Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 49
raunir. Afkvæmum þeirra í næstu kynslóð dugðu hundrað hringingar og fimmta kynslóðin komst af með fimm. Fljótlega varð Pavlov samt ljóst að skýringin var ekki aukin leikni músanna heldur þjálfaranna. Stjórnmál blönduðust í þessa deilu. Vinstrisinnaðir menn, sem vildu breyta eða bylta þjóðfélaginu, sáu að baráttan yrði léttari ef hægt væri að breyta mannfólkinu þannig að það lagaðist betur að hinu nýja þjóðfélagi. Fiægri menn voru hins vegar sáttir við þann boðskap að misjöfnu eðli manna yrði ekki breytt og framfarir yrðu best tryggðar með því að gefa hinum betur gerðu lausan tauininn á kostnað þeirra sem miður væru hæfir. Því fer samt fjarri að pólitískar skoðanir einar hafi mótað hug manna í þessu efni. Ymsum náttúrufræðingum þótti ósennilegt að tilviljunarkenndar stökk- breylingar, sem sannanlega eru mun oftar til tjóns en gagns, gætu lagt þróun lífsins til hráefni. Austurrískur dýrafræðingur, Paul Kamm- erer (1880-1926), þóttist hafa sýnt fram á erfðir áunnins einkennis hjá ljósmóður- körtu, Alytes obstetricans. Flestir froskar eðla sig í vatni og þá skorða karlarnir sig með þófum á framlimunum við kvendýrin. Ljósmóðurkörtur parast á landi og karlarnir hafa enga þófa. Kammerer greindi frá því að hann hefði látið ljósmóðurkörtur makast í vatni og þá hefðu vaxið þófar á karldýrin sem gengið hefðu að erfðum til næstu kynslóða. Þegar bandarískur dýrafræðingur skoðaði körturnar 1926 komst hann að því að þófarnir voru tilbúnir, líklega með því að dæll hefði verið svörtu tússi undir húð dýranna. Kammerer bar á móti því að hann hefði framið fölsunina og skömmu síðar fannst hann skotinn á fáfarinni fjallaslóð með skammbyssu í hendi og sjálfsvígstil- kynningu á sér. Kammerer var róttækur inarxisti og margir héldu að hann hefði falsað niðurstöðurnar af stjórnmálaástæðum. En rithöfundurinn Arthur Koestler (1905-1983) taldi að sök Kammerers væri engan veginn augljós. Þarna hefðu verið maðkar í mysunni. Meðal annars dró Koestler í efa að Kammerer hefði svipt sig lífi. Hann hefði fundist með skotsár á vinstra gagnauga en með skammbyssu í hægri hendi. Lysenko Sovéskur búfræðingur, Trofím D. Lysenko (1898-1976), taldi sig geta fengið fram arfgengar breytingar á plöntum sem svörun við breyttu umhverfi. Hann réðst á fjórða áratug aldarinnar harkalega gegn hefð- bundnum erfðafræðikenningum, og fylgis- menn þeirra í Sovétríkjunum voru þvingaðir til að afneita sannfæringu sinni, fangelsaðir eða lfflátnir. Veldi Lysenkos fór sífellt vax- andi í skjóli Stalíns og þar kom 1948 að miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna tilkynnti að kenningar hans væru réttar, þeirn skyldi beitt á rannsóknastofnunum og þær kenndar í skólum landsins. Eftir lát Stalíns 1953 hallaði undan fæti fyrir Lysenko og hann var fljótlega sviptur öllum völdum og metorðum. Hér verður ekki fjallað nánar um þá sögu en vísað á grein í Náttúrufræðingnum eftir höfund þessa pist- ils. (Ömólfur Thorlacius 1997.) Sameindaerfðafræði Um miðja þessa öld tókst að sýna fram á að el'ni genanna er kjarnsýra. I frumum allra lífvera eru tvær gerðir af kjarnsýrum, deoxí- ríbósakjarnsýra eða DNA og ríbósakjarn- sýra, RNA. Erfðaefnið er DNA. í stórsam- eindum þess eru upplýsingar um röð amínó- sýrueininga í öllum þeim prótínum (eggja- hvítuefnum) sem lífveran getur myndað í frumum sínum. Hin kjarnsýrugerðin, RNA, er milliliður sem flytur upplýsingarnar frá genunum út úr kjarnanum til þeirra frumu- hluta sem raða amínósýrunum saman í prótín, auk þess sem RNA tekur á fleiri vegu þátt í prótínsmíðinni. í sumum veirum er ekkert DNA. Þar gegnir RNA hlutverki erfðaefnis. Nú er hægt að greina röð byggingar- eininga í genunum, svonefndra kirna (nú- kleótíða), og ráða af slíkri raðgreiningu röðina á amínósýrueiningunum í þeim prót- ínum sem genin geyma lykil að. Oft má ráða í innbyrðis skyldleika tegunda með því að bera sanran amínósýruröðina í 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.