Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nįttśrufręšingurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nįttśrufręšingurinn

						Jarðhiti í hofsjökli
ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON
egar   Hofsjökull   var   kannaður
Þmeð íssjá fyrir rúmum áratug kom
í ljós að hugmyndir manna um að
___ undir honum væri falið stórt eld-
fjall voru réttar. Helgi Björnsson jökla-
fræðingur hefur ritað um undirlög Hofs-
jökuls, m.a. í Náttúrufræðinginn (60. árg. 3.
hefti) og lýsir þar eldstöðinni. í henni er
geysistór askja en auk þess hefur hún ýmis
önnur einkenni megineldstöðva, eins og
t.d. súrt berg sem sést m.a. í Hásteinum.
Þeir eru brött jökulsker hátt í jöklinum (1.
mynd). Jarðhita er að finna í mörgum
megineldstöðvum, sbr. háhitasvæðin í
Öskju og Hengli. Um jarðhita í Hofsjökli
hafa menn þó ekki vitað með vissu. Hvergi
sáust hans merki í mælingaferðum vegna
íssjármælinganna né heldur síðan, í ferðum
sem farnar hafa verið m.a. á vegum Orku-
stofnunar til að fylgjast með afkomu Hofs-
jökuls. Reyndar kom hlaup fyrir nokkrum
árum í kvísl úr norðanverðum Hofsjökli
(Skálakvísl, austan við Krókfell) með
greinilegri lykt af brennisteinsvetni (Þor-
kell Guðbrandsson, Sauðárkróki, munnl.
uppl.) en mælingar á uppleystum efnum í
árvatni hafa ekki bent til jarðhita undir
Hofsjökli.
GUFUHOLA FINNST
Harðsnúinn hópur fjalla- og vélsleðamanna
á Akureyri hefur sótt mikið í hálendið upp
af Eyjafirði og til stóru jöklanna inni á
Ari Trausti Guðmundsson (f. 1948) lauk cand.mag,-
prófi í jarðeðlisfræði frá Oslóarháskóla 1973 og nam
jarðfræði við Háskóla íslands 1983-1984. Hann var
kennari við Menntaskólann við Sund 1974-1988. Ari
Trausli hefur m.a. unnið við dagskrárgerð fyrir útvarp
og sjónvarp frá 1978 og ritað kennslubækur f stjörnu-
fræði og jarðfræði.
miðhálendinu. Hafa ferðalangarnir ekið
þvers og kruss um Hofsjökul, skoðað jökul-
sker og umhverfi jökulsins. Snemma árs
1994 óku nokkrir þessara manna fram á gat
í jöklinum, rétt austan við línu milli Nyrðri-
og Syðri-Hásteina. Þar eru efstu drög Þjórs-
árjökuls. Sagðist einum þeirra, Magnúsi V.
Arnarssyni, svo frá að þeim hafi sýnst gufa
standa upp af gatinu, sem var um 4 metrar í
þvermál. Hafði Magnús m.a. samband við
Odd Sigurðsson jarðfræðing á Orkustofn-
un, en hann hefur einmitt umsjón með
afkomuathugunum á Hofsjökli, og skýrði
honum frá fundinum. Kom helst annað af
tvennu til greina; að þarna væri jarðhiti
undir eða að loftsteinn hefði fallið á jökul-
inn nokkru áður en menn komu þarna að.
Fyrri kosturinn þótti heldur ólíklegur þar eð
ísinn var ekki siginn umhverfis gatið eins
og títt er um slíka jarðhitastrompa. Hinn
kosturinn þótti enn ólfklegri enda gatið
þröngt og djúpt og gufumyndunin umtals-
verð.
HOLAN KÖNNUÐ LAUSLECA
Svo vildi til að höfundur þessa pistils ætlaði
í leiðangur á Hofsjökul með umræddum
Akureyrarhópi til að kvikmynda klifurferð
eða uppgöngu á Syðri-Hásteina fyrir sjón-
varp. Kom þá fram, meðan á undirbúningi
ferðarinnar stóð, að nokkrir úr hópnum
hefðu ekið fram á umrædda holu. Var haft
samband við Odd á Orkustofnun vegna
leiðarvals og samdist okkur svo um að leið-
angurinn myndi koma þar við og reyna að
kanna aðstæður betur.
Leiðangurinn kom að holunni 18. mars
1994. Vel gekk að finna hana en lítt sást þó
til gufu enda hvasst. Var augljóst að þarna
var um alllanga jökulsprungu að ræða, ekki
Nátlúrufrrfingurinn 66(1), bls. 19-21, 1996.
19
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48