Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Samvinnan

						1. HEFTI
SAMVINNAN
Heimilið -  Kvenfólkið - Börnin
Eldunartækin
Eins og hver húsmóðir veit, skiptir það
:miklu máU hvernig eldavélin er. Margar
leldavélar, sem hér hafa verið notaðar,
hafa því miður ekki hæft íslenzkum stað-
háttum, eins og æskilegt hefði verið.
Ef eldavélin er góð, er hún gerð með
hliðsjón til þess eldneytis og þeirra suðu-
íláta, sem notuð eru. í sveitum er elds-
neytið vanalega fyrirferðarmikið. Eld-
hólfin á eldavélunum þurfa því að vera
:stór.
Þar sem notaðir eru pottar með kúpt-
um botnum, þarf að vera hringaútbúnað-
ur. á eldavélunum, sem viðast mun tíðkast
hér. Ef notaðir eru flatbotnaðir pottar
er hringaútbúnaðurinn óhagkvæmur, en í
þess stað er heppilegra að nota slétta
plötu yfir eldhólfin. í margar eldavélar
jnun vera hægt að fá slétta plötu þótt
hringaútbúnaður sé nú. Má láta þá verzl-
Tin, sem hlutaðeigandi skiptir við, panta
fyrir sig plöturnar. Flatbotnaðir pottar
¦eru venjulega þynnri en gömlu steypu-
járnpottarnir, léttari og þægilegri í með-
ferð, og það er hreinlegra að elda á lok-
nðu hólfi en opnu.
Á seinni árum er það farið að tíðkast,
að miðstöðvarkassar séu „byggðir inn í"
•eldavél, sem kallað er. Þunnum vatns-
kassa er þá komið fyrir við hliðar eld-
hólfsins og hann settur í samband við
miðstöð hússins, Þannig notazt eldsneytið
á tvennan hátt, til eldunar og upphitun-
ar. Þetta getur þó aðeins gengið, að ekki
sé um stór hús að ræða, ekki meira en
3—4 herbergi. Eldavélar, sem þannig eru
„innbyggðar" hér hafa reynzt prýðilega
sé rétt tegund og gerð valin. Þær kosta um
tr. 260,00 fullbúnar, en geta verið dýrari
eftir stærð o. fl. Erlendar miðstöðvar-
eldavélar hafa gefizt misjafnlega og eru
ceinnig stórum dýrari.
í stærri hús er ekki hægt að nota mið-
stöðvareldavélar einar saman, en það hefir
oft gefizt vel að nota lítinn miðstöðvar-
Tietil til hjálpar.
Ýmsir munu kannast við Aga-eldavélar
:af afspurn. Þær eru dýrustu en þægileg-
ustu eldavélar, sem til eru hér á landi.
Þær eru fundnar upp og smíðaðar í Sví-
þjóð. Uppfyndningamaðurinn hét Gustaf
Dalén og var verkfræðingur. Einu sinni
hegar hann var að fást við tilraunir í
rannsóknarstofu sinni hafði flaska með
¦eitruðum gastegundum sprungið framan
í hann og gert hann blindan. Aga-vélina
fann hann upp eftir að hann varð blindur.
Dalén fékk Nóbelsverðlaun fyrir uppfynd-
ingar sínar.
Aga-vélarnar eru nú þegar notaðar á
talsvert mörgum heimilum í sveitum og
kaupstöðum, þar sem ekki er rafmagn til
suðu. Leyndardómurinn við Aga-vélarnar
er hve vel þær geyma hitann. Allar hliðar
þessarar eldavélar eru mjög þykkar og úr
margföldu einangrunarefni. Þær eru spar-
neytnar á eldivið, en brenna aðeins koksi,
ca. 1% tonni á ári. Koks kostar í.Reykja-
vík ca. 60,00 krónum tonnið. Aga-eldavél-
arnar eru heitar allan sólarhringinn og til-
búnar til eldunar, þó ekki sé bætt á þær
nema tvisvar á sólarhring, kvölds og
morgna. í þeim er jafnan heitt vatn til
uppþvotta o. fl. Aga-vélarnar eru miklar
fyrirferðar en smekklegar, kosta ca. 13—14
hundruð krónur með tilheyrandi pottum.
