Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 33
PÁLL THEODÓRSSON ÁLDURSGREINING MEÐ KOLEFNH4 Aldursgreining með kolefni-14, geisla- kolsgreining, er öflugt hjálpartœki í jarðfrœði og fornleifafrœði. Upphaf hennar má rekja til ársins 1946 þegar bandaríski efnafrœðingurinn W.F. Libby eygði möguleika á að ákvarða aldur lífrænna jurta- og dýraleifa af styrk geislavirkrar kolefliissamsœtu sem hann taldi að kynni að finnast í lífverum. Þetta byggði liann á vísbend- ingu um að geimgeislar breyti nitri í koIefni-14 í heiðhvolfinu og geisla- virkni þess í lifandi gróðri og fornum plöntuleifum vœri hugsanlega mœlan- leg. Libby og nokkrir nemendur hans við háskólann í Chicago staðfestu hug- myndina og þróuðu aðferðina á árun- um 1947-1951. Libby lilaut Nóbels- verðlaunin fyrir afrek sitt árið 1960. Upp úr 1960 höfðu allmargar aldursgreiningarstofur verið settar á laggirnar og mælingarnar _________ voru orðnar nokkuð nákvæmari og ekki eins tímafrekar og í fyrstu. For- Páll Thcodórsson (f. 1928) lauk mag.scient.-prófi í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1955. Hann starfaði við rannsóknastöð dönsku kjarn- orkunefndarinnar í Risp 1956-1958. Hann vann við Eðlisfræðistofnun Háskóla Islands 1958- 1961. Á árunum 1961-1963 vann hann hjá Raf- agnatækni, sem hann stofnaði ásamt tveimur verkfræðingum. Páll kom aftur til Háskólans 1963 og hefur starfað þar síðan, fyrst við Eðlis- fræðistofnun og síðar Raunvísindastofnun Há- skólans. Hann fór á eftirlaun 1998 en vinnur við að Ijúka verkefnum, m.a. að fullprófa nýtt vökva- sindurkerfi til aldursgreininga. sendur aðferðarinnar voru þá kannaðar mun ítarlegar en Libby hafði haft tök á og kom þá í ljós að mikilvæg atriði þurfti að endurskoða og leiðrétta. Rúmir þrír áratugir liðu þar til geislakolsgreining komst loks á traustan grundvöll. Lýsing aðferðarinnar í erlendum ritum er af sögulegum ástæðum mun flóknari en hún þarf að vera, því jafnan er lýst keldum og krókum sem urðu í vegi vísindamanna í þróunarstarfinu og sögulegar flækjur eru útskýrðar fyrir nýliðum. Túlkun á niður- stöðum verður flóknari fyrir bragðið. Rann- sóknarstofurnar gefa þannig viðskipta- vinum sínum tvennskonar aldur: sýndar- aldur (radiocarbon age) og raunaldur eða árhringjaaldur (calendar age eða dendra- chronological age). Þetta veldur iðulega misskilningi og rangtúlkun. I þeirri dálítið einfölduðu lýsingu sem kynnt er í næsta kafla er sneitt hjá sögu- legum flækjum í þróunarsögu aðferðarinnar. Þeir sem láta sér nægja að kunna skil á grunnatriðunum þurfa aðeins að lesa fram til loka næsta kafla en fyllri lýsing er gefin í síðari köflum. I viðaukum er gerð grein fyrir nokkrum atriðum sem treysta enn frekar lýsinguna og þar er skýrt sögulegt sam- hengi í þróun aðferðarinnar. ■ GRUNNATRIÐI GEISLAK.OLSGREININGA Kolefni, sem í efnafræði er táknað með C (carbon), er undirstöðuefni í vefjum plantna og dýra. Öll atóm þess fylgjast nákvæmlega að (eða mjög nærri því) í efnahvörfum þótt Náttúrufræðingurinn 69 (2), bls. 95-108, 2000. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.