Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Samvinnan

						Útgefandi: Samband ísl.
samvinnufélaga.
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími: 17080.
Kemur út mánaðarlega.
Verð árgangsins kr. 90.00
Verð í lausasölu kr. 9.00
Prentsmiðjan Edda.
Efni:
Kaupfélögin og atvinnulífið  3
Hofsós, merkur verzlunar-
staður að fornu og nýju . .  4
Minning. — Jón Konráðsson
í Bæ  ..................  6
Kirkjan í Gröf á Höfðaströnd  8
Gæði jarðarinnar takmarka-
laus. Frá alþjóðlegri sam-
vinnuráðstefnu í Stokk-
hólmi  ..................  9
Myndarleg iðnstefna sam-
vinnumanna á Akureyri . . 10
Gamalt og nýtt á Hólum .. 11
Þankar um tíundasvik og
sitthvað fleira, eftir Sigurð
Jónsson frá Brún ........ 12
Fljótandi fiskiðjuver þýzkra
samvinnumanna  ........ 13
íslenzk húsgögn í nútímastíl 14
Ný Gef junaráklæði........ 14
Eldhúsdraumar verða að
veruleika. Hornfirzk hús-
móðir skrifar um ferðalag í
boði kf. A.-Skaftfellinga .. 16
Bláa skykkjan, ný framhalds-
saga eftir Isak Dinesen .. 19
ÁGÚST   1957
Ll. árgangur  8.
BÓKAUTGAFA samvinnumanna
hefur nýlega sent frá sér þrjú bindi
af konungasögum, útgefnum af Guðna
Jónssyni, og eru útkomin hjá íslend-
ingasagnaútgáfunni 42 bindi alls. Hef-
ur verið nokkuð hlé á útkomu nýrra
binda í þessu mikla verki, þar sem
fyrri bindi höfðu selzt upp og þurfti
útgáfan að taka sér nokkurra ára hlé
til að endurprenta þau. Var sú endur-
prentun ein eitt af umfagnsmeiri
verkum íslenzkrar bókaútgáfu á þess-
um árum. íslendingasagnaútgáfan og
Norðri, sem báðar lúta forstöðu Gunn-
ars Steindórssonar, voru upprunalega
hlutafélög, sem SÍS festi kaup á til að
koma fótum undir bókaútgáfu í stór-
um stíl. Nú hafa þessi hlutafélög ver-
ið leyst upp og bókaútgáfan er deild
innan SÍS, en notar þó hin gömlu
nöfn sín til að einkenna bækurnar.
EIN ATHYGLISVERÐASTA BÓK,
sem Norðri sendir frá sér á þessu ári,
og koma mun út fyrir jól, fjallar um
brautryðjendastarf Guðjóns Samúels-
/rmkuriur háé&va tM/J^mJ
sonar, húsameistara. Mun þetta verða
fyrsta bók íslenzk, sem helguð er hús-
gerðarlist eins íslendings, og verða 1
bókinni um 100 myndir og 100 teikn-
ingar af húsum Guðjóns. Mun óhætt
að fullyrða, að bókin muni opna lands-
mönnum nýja sýn inn í heim þann,
er þessi merki og sérkennilegi lista-
maður skapaði. Hann var uppi á þeim
einstöku tímamótum, er íslendingar
byrjuðu að byggja í stórum stíl á nú-
tíma vísu. Því fékk hann tækifæri,
sem sennilegt er að enginn íslenzkur
húsameistari muni síðar fá. Bókin
mun leiða í Ijós, hvernig hann notaði
þetta tækifæri.
AFKÖST GUÐJÓNS voru gífurleg.
Hver áttar sig til dæmis á þvi, hvernig
Reykjavík mundi líta út, ef öll hús
hans hyrfu í einni svipan? Þá mundi
vanta Eimskipafélagshúsið, Lands-
bankann, Reykjavíkur Apótek, Hótel
Borg, fótstall að styttu Jóns Sigurðs-
sonar, Landssímahúsin, kaþólsku
kirkjuna, Háskólann, Landsspítalann,
Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Þjóð-
leikhúsið, Arnarhvol, Laugarneskirkju,
Kleppsspítala og fjölda smærri bygg-
inga. Sömu sögu er að segja um Akur-
eyri og fjölmarga staði aðra um land
allt.
GUÐJÓN SAMÚELSSON er einstak-
ur meðal íslenzkra húsameistara að
því leyti, að hann gerði tilraunir til
að finna byggingastíl, er sérstaklega
hæfði íslenzku umhverfi. Honum
fannst íslenzk náttúra svo ólík öðrum
löndum, að byggingar nytu sín öðru
vísi hér en annars staðar. Hér eru þær
yfirleitt á bersvæði, ekki umvafðar
trjágróðri, og víðast blasa við nakin
og tignarleg fjöll. Árangurinn varð
svonefndur „hamrastíll" í byggingum,
þar sem stuðlaberg er endurskapað
sem húsaskraut. Allt þetta verður nán-
ar skýrt í bókinni og jafnvel sýndar
myndir, er gefa hugmynd um, hvaðan
Guðjón fékk þessar hugmyndir sínar.
Auk þessara hamrabygginga reyndi
Guðjón að endurskapa gamla torf-
bæjastílinn í nútímaefni, en sú til-
raun heppnaðist ekki eins vel, þótt
ýmsar slíkar byggingar hafi unnið
ástfóstur landsmanna. Allt mun þetta
vera umdeilanlegt frá listrænu hús-
gerðarsjónarmiði, en fróðlegt er engu
síður fyrir þjóðina að fá bók, þar sem
hún getur kynnzt Guðjóni Samúels-
syni ítarlega.
JÓNAS JÓNSSON, fyrrverandi ráð-
herra, skrifar texta bókarinnar um
Guðjón Samúelsson, en hann var ná-
inn samstarfsmaður Guðjóns um
margar byggingar og hvatamaður til
myndarlegra átaka á því sviði. Bene-
dikt Gröndal ritstjóri hefur aðstoðað
Jónas við að safna saman myndum
og teikningum af verkum Guðjóns