Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 61
N ÁTT Ú RU F RÆÐÍNGURINN
197
ekki vitnað eins langt aftur í liðna tíð. Sandá rennur nú í djúpuin
farvegi við austurjaðar fláarinnar. Ég gat ekki séð nein merki þess,
að áin hefði grafið sig niður á síðari áratugum. Hins vegar fannst
mér landið austan fláarinnar bera þess ljós merki, að þar hefði áður
verið flá, þó að nú sé það alþurrt og tekið að eyðast.
Ein af mörgum upptakakvíslum Vatnsdalsár heitir Þjófakvísl.
Vestan við hana, fast upp við Stórasand, er stór, þurr grasflesja. Þar
er síðasti áningarstaður gangnamanna áður en þeir leggja á auðnir
Stórasands. Ég hafði mjög oft áð þarna, en það var ekki fyrr en
veturinn 1971, sem ég fór að velta því fyrir mér, hvernig flesjan
hefði litið út fyrir 50—60 árum. Um sumarið fór ég þangað og þá
taldi ég mig sjá þar nokkurn veginn örugg merki um uppþornað
votlendi og það jafnvel fyrir austan kvíslina, en þar er blettur, sem
hefur blásið talsvert upp. Síðar sagði Lárus Björnsson í Gríms-
tnngu mér, að þarna hefði verið blantt á fyrsta áratug aldarinnar,
en hann kvaðst ekki muna, livenær flesjan liefði þornað.
Mér þykir eftirtektarvert, að á Auðkúluheiði er miklu meira af
rústaleifum heldur en á Grímstunguheiði. Heiðarnar liggja hlið
við hlið, en eru þó á margan hátt ólíkar. Á nokkrum hluta Auð-
kúluheiðar, Helgufellssvæðinu, hefur orðið mikill uppblástur og
jarðvegurinn þaðan borist norður og norðvestur á heiðina. Þar
er víða mjög þykkur, þurr jarðvegur á hæðum og ásum. Á Gríms-
tunguheiði er þurr jarðvegur miklu þynnri. Þar er Stórisandur í
suðri. Hann mun aldrei hafa verið gróinn og þaðan berst næstum
ekkert áfok. Jarðvegur á Auðkúluheiði mun vera meira blandaður
eldfjallaösku heldur en jarðvegur á Grímstunguheiði, og þar er
miklu meira af lyngi og hrísi.
Allar flár, sem ég þekki á Auðkúlulteiði og Grímstunguheiði, og
fullvíst er að liafa þornað að meira eða minna leyti á síðari áratug-
um, eiga það sameiginlegt, að í gegnum þær eða fast við þær er
djúpur vatnsfarvegur. Rústirnar evddnst jafnskjótt og jarðklakinn
þiðnaði, en hann mun hafa komið í veg fyrir, að vatnið í flánum
gæti sigið í jörð og náð framrás í farvegina. Kjarni nýju rústanna er
ís, en ekki jarðvegur, og gömlu rústirnar munu liafa verið byggðar
upp á sama hátt. Mér finnst það því liggja ljóst fyrir, að jiegar
kjarninn þiðnaði hafi myndast dæld, en jaðrarnir ekki sigið að
satna skapi, vegna þess að í þeim var meiri jarðvegur. Þetta gildir
þó ekki um flár, sem liggia í keri eða eru forblautar af völdum