Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nįttśrufręšingurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nįttśrufręšingurinn

						Kristján Lilliendahl
Guðmundur A. Guðmundsson
og Ólafur Einarsson:
s
Skeggþerna á Islandi
Það telst til tíðinda þegar ný fuglateg-
und sést á íslandi. Slfkt gerist ef til vill
tvisvar á ári. Heppnin var því með okkur
höfundunum föstudaginn 24. apríl 1987.
Við sáum skeggþernu (Chlidonias hybri-
dus), tegund sem ekki er vitað til að hafi
sést áður hér á landi. Skeggþerna tilheyr-
ir máfaætt (Laridae) og er í undirætt
þerna (Sterninae). Fuglinn er náskyldur
kríu (Sterna paradisaea), og líkist henni
talsvert í útliti (1. mynd).
Þennan dag vorum við að athuga
komu farfugla á Reykjanesi. Veðrið var
hráslagalegt, sunnan kaldi, hiti um 5
gráður og skýjað með köflum. Síðla dags
ákváðum við að huga að fuglalífi í kaup-
túninu Garði í Gerðahreppi í Gull-
bringusýslu. í Garði eru þrjár allstórar
tjarnir, sem kallaðar eru Síkin. Tjarnir
þessar eru á bak við sj ávarkamb sem snýr
mót norðaustri. Þegar við komum að
Miðhúsasíki, sem er miðtjörnin, tókum
við strax eftir fugli í ætisleit yfir vatninu.
Fljótt á litið gat þetta verið kría sem
fengið hefði á sig einhvern dökkan lit en
við nánari athugun fékk það ekki staðist.
Við áttum ekki von á kríum þarna fyrr en
nokkrum dögum síðar. Augljóst var af
líkamsbyggingu fuglsins að um þernu var
að ræða. Höfuðið var líkt og á kríu með
svarta hettu, rautt nef og hvíta kinn. Að
hettunni slepptri virtist fuglinn allur jafn-
grár að ofanverðu. Grái liturinn var ívið
dekkri en á kríu, nánast öskugrár. Háls
og bringa voru dökkgrá, en síða og
fremri hluti kviðar voru enn dekkri, grá-
svört. Aftari hluti kviðar var dökkgrár
að framan en síðan ljósari aftur undir
stéli og undirstélþökur voru hvítar. Und-
irvængur virtist að mestu ljósgrár en
nokkrar af ystu handflugfjöðrunum voru
dökkar í endann og sú ysta var einnig
dökk á útjaðri. Kom þannig fram grann-
ur dökkur jaðar bæði á fram- og aftur-
brún vængs. Þessi jaðar var minna áber-
andi að ofanverðu en sjá mátti að endar
handflugfjaðra voru misdökkir (2. og 3.
mynd). Stél var frekar stutt og lítillega
sýlt en ekki klofið eins og á kríu. Fætur
voru rauðir eins og nefið. Vængirnir
voru hlutfallslega styttri og breiðari
heldur en kríuvængir. Stærð fuglsins var
borin saman við hettumáfa (Larus ridi-
bundus) sem einnig voru þarna á flugi.
Álitum við stærðina vera svipaða og kol-
þernu (Chlidonias niger) sem er talsvert
minni en kría. Fuglinn var greindur sem
skeggþerna.
Skeggþernan virtist tína æti úr yfir-
borði tjarnarinnar líkt og kríur gera
stundum. Hún flaug hægt á móti vindi í
um 3 m hæð og tók dýfur af og til. Þegar
fuglinn var kominn að enda tjarnarinnar
flaug hann til baka yfir tjörnina og beitti
upp í vindinn á nýjan leik. Athugunin
hófst klukkan 18.15 og stóð yfir til 19.00
nema hvað skeggþernan hvarf í um tíu
mínútur, eftir að hettumáfur hafði ráðist
Náttúrufræöingurinn 58 (1), bls. 17-20,1988
17
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56