Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nįttśrufręšingurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nįttśrufręšingurinn

						5. mynd. Skráð útbreiðsla glómosa. - Known distribution
of Hookeria lucens. Heimild/From Störmer 1969, Bohlin et
al. 1977 (revised).
klettasyllum og við læki, einkum í skógum en
er þó til á skóglausu landi. í Svíþjóð vex
tegundin einnig á skuggsælum og rökum
stöðum við vatn, oft á jarðvegi en einnig
neðst við rætur trjáa og á steinum. í Mið-
Evrópu vex glómosi meðal annars á næring-
arsnauðum stöðum í bland við barnamosa
(Sphagnum).
Þar sem glómosi vex í Noregi er meðalhiti í
janúar á milli 0 og +4°C, meðalhiti í júlí er á
milli +14 og +16°C og ársúrkoma er að
meðaltali meiri en 1000 mm. Samsvarandi
tölur á vaxtarstöðum mosans í Svíþjóð eru:
Meðalhiti í janúar er á milli -2 og -1°C,
meðalhiti í júlí á milli +15 og +16°C og
ársúrkoma að meðaltali 650-850 mm.
Haukatunga í Kolbeinsstaðahreppi er sú
veðurathugunarstöð sem liggur næst fund-
arstað glómosa í Eldborgarhrauni, rétta 5 km
þar frá. Þaðan eru til samfelldar mælingar
aðeins frá árunum 1981 til 1983. Meðaltal
hita í janúar á þeim árum var -3,4°C, meðal-
hiti í júlí var +9,6°C og ársúrkoma 1275,2 mm
að meðaltali. Af þessu er
ljóst að hitatölur eru
allnokkru lægri hér á landi en
úrkoma ívið meiri. Hér þarf
hins vegar að huga að því að
það er fjarri lagi að mælitölur
þessar segi alla söguna.
Það hefur löngum verið
þekkt að plöntur njóta mjög
sérstakra vaxtarskilyrða í
dældum og gjótum í hraun-
um. Þegar þar við bætist að
glómosi vex í gjótum, sem
heit gufa leikur um, er ljóst
að almennar veðurfarsmæl-
ingar segja næsta lítið um
aðstæður á staðnum. Senni-
lega er loft rakamettað árið
um kring og ósennilegt að
þar frysti. Glómosi vex yfir-
leitt í þó nokkrum skugga,
og var einna dýpst um 50 cm
inni í gjótu en einnig við op í
forsælu (6. mynd).
Hitinn úr gjótum hefur
ekki aðeins áhrif á plöntur
þar inni, heldur gætir áhrifa
hans verulega út í hraunið, eins og glöggt
má sjá á mosavexti þar. Ekki er víst að hitinn
hafi úrslitaáhrif á háplöntuflóruna í dældum,
svo sem burkna, því að hún nýtur snjó-
þungans og svo mun ríkja þar mikið logn,
hvernig sem viðrar.
Af tegundum sem uxu í gjótum og við op
þeirra uppi á hrauninu, þar sem áhrifa frá
jarðhita   gætir,   má   nefna   mosategundir
þessar:
Aneura pinguis (fleðumosi)
Bartramia ithyphylla (barðastrý)
Calypogeia muelleriana (laugagyrðill)
Dicranum majus (fagurbrúskur)
Diplophyllum albicans (urðaflipi)
Fissidens osmundoides (vætufjöður)
Frullania tamarisci (klettakrýsill)
Hypnum cupressiforme (holtafaxi)
Hypnum jutlandicum (laugafaxi)
Lejunea cavifolia (skjóðumosi)
Lophozia ventricosa (urðalápur)
Metzgeriafurcata (skuggarefill)
Plagiochila porelloides (sniðmosi)
74
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128