Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 34
1. mynd. C-14 remma andrúmsloftsins á liðnum árþúsundum (20 ára meðalgildi). Hlutfallslegt frávik (íþúsundustu hlutum) frá MS-staðlinum (Stuiver og Reimer 1993). af þeim séu þrjú dálítið misþung afbrigði, svonefndar samsætur. Tvær þeirra eru stöðugar, C-12 (99% af öllum kolefnis- atómunum) og C-13 (1%), en hin þriðja, kolefni-14 (C-14, l4C eða geislakol), er óstöðug, þ.e. hún er geislavirk og eyðist stöðugt. Nærri allt kolefni andrúmsloftsins er bundið í kolsýru (CO,). í henni er örlítið, eða um eitt af hverjum lð12 atómum, þ.e. eitt af milljón milljónum atóma, af gerðinni kolefni- 14. Hlutfallið milli fjölda C-14 og allra kolefnisatómanna, C 14/C-hlutfallið, kallast hér C-14 remma. Styrkur geislavirkninnar, þ.e. fjöldi C-14 kjarna í mælisýni sem um- myndast á sekúndu, stendur í réttu hlutfalli við fjölda C-14 atómanna og því einnig við remmuna. Þrátt fyrir óstöðugleika C-14 atómanna finnst geislakol í náttúrunni vegna stöðugr- ar nýmyndunar af völdum geimgeisla í heið- hvolfinu, þar sem niturkjarnar breytast í geislakolskjarna (N-14 breytist í C-14). Nýmynduð C-14 atóm bindast súrefni og mynda kolsýru (l4CO,), sem loftstraumar og vindar dreifa síðan og blanda í kolsýruforða alls andrúmsloftsins svo C-14 remman verður alls staðar sú sama. Þannig hefur C-14 remma andrúmsloftsins haldist nokkuð stöðug í árþúsundir en þó breyst dálítið í takt við hægar breytingar í innstreymi geim- geisla(l. mynd); síðustu 10 þúsund ár hefur hún mest vikið um 6% frá meðaltali tíma- bilsins. Stöðugleiki C-14 remmunnar í and- rúmsloftinu stafar annarsvegar af C-14 nýmyndun og hinsvegar af samanlögðum áhrifum 1) geislahrörnunar, 2) bindingar kolefnis í plöntum og 3) víxlverkunar milli lofts og yfirborðs sjávar, en í hafinu er meginforði geislakolsins. Allur gróður á yfirborði jarðar tekur kolefni sitt úr andrúmsloftinu og bindur það í lífrænar sameindir með hjálp sólarorku (ljóslífgun). C-14 remman er nákvæmlega hin sama í öllum gróðri (og dýrum sem á honum lifa). I nýmynduðum plöntuvef er hún sú sama (eftir minniháttar leiðréttingu sem rætt verður um síðar) - hvar á jörðu sem plantan vex og - hverrar tegundar sem hún er. Aldursgreining með kolefni-14 byggist á 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.