Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1946, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.03.1946, Blaðsíða 9
3. HEFTI SAMVINNAN JÓNASJÓNSSDN: ddenediLt J^onóóon, Jrá nam (Utvarpserindi). Pyrir sjö árum andaöist á Húsavík víðfrægur þing- eyskur bóndi, Benedikt Jónsson frá Auðnum. Hann var þá 93 ára að aldri. Hinn 28. janúarmánaðar s.l. var liðin ein öld frá fæðingu hans. Vinir Benedikts og samstarfsmenn í Þingeyjarsýslu fóru þess á leit við út- varpið, að þessa merkismanns yrði minnst í sam- bandi við þetta afmæli, og var því máli vel tekið. Verða hér raktir nokkrir þættir úr ævisögu þessa einkennilega hugsjónarmanns. Benedikt Jónsson var fæddur á Þverá í Laxárdal 28. janúar 1846. Foreldrar hans voru Jón bóndi Jóa- kimsson á Þverá og Herdís Ásmundsdóttir frá Stóru- völlum í Bárðardal. Stóðu að Benedikt nafnkenndir gáfumenn í báðar ættir. Benedikt og Jakob Hálf- dánarson voru bræðrasynir, en hann var þremenn- iúgur við Kristján Jónsson skáld, Valdimar Ásmunds- hion ritstjóra og Gautlandasystkinin, börn Jóns Sig- úrðssonar alþingismanns. Úr Stóruvallaættinni hafði Benedikt erft sönghneigð sína, en hagleik og list- rsenan smekk frá föðurfrændum. Þverá í Laxárdal er kjarnajörð, landkostir miklir til sauðfjárræktar, en neðan við túnið liðast eftir dalnum sú á, sem fegurst er á landi hér og þótt víðar sé leitað. Benedikt Jónsson var skyggn á hvers konar fegurð í náttúr- uúni, í listum, í bókmenntum og ekki sízt í mann- lífinu. Vafalaust hefur umhverfið mótað hann í þá átt. Þingeyingar hafa veitt því eftirtekt, að flest skáld Þeirra eru fædd og uppfóstruð við Mývatn og Laxá. ^orgiis gjallandi var þar efst til fjalla en Guðmundur a Sandi og Jóhann Sigurjónsson sinn hvoru megin við ósa Laxár. Jón bóndi á Þverá var hagleiksmaður að náttúrufari. Hann hafði ungur lagt stund á smíða- nám, fyrst í Reykjavík og síðan í Kaupmannahöfn. Hann byggði á Þverá kirkju úr höggnum steini. Auk t>ess húsaði hann bæinn á Þverá svo smekklega, að núög bar af. Stendur sá bær enn, þótt orðinn sé hann nokkuð fornfálegur. Er það mál byggingafróðra b^anna, að þann bæ ætti fremur flestum öðrum að vernda um ókomnar aldir til að sýna þeim, sem síð- ar lifa, hversu vel var byggt í byggðum íslands, áður en gerbreyting varð í húsagerð þjóðarinnar fyrir og eftir síðustu aldamót. Jón á Þverá var snyrtimenni í allri framkomu og verkum sínum. Hver hlutur varð Benedikt frá Auðnum að vera á sínum stað. Ef grasstrá óx upp við skemmuþil á hlaðinu varð það að hverfa. Þar átti enginn gróður að vera. Foreldrar Benedikts voru í góðum efnum, áttu myndarlegan bókakost og sýndu framsýni og festu í öllu heimilishaldi. Þau áttu nokk- ur börn og var Benedikt elztur þeirra sem lifðu. Benedikt Jónsson fæddist upp á þessu þjóðlega menningarheimili. Hann lærði öll sveitaverk, og þar á meðal smíði af föður sínum. Hann var allra manna hagastur á smíði úr tré, járni, kopar og silfri, og í vefstólnum var hann tveggja manna maki. Þegar að slætti kom, var eggin hvössust í ljánum hans. Samhliða daglegum störfum las Benedikt þær bækur, sem hann komst höndum undir. Auk þess átti hann hauk í horni, þar sem var séra Magnús Jónsson á Grenjaðarstað. Prestur átti bókakost mikinn, og var 73

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.