Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 57
NÁTTÚRUFR. 103 Athugasemdir við „Nýjar íslenzkar plöntur“. Eftir Steindór Steindórsson. Um leið og eg þakka höfundinum fyrir þessa fróðlegu grein, um nýjar íslenzkar plöntur, sem ekki eru taldar í Flóru, vil eg leyfa mér að bæta þessu við. f greininni er ekki talin burknategundin, hlíðarburkninn, er eg nefndi svo, sem eg fann í hlíðinni fyrir ofan síldarbræðsluna á Hesteyri, 7. ágúst 1932, enda hefi eg minnst hans í Náttúrufræð- ingnum (III. árg., bls- 146, 1933). Síðan hefi eg frétt, að Ingólfur Davíðsson, sem nú stundar grasafræðinám á háskólanum í Kaup- mannahöfn, hafi einnig fundið þennan burkna, á sama stað, enda eigi merkilegt, því svo mikið var þar af honum. Þá get eg bætt við einni nýrri tegund, en hana fann eg 15. júní í vor á landi Skógræktarfélags Islands í Fossvogi við Reykjavík. Þetta var steinbrjótur (Saxifraga' granulata) — ef til vill mætti nefna hann kornasteinabrjót, vegna þess að hann hefir lauka, eins og laukasteinbrjótur; tegund þessi er mjög algeng víða í nágranna- löndum vorum. Vegna laukanna er hann auðþekktur frá öllum ís- lenzkum steinbrjótum, nema laukasteinbrjótnum, en frá honum má þekkja þessi nýju tegund á því, að á henni eru aðeins laukar neðst á stönglinum, en ekki einnig í blaðöxlunum, á stönglinum ofanverðum. Auk þess eru blöðin, að minnsta kosti þau neðstu, nýrlaga, og ekki hvasstennt eins og á laukasteinbrjót. Loks er kornasteinbrjótur stærri en hinn, Þessi eintök, sem eg sá, voru öll um 20—30 cm. á hæð, og flest í fullum blóma. Auðséð var, að plantan þreifst þarna prýðilega, og tel eg víst, að hún eigi sér hér eftir langan aldur á fslandi, hvernig sem hún er hingað komin. Þarna vex einnig talsvert af akurarfa (Stellaria graminea), sem Steindór fann í túninu á Vífilsstöðum. Ennfremur vil eg geta þess, að kræklurót (Corallorhiza in- nata) hefi eg fundið við Björk, Minni Borg og á Lyngdalsheiði í Árnessýslu; á Lyngdalsheiði var all-mikið af henni- í Flóru fs- lands og Flora of Iceland etc. stendur, að hún sé ekki á Suður- landi, en þetta er því ekki rétt. I báðum þessum bókum stendur einnig, að Ástragras sé ein- ungis fundið á einum stað hér á landi, nefnilega við Kaldalón, en það hefi eg fundið á sama stað og burknann, sem fyrr er getið, við Hesteyri. Á. F■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.