Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 3
Ndttiírufr. - 38. drg. - 3.-4. hefti - 113.—212. siða - Reykjavik, febrúar 1969 Sigurður Þórarinsson: Síðustu þættir Eyjaelda Það er stundum erlitt að segja með vissu, hvenær eldgosi lýkur. Sé um hraungos að ræða, er eðlilegast að telja því lokið, þegar ekki sér lengur nein merki hraunrennslis. í Surtsey sást vottur hraun- rennslis síðast hinn 5. maí 1967. Voru þá liðin þrjú ár, 6 mánuðir og 3 vikur síðan gosið varð í'yrst sýnilegt og var það þar með orðið næst lengsta gosið, sem sögur fara af hérlendis. Mývatnseldar einir munu hafa varað nokkrum mánuðum lengur og er þá sprengi- gosið í Víti utaní Kröflu ekki meðtalið. Mývatnseldar höguðu sér raunar mjög svipað og Surtseyjargosið myndi hafa gert, ef það hefði verið á þurru landi. Þeir voru hraungos úr kerli sprungna, meira eða minna hliðraðra, sem gusu hver eftir aðra, og heildarmagn fastra gosefna var svipað og í Surtseyjargosinu. í ritgerð í Náttúrufræðingnum 1965 birti ég stuttorðan annál Surtseyjargossins frarn til febrúarloka 1966. Skal annálnum nú áfram haldið og þráðurinn tekinn upp þá er árinu 1965 er að ljúka, en þá hófst nýr kafli eða þáttur gossins. Annáll sá, sem hér fer á eftir, er að verulegu leyti byggður á eigin athugunum, en ferðir rnínar á eldstöðvarnar meðan á gosinu stóð urðu alls 140, þaraf 46 eftir að gosið í Jólni hófst. Eru þeir dagar, sem ég var á eða yfir gos- stöðvunum síðustu gosárin undirstrikaðir í eftirfarandi annál. Flest- ar voru ferðirnar þessi síðustu ár farnar í flugvél Flugmálastjórnar- innar eða með varðskipum.og þyrlu Landhelgisgæzlunnar og jókst því þakkarskuld mín við þá Agnar Kofoed-Hansen og Pétur Sig- urðsson. Upplýsingar um gosið auk eigin athngana fékk ég þessi síðustu gosár aðallega frá flugmönnunum Sigurjóni Iiinarssyni, Birni Pálssyni og Agnari Kofoed-Hansen og frá starfsmönnum flug- turnsins í Eyjum, þeim Bjarna Herjólfssyni og Skarphéðni Vil- mundarsyni, en Árni Johnsen fræddi mig um upphaf síðara hraun- gossins í Surtsey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.