Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Samvinnan

						I. HEFTr
Utv á rósaakrinum
aður blómhnappur, ásamt sínum grænu reifum, er
miskunnarlaust klipptur með nöglum ungu stúlkn-
anna og fleygt i körfuna. Klukkan níu árdegis, eða
nokkru seinna, ef himininn er skýjaður, er hætt að
tína rósirnar. Því að fyrstu sólargeislarnir þurrka
bíómkrónurnar og deyfa ilminn.
Enn verður að gæta þess, að blómin séu seydd sama
dag og þau eru slitin af, því sé það ekki gert, fölna
blómhausarnir, missa ilm sinn og gefa af sér lakara
seyði.
Síðustu árin hefir eitt kílógramm af blómum kostað
15 búlgarskar levur, eða nálægt 75 aura islenzka, mið-
að við dagsgengi. Að minnsta kosti þúsund rósir þurfa
í eitt kílógramm blóma. Einn hektari gefur venjulega
af sér þrjú þúsund kg. eða þrjár milljónir rósa, og úr
þeim fæst svo aftur eitt kg. seyðis. Sé nú gætt að verð-
inu á seyðinu (kringum 28.000 levur eða 1120 krónur
íslenzkar hvert kg), þá væri þetta mjög arðbær fram-
leiðsla, ef garðyrkjumennirnir ættu ekki við ýmsa
erfiðleika að stríða: vorfrost, haglél, þurrka eða
bleytur og loks sjúkdóma, því að rósarunnurinn, eins
og aðrar nytjajurtir, á sína óvini, skordýr eða sníkju-
dýr.
Nú erum vér stödd hjá litlum byrgjum með fábrotn-
um útbúnaði. Það eru seyðingartækin. Þau standa
hvert hjá öðru og logar eldur undir. Allt er gert undir
opnum himni. Ef vér nálgumst þessar vinnustöðvar
búandmannanna, verður rósarilmurinn svo sterkur,
að mann svíður í augun, kennir óþæginda 1 nefinu og
fær illt í höfuðið, jafnvel í þessum raka hita, sem
stafar frá áhöldunum. Seyðingartækin sjálf eru mjög
óbrotin: stór ketiil, sem rósirnar eru seyddar í, en
gufan af þeim er þétt í dropa og safnað í þar til gerö-
ar flöskur. Til eru líka um 20 nýtízku verksmiðjur.
Með því að lífsskilyrði nútímans krefjast nýrra og
endurbættra vinnuaðferða og bæði stjórninni, verk-
smiðjuhöldum og bændum er orðið það Ijóst, þá hafa
verið gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma
rósaiðnaðinum á vísindalegan grundvöll. Og þar sem
áhuginn á rósaræktinni hefir mjög aukizt upp á síð-
kastið, þá má finna, allsstaðar í Rósadalnum, ný seyð-
ingartæki, sem sett hafa verið upp á tveim eða þrem
síðustu árunum. Hin fyrstu samvinnufyrirtœki í þess-
ari grein hafa þegar verið stofnuð og þeim fjölgar
óðum. Fyrir skömmu var einnig stofnaður svokallaður
Rósabanki, en hann líður ennþá af f járskorti.
Vér víkjum nú aftur að seyðingartækjunum. Vökv-
inn, sem fæst, er kallaður rozova voda (rósarvatn>
og er notaður á ýmsa vegu í lyf jasmiðjum (augnvatn)
og sætindagerðum (til smekkbætis í ísvörur og töflur).
En af öllum þeim framleiðslutegundum, sem drottn-
ing blómanna gefur af sér, er kjarninn, sem fæst úr
rósarvökvanum og er undirstöðuefni allra ilmvatna,.
vitanlega miklu merkastur, því að hann er virði jafn-
þyngdar sinnar í gulli. Þess vegna sýnir hver fram-
leiðandi honum mikla nákvæmni. Flaskan (muskalo),
sem hann er geymdur í, er strax fyllt, töppuð og
innsigluð til þess að fyrirbyggja alla útgufun.
Og sérhver eigandi á sitt sérstaka horn, sinn sér-
staka skáp, sína sérstöku kistu, sína sérstöku holu,,
sem hann varðveitir rósarkjarnann í og lykilinn
skilur hann aldrei við sig. Viltu kaupa? Þá er margs:
að gæta, því að meðan verið er að sækja dýrindið I
felustaðinn, kemur húsfreyjan í sínu bezta skafti og
býður þér ekki aðeins bolla af kaffi og glas af vatni^
eins og alltaf er venja, heldur líka sladko í lítilli skeið,
en það er sælgæti gert úr plómum eða kirsiberjum og
krónublöðum af rós. Þú skalt ekki fussa við því, því
hinn gestrisni Búlgari fer eftir sínum kenjum og þú.
gætir móðgað húsmóðurina.
Framleiðsla rósarkjarnans jókst hlutfallslega eftir
því, sem rósaræktunarsvæðin stækkuðu. Árið 1912 nam
framleiðslan 580.958 flöskum af rósaolíu (4.8 gr. í
hverri). Öll framleiðslan var 2.788,5 kg. Mið-Búlgaría
framleiðir 3000 kg. af rósaolíu. Verðmæti allra rósa-
garðanna er reiknað á 24 milljónir gull-leva.
Hinir miklu markaðir fyrir búlgarska rósakjarna
eru Þýzkaland, Frakkland, Bandaríkin, England og
fleiri lönd.
Fyrir skömmu síðan hefir landbúnaðarráðuneytið
í Sofíu gert öflugaf ráðstafanir til þess að bæta rósa-
ræktina, auka arðsemi rósagarðanna, svo verðið á rós-
unum og rósaolíunni geti lækkað. Með lögum frá 27.
niaí 1933 var samvinnufélögunum veittur fjárhagsleg-
ur stuðningur og önnur fríðindi, einkum þó Búlgarska
búnaðar- og samvinnubankanum, sem hefir eftirlit
með allri rósaframleiðslunni, lánar fé til rósaiðnaðar-
ins og hefir söluna í sínum höndum.
10
					
Fela smįmyndir
Titilblaš I
Titilblaš I
Titilblaš II
Titilblaš II
Efnisyfirlit III
Efnisyfirlit III
Efnisyfirlit IV
Efnisyfirlit IV
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16