Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 26
4. mynd. Yfirlitsmynd yfir þróun kattardýra (Felidae). Þrjár markverðustu undirœttirnar eru litaðar (breytt frá Thenius, 1980). - An overview of the evolution of the family Felidae. The three most important sub-families are coloured (mod. from Thenius, 1980). ■ ÞRÓUNARSAGA SVERÐ KATTA Sverðtennur komu a.m.k. tvisvar sinnum fram í þróun kattardýra (Felidae), fyrst hjá undirættinni Nimravinae (falskir sverðkettir) og síðar hjá Machairodontinae (sverðkettir) (4. mynd). Elstu kattardýr sem fundist hafa eru Eofelis og Aelurogale (fornkettir) frá síð-eósen í Evr- asíu. Á ólígósen þróuðust þau yfir í undirættimar Nimravinae og Proailurinae. Á míósen þróuðust sfðan Proailurinae yfir í Felinae (þ.e. þróaða ketti, sem öll núlifandi kattardýr tilheyra) og Machairodontinae (sverðkettir) (Thenius 1980). Bæði innan Nimravinae og Machairodontinae má deila sverðköttum upp í tvo hópa. Annan hópinn mætti nefna rýt- ingstennta ketti, en þeir voru með langar (15-17 cm), breiðar og þykkar vígtennur með fínar rifflur. Þessir kettir voru frekar fótstuttir, vöðvastæltir og tiltölu- lega hægfara. Þeir hafa líklega átt í vandræðum með að elta hrað- fara bráð um langan veg (Carroll 1988). Hinn hópinn mætti nefna bjúgtennta ketti, en þeir voru með stuttar (7-1 I cm), breiðar og þunnar vígtennur með grófari rifflum og voru þær einnig krappari. Þessir kettir voru leggjalengri og betur til þess fallnir að elta uppi bráð (Carroll 1988). Sverðkettir lifðu aðallega á norðurhveli jarðar en hafa einnig fundist í S-Ameríku. Hvorki sverðkettir né aðrir kettir komust til Ástralíu (6. mynd). Falskir sverðkettir (höfðu ekki eiginlega líkamsbyggingu kattardýra, heldur fremur bjamdýra) vom dreifðir um Evrasíu og N- Ameríku á ólígósen og míósen. Landbrúin yfir Beringssund var meira eða minna opin á tertíer. Þess vegna áttu plöntur og dýr greiðan aðgang á milli heimsálfanna (Stanley 1989). Á míósen kom Machairodus fram á sjónarsviðið í Evrasíu. Hann var fyrsti fulltrúi undirættarinnar Machairodontinae (sverðkettir) og var uppi á sama tíma og Sansanosmilus, sem var sá síðasti af undir- ættinni Nimravinae (falskir sverðkettir). Þeir dóu líklega báðir út á ár-plíósen í Evrasíu. Nimravinae hurfu síðar af sjónarsviðinu í N- Ameríku og var Barbourofelis sá síðasti af þeim (Thenius 1980). Machairodus þróaðist yfir í Homo- therium og Megantereon og leystu þeir forföður sinn af hólmi. Homotherium er sá sverðkatta sem mesta útbreiðslu hafði. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.