Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1937, Side 8

Samvinnan - 01.01.1937, Side 8
SAMVINNAN 1. HEFTI Kaupfélag Austur í skjóli sunnan undir hinum háu fjöllum Vatnajökuls teygir Austur-Skaftafellssýsla sig meðl'ram suðaustur- ströndinni, sem er vökvuað af hlýjum Golfstraumnum. Fjöllin, jökullinn, sandarnir og breiðar, vatnsmiklar árnar gera Austur-Skaftafellssýslu hrikalega, en um leið fagra og volduga. Frjóar, skrúðgrænar sveitirnar eru einkennilega hlýjar og laðandi fyrir augað, sem er þreytt af að horfa á jökla og svarta sanda. Austur-Skaftafellssýsla er afskekkt. Austur-Skaftfell- ingar hafa þess vegna löngum þurft að sækja verzlun um torsótta vegi. Fyrr á öldum var öll vei-zlun sótt út úr héraðinu, aðallega til Djúpavogs og úr vestustu sveitinni, Öræfunum, til Eyrarbakka og Reykjavíkur. Seint á nítjándu öld voru reist verzlunarliús við Papós í Lóni, en verzlun var þar aðeins í nokkur ár. Kring- Verzlunarhús og geymsluhús kaupfélagsins -Skaftfellinga Eftir Ragnar Olafsson um aldamótin voru verzlunarhúsin llutt að Höfn í Hornaíirði. Þangað sækir nú öll Austur-Skaftafells- sýsla verzlun, að Öræfasveit' undanskilinni. Þar er útibú frá Kaupfélagi Skaftfellinga i Vík. Fyrstu tuttugu árin, sem verzlun var á Hornaíirði, var þar kaupmannaverzlun eingöngu, en í árslok 1919 stofnuðu um 200 bændur í Austur-Skaftafellssýslu kaupfélag, sem þeir nefndu Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga. Kaupfélagið byrjaði á því að kaupa verzlunar- hús og vörubirgðir Þórlialls kaupmanns Daníelssonar og setti upp verzlun á Höfn í Hornafirði 1. júní 1920. Kaupin við Þórhall Daníelsson fóru fram áður en verðfallið mikla skall á. Kaupverðið var miðað við hið liáa verðlag ársins 1919 og bjartsýni þess. Verð- fallið var því afar-tilfinnanlegt fyrir hið unga kaup- félag. Var eklci annað sýnilegt en að kaupfélagið yrði þegar að gefast upp, en Austur-Skaftfellingar völdu aðra Ieið. Tapinu af kaupunum og tapi af sölu á innlendum vörum 1920, samtals um 48 þús. krónur, var jafnað niður á félagsmenn. Upphæð þessa greiddu þeir næstu ár á eftir, og var hún að fullu greidd 1935. Jafnliliða var samkvæmt ráðleggingum S. í. S. Jón ívarsson, ungur og efnilegur samvinnumaður, ráðinn kaupfélagsstjóri, og tók hann við starfi í árs- byrjun 1922. Útistandandi skuldir lijá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga voru í árslok 1921 kr. 181 397,21. Árið 1923 var fært til skuldar í viðskiptareikninginn hið niðurjafnaða tap, sem áður er getið um, og ná þá skuldirnar há- marlci kr. 254 138,09. í árslok 1935 var útistandandi Bátar við bryggju félagsins 8

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.