Vélar þessar er ekki hægt að nota sem
miðstöðvarofna.
Sveitafólk, sem þarf að fá sér eldavélar
í ný eða gömul hús ætti að leita sér ná-
kvæmra upplýsinga áður en það festir
kaup á eldavél. Vafalaust mundu bygg-
ingarráðunautar sveitanna veita upplýs-
ingar um þetta efni, þegar til þeirra væri
leitað bréflega eða munnlega.
Rafmagnsnotkun ryður sér óðum til
rúms víða hér á landi. Hér verða taldar
upp nokkrar rafmagnsvélar, sem allar er
hægt að nota á heimili. Eldavél, ofnar (til
upphitunar), bónvél, ryksuga, uppþvotta-
vél, þurkunarvél (fyrir þurkur og hand-
klæði), þvottavél (fyrir óhreinan þvott),
strauvél, straubolti, hræringarvél (fyrir
kökur, fars) kjötkvörn, kartöflu-„knúsari",
þeytari (fyrir rjóma, egg), vöflujárn,
brauðristari (toaster), kaffikönnur, hita-
geymir (hvolft yfir kaffi- eða tekönnu
til að halda heitu) hitapúðar (bakstrar),
kvartslampar (sólarljós), hárþurkunarvél,
krullujárn, rakvél o. fl.          A.J.
Japanskar fbúðir
Japönsk hús eru einföld. Venjulega ein
hæð með lítilfjörlegum grunni. Grindin
er úr tré og veggir úr vissri tegund
pappírs. Algengustu húsin eru aðeins ein
stofa. Má auðveldlega taka þau í sund-
ur og flytja í annað hérað. Léttleiki hús-
anna er miðaður við hina tíðu jarðskjálfta
þar í landi.
Á daginn, þegar heitt er í veðri, er hægt
að taka burtu framhlið hússins og njóta
góða loftsins.
Þegar háttatími kemur er stofunni
skipt niður í jafnmörg svefnherbergi og
óskað er eftir, með pappírsskermum. Síð-
an er komið með tvö teppi á mann, ann-
að er notað til að liggja á og hitt til að
hafa ofan á sér. Fyrir kodda nota konur
sérkennilegan tréklossa með rauf fyrir
hálsinn (líkt gömlum höggstokk). Nú er
farið að nota „kodda" úr gúmí. Jap-
anskar konur hafa mjög sérkennilega hár-
uppsetningu, sem þær fá gerða á 2—3
vikna fresti hjá útlærðum hárgreiðslu-
konum. Til þess að háruppsetningin ólag-
ist ekki nota þær þessa óþægilegu „kodda".
En hvað gera konur ekki fyrir fegurð-
ina?
Fyrir Vesturlandabúa eru japönsk hús,
einnig hjá þeim betur efnuðu, afar pþægi-
leg vegna húsgagnaleysis. Venjulega er
teppi eða mottur á gólfinu. Japanir skilja
skóna eftir fyrir utan dyrnar.
Gólfið er notað til alls, þar er borðað,
sofið og unnið. Fólkið situr á púðum á
gólfinu með krosslagðar fætur.
Einu innanstokksmunirnir er geymsla
fyrir teppi og föt fjölskyldunnar, viðar-
kolaofn og lampi. Til prýðis er vasi og
í hann er raðað 2—3 blómagreinum á
vissan hátt. Niðurröðun blómanna er list-
ræn og trúarlegs eðlis.           A. J.
Japanskt
heimili

					
Fela smįmyndir
Titilblaš I
Titilblaš I
Titilblaš II
Titilblaš II
Efnisyfirlit III
Efnisyfirlit III
Efnisyfirlit IV
Efnisyfirlit IV
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16