Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 49
Ari Trausti Guðmundsson: Eldgos á Dyngjuhálsi á 18. öld MIKIL GOSVIRKNI Eldgosasaga Dyngjuháls, við norð- vesturjaðar Vatnajökuls (1. mynd) er næsta óljós. Allmargir ferðamenn hafa farið þar um (Gæsavatnaleið) og flest- ir undrast þá fjöld eldstöðva sem þar sést. Gossprungurnar skipta líklega fá- einum tugum. Þær eru á mjórri rein (sprungusveimi, sprunguþyrpingu) sem nær í átt að Bárðarbungu til SSV, en langleiðina yfir Dyngjufjöll til NNA. Eru sumar sprungnanna hluti af einni og sömu gígaröðinni sem hefur þá verið virk í einu gosi, rétt eins og sést jafnan í Kröflueldum (alls 7 eða 8 gígaraðir). Ekki er unnt að fullyrða hvort askj- an í megineldisstöð Bárðarbungu eða Hamarinn í vestanverðum jöklinum sé kvikuuppspretta Dyngjuhálsins að ein- hverju eða öllu leyti (sbr. kvikuhlaup í Kröflu undanfarin ár). Hitt er þó ljóst af nýlegum gosmenjum að veruleg eld- virkni hefur verið á Dyngjuhálsi und- anfarnar aldir eða árþúsund. í stefnu Dyngjuhálsreinarinnar get- ur að líta aðra sprungu- og eldstöðva- þyrpingu, hinum megin jökulsins: Veiðivatnakerfið, er nær suður að Tungnaá eða svo. FYRSTU DRÖG AÐ GOSSÖGU Nokkrir menn hafa orðið til að leggja orð í belg um gossögu Dyngju- háls. Ólafur Jónsson (1945) telur ung hraun á hálsinum merki um nýlega eldvirkni. Eina þekkta gosið, sem hann tengir Dyngjuhálsi, reyndist vera Tröllahraunsgosið 1862-‘64 vestan við Vatnajökul, þegar betur var að gáð (Sigurður Þórarinsson og Guð- mundur Sigvaldason 1972). Jón Benja- mínsson rannsakaði gjóskulag „a“ á árunum upp úr 1970, en það virðist koma við gossögu Dyngjuháls (Jón Benjamínsson 1975, 1982, Guðrún Larsen 1982). Rannsóknir Sigurðar Steinþórs- sonar (1977) á gjóskulögum í ískjarn- anum úr Bárðarbungu bættu nýjum dráttum í myndina. Hann bendir á að hlaupin í Jökulsá á Fjöllum árin 1665 til 1729 kunni að hafa stafað af eldgos- um í Dyngjujökli. Áður hafði Sigurð- ur Þórarinsson (1974) viðrað skyldar hugmyndir og rætt m. a. um gos í Dyngjujökli 1684—1685 og 1786. Hann taldi flest gos á áðurgreindu hlauptímabili hafa orðið í Kverkfjöll- urn. Og þegar allt kemur til alls telur Sigurður Steinþórsson hugsanleg Dyngjuhálsgos fremur hafa verið í Kverkfjöllum en á Dyngjuhálsi, eins og nafni hans gerir. FREKARI DRÆTTIR Sigurður Steinþórsson efnagreindi Bárðarbungusýnin í örgreini. Hann not- aði niðurstöðurnar til að merkja sýnin inn á línurit samkvæmt títan- og fos- fórinnihaldi. Með því móti gat hann greint að gjósku úr megineldstöðvum (t. d. Grímsvötnum) og úr því sem Náttúrufræðingurinn 56 (1), bls. 43—48, 1986 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.