Tímarit.is   | Tímarit.is |
Sřg | Titler | Artikler | Om os | Spřrgsmĺl og svar |
log pĺ | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Vis i nyt vindue:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Din browser understřtter ikke PDF-filer
Klik her for at se siden som JPG
Samvinnan

						SAMVINNAN

10. HEFTI

aðalfund, og er tala fulltrúanna hátt á annað hundr-

að. Aðalfundur kýs níu manna félagsstjórn. Félags-

stjórnin kýs þriggja manna framkvæmdastjórn, og er

forstjórinn þar talinn með. Síðan greinist reksturinn

í fjórar meginstarfsdeildir með fulltrúa fyrir hverri

deild undir daglegri stjórn forstjórans, Jens Figved.

Þykir hlýða að gera hér nokkru nánari grein fyrir

starfsdeildunum og forstöðumönnum þeirra.

Jens Figved forstjóri er fæddur á Eskifirði 11. maí

1907, sonur Andresar Figved kaupmanns þar og konu

hans, Marie Figved. Foreldrar hans eru bæði norsk.

Figved er því að f oreldri og uppruna óblandaður Norð-

maður. Hann er eigi að síður ósvikinn íslendingur

og mun vissulega verða skipað í flokk þeirra lands-

manna, sem fremstir hafa reynst um dugnað og

mannkosti. Hann hefir til að bera miklar skipulags-

gáfur, manna vinsælastur, skapdeildarmaður mikill,

en einarður og óhvikull um stefnumið og mjög til for-

ystu fallinri. — Þess hefir verið getið hér að framan,

hversu Figved gerðist forvígismaður P. V. R. og bjó

sig undir starf sitt sem forstjóri Kaupfélags Reykja-

víkur og nágrennis.

Vöruflokkunin. Söluvörur félagsins erú greindar í

flokka, sem eru auðkenndir með bókstöfum, eins og

hér segir:

A-flokkur: Matvörur og nýlenduvörur.

B-flokkur: Álnavörur, skófatnaður, búsáhöld o.fl.

C-flokkur: Kjöt og aðrar sláturafurðir.

í kaflanum „Félagsdeildir" hér að framan er gerð

Húseign KRON á Hverfisgötu 52.

efnagerð.

Geymsla,  búð   og

grein fyrir fulltrúastarfi Guðmundar Tryggvasonar,

sem hefir einkum með höndum þann þátt starfsins,

sem horfir til aukinnar félagshyggju og fræðslu meðal

almennings í félaginu. — Umsjá með vörusölu í fram-

angreindum vöruflokkum er falin tveimur fulltrúum,

þeim Jóni Einarssyni og Hermanni Á. Hermanns-

syni.

Jón Einarsson er fæddur i Vestmannaeyjum 27. júli

1912; sonur Einars M. Einarssonar skipherra og Magn-

úsínu Eyjólfsdóttur. Hann gerðist starfsmaður hjá

P. V. R. frá byrjun. Stundaði hann nám í Samvinnu-

skólanum og sótti auk þess námskeið í starfsmanna-

skóla sænsku samvinnufélaganna í Stokkhólmi. Jón

Einarsson hefir umsjá með A- og C-flokks vörum fé-

lagsins (Sjá skipulagsuppdrátt: Neyzluvörur). Hann

annast inn innkaup allra þessara vara og hefur um-

sjón og eftirlit með þeim 11 sölubúðum, sem selja mat-

vörur og kjötvörur. Hann sér og um allt það, er lýtur

að smekkvíslegum og hagfelldum rekstri sölubúðanna.

Hermann Á. Hermannsson er fæddur að Kjarna-

stöðum í Dýrafirði 25. ágúst 1902, sonur Hermanns

Kristjánssonar sjómanns og konu hans, Jóninu Haf-

liðadóttur. Hann stundaði nám í Verzlunarskólanum

í Reykjavík, rak sjálfur verzlun í 10 ár og vann verzl-

unar- og skrifstofustörf á nokkrum öðrum stöðum,

áður en hann 1 júlí 1936 gerðist starfsmaður hjá P.

V. R. — Hermann Hermannsson hefir umsjá með B.-

flokksvörum félagsins (Sjá skipulagsuppdrátt: Sér-

deildir). Hann hefir með höndum samskonar störf og

ábyrgð gagnvart rekstri þeirra þriggja búða, sem eru

undir hans umsjá og talin eru hér að framan 1 kafl-

anum um Jón Einarsson.

Auk 14 sölubúða rekur félagið iðnað í þremur grein-

um: Efnagerð, pylsúgerð og saumastofu, og skiptast

þær rekstursgreinir samkvæmt tegundum fram-

leiðsluvaranna til umsjár áðurgreindra tveggja sölu-

fulltrúa.

Samkvæmt framansögðu rekur félagið alls 14 sölu-

búðir, — 10 í Reykjavík, tvær í Hafnarfirði, eina 1

Keflavík og eina í Sandgerði. Fyrir hverri búð stend-

ur ábyrgur sölustjóri, og verður síðar nánar greint frá

viðhorfi þessara söludeilda og reikningsskilum til

skrifstofu félagsins.

Ólafur Þorsteinsson er hinn fjórði fulltrúi félagsins

og hefir með höndum skrifstofustjórn og gjaldkera-

störf. Hann er fæddur að Holti í Mjóafirði 25. okt.

1906, sonur Þorsteins Sigurðssonar sjómanns og konu

hans, Ragnhildar Hansdóttur. Hann réðist til Kron

stuttu eftir stofnun félagsins, en hafði áður unnið

verzlunarstörf víðar en á einum stað. Hann hefir með

höndum umsjá reikningshaldsins, vörueftirlitsins og

158

					
Hide thumbnails
Side 149
Side 149
Side 150
Side 150
Side 151
Side 151
Side 152
Side 152
Side 153
Side 153
Side 154
Side 154
Side 155
Side 155
Side 156
Side 156
Side 157
Side 157
Side 158
Side 158
Side 159
Side 159
Side 160
Side 160
Side 161
Side 161
Side 162
Side 162
Side 163
Side 163
Side 164
Side 164