Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURÍNN 17 Þýðing fuglanna í íslenzkri þjóðtrú og sögusögnuin. Þegar ég hefi verið að rannsaka hvaða þýðingu fuglarnir hafa í dönskum þjóðsögnum, hefi ég þrásinnis rekist á sögu- sagnir um íslenzka fugla, og á ferð minni til Islands sumarið 1933 hafði ég tækifæri til þess að fá staðfestingu á mörgum þeirra. Líklegt er, að íslenzkum fuglafræðingum þyki gaman að heyra nánar um þessar sögusagnir, en þær eru tíndar sam- an úr dönskum ritum, að örfáum undanskildum. ísland á þó sjálft á þessu sviði fjársjóð, þar sem eru sögurnar, Physiologus og Þjóðsögur og æfintýri eftir Jón Árnason (1862). Ef þessi litla grein, sem hér birtist, gæti fengið menn til þess að safna því, sem þeir komast yfir af sögusögnum og munnmælum um íslenzka fugla, áður en það er um seinan, þá hefi ég náð tilgangi mínum. Það eitt er víst, að rannsóknir á þessu sviði leggja meira af mörkum til fuglafræðinnar sjálfrar en margan rennir grun í. Alkunnug eru hrafnaþingin, sem haldin eru á haustin, þeg- ar hrafnarnir skipta sér niður á bæina undir veturinn. Hvert heim.ili fær tvo hrafna, ,,bæjarhrafna“, en verði stakur hrafn eftir, þegar skiptunum er lokið, gera hinir sér lítið fyrir og drepa hann. — í Danmörku hefir ríkt svipuð trú og þetta um storkinn (Ciconia alba). Hrafninn er mjög vitur fugl, og getur orðið furðu spakur. ,,Á Gullberastöðum var einu sinni bæjarhrafn, sem var svo spakur, að heimasætan var vön að mata hann á hverjum degi út um gluggann. En einn góðan veðurdag bregður svo við, að hrafninn vill engan mat þiggja, hann vill ekki einu sinni setj- ast í gluggakistuna. Stúlkan verður hissa á þessu, og fer út úr bænum til þess að komast fyrir um hverju þetta sæti. Krummi glennti upp gogginn og lét sem hann ætlaði að þiggja það, sem að honum var rétt, en hopaði þó hægt undan stúlk- unni. Hún elti hann og gekk eftir honum með matinn, og áður en varði voru þau komin út fyrir tún. Allt í einu buldi við hár brestur í fjallinu, skriða mikil rann yfir bæinn og eyddi hon- um, — en stúlkan komst af“. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.