Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1951, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.05.1951, Blaðsíða 14
Si vipir itíJh Samtióannanna: Farouk I. Brúðkaup Egyptaland.skonun.gs vekur at- \iygli á honum og ástandinu í iandi hans SNEMMA i þessum mánuði fór fram í Kairo á Egyptalandi brúðkaup, sem vakti athygli um heim allan. Tók Farouk Egyptakonungur sér fyrir drottningu unga egypzka kaup- mannsdóttur, Narriman Sadek að nafni, aðeins sextán ára gamla. Segja erlend blöð svo frá, að konung- ur hafi aðeins einu sinni séð stúlkuna í verzlun gullsmiðs í Kairó, er hann ákvað að gera hana að drottningu sinni. Var stúlkan þá trúlofuö ungum egypzkum embættismanni, og er svo að skilja frásagnir blaða, að konung- ur hafi með valdboði rofið trúlofun þeirra og knúið stúlkuna til að heit- bindast sér. Ekki skal það ábyrgzt, að þessi frá- sögn sé rétt, enda þótt allur þorri virðingarverðustu heimsblaða hafi þetta fyrir satt. En í Egyptalandi er ritskoðun, sem er sérstaklega beint gegn öllum fregnum um einkalíf kon- ungsins, svo að vera má, að eitthvað fari milli mála. Engu að síður má þó nota þetta tækifæri til að kynnast nánar hinum einvalda konungi 20 milljón Egypta, manni, sem tvímæla- laust hefur og mun vafalaust hafa lengi enn mikil áhrif á líf og stefnu milljónaþjóða í Arabarikjunum við botn Miðjarðarhafs. LESANDINN getur litið á myndirn- ar af Farouk Egyptakonungi á þess- um síðum og gizkað á aldur hans. Sennilega munu flestir telja hann 45 —60 ára, eitthvað þar á milli. En mað- urinn er ekki svo gamall. Hann er ný- lega orðinn 31 árs, fæddur 1920. Þó hefur hann verið konungur hins forn- fræga menningarlands í 15 ár, og muna margir eftir því, er hinn 16 ára gamli prins tók við konungstign, og þykir ótrúlegt, að það sé sami maður og nú situr að völdum í Kairo. FYRIR hálfri annari öld settu Tyrkir, sem þá réðu ríkjum í Egypta- landi, albanskan tóbakskaupmann sem landsstjóra þar. Frá honum er núverandi konungsætt komin, enda þótt uppruni hennar sé, eins og margra annara konungsfjölskyldna, ekki í hávegum hafður. Afi Farouks I., núverandi konungs, var khedívinn Ismail, sem er sagður hafa átt 3000 konur og á að hafa beðið bana af því að reyna að teyga úr tveim kampa- vínsflöskum. Faðir Farouks, og hinn fyrsti þeirra frænda, sem fékk kon- ungstitil, hét Fuad, og lézt hann óvænt 1936. Sjálfur fæddist Farouk í Abdinhöllinni í Kairo og þar hlaut hann frekar einangraö uppeldi. Sextán ára var hann sendur í her- skóla í Englandi, en þar hafði hann ekki dvalizt árslangt, er hann var kallaður heim við lát föður síns og Pað er ótrúlegt, en satt, að þessir menn eru álilta gamlir, báðir um þrítugt, Til vinstri er Philip prins, eiginmaður Elisab'etar Bretlands prinsessu, en til bœgri Farouk Egyptakonungur. krýndur konungur. Hann hefur því litla skólagöngu hlotið. Ári síðar gekk hann að eiga eina af hirðmeyjum móður sinnar, sem hlaut drottning- arnafnið Farida, og vakti það brúð- kaup heimsathygli. í ST J ÓRNARTÍÐ Farouks hafa geysimiklar framfarir orðið á Egyptalandi, skólakerfi stóraukizt, ólæsum fækkað, heilsufar batnað, og margvíslegar framkvæmdir verið gerðar. En þó er enginn skortur verk- efna, og verða Egyptar enn að telj- ast fátæk þjóð í samanburði við Evrópuþjóðir, og er auði landsins herfilega misskipt. Fámenn stétt lifir í allsnægtum, en allur þorri lands- manna í fátækt. JAFNVEL ÞEIM, sem þekkja Farouk bezt, kemur ekki saman um það, hvaða hlutverk hann leikur í þróun þjóðarinnar. Sumir t.elja hann alúð- legan og vingjarnlegan umbótamann, sem vilji allt fyrir þjóð sína gera. Aðr- ir segja, að hann sé hrokafullur og hugsi um það eitt að liía munaðarlífi og skemmta sér sem bezt. Víst er það, að á sextán árum í kon- ungsstól hefur Farouk þyngzt um 90 pund, orðið frægur fyrir kvensemi og ýmis konar misjafnan félagsskap, heimsóknir í næturklúbba og spila- víti. Hann hefur skilið við konu sína, sem hann þó virtist unna hugástum, þótt hann væri henni ótrúr, meðal annars af því, að hún ól honum að- eins dætur. Gegn þessu er á vogarskálunum margt, sem bendir til þess, að Farouk vilji vel og mæli með margs kyns um- bótum fyrir þjóð sína. í þjóðernismál- um er hann vissulega samnefnari Egypta allra, hefur sterkan þjóðar- metnað og er litill vinur Breta. STJÓRNMÁLIN hafa verið flókin á Egyptalandi undanfarin ár, .og þar frekar róstusamt, eins og víðar í löndum, sem standa á svipuðu menn- ingarstigi. Wafdistar nefnist stærsti flokkur landsins, og er hann þjóð- 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.