærð gróa, en önnur sýni sem greind hafa verið til sörnu tegundar hafa yfirleitt breið-egglaga eða sporbaugótt gró, urn 7,5-9,5 x 6-7 p.m. Sveppurinn frá Langhúsum er af þeirri tegund sem ég hef kallað stórkemping eða risakemping, og tilheyrir líklega Agaricus Náttúrufræðingurinn 69 (2), bls. 67-68, 2000. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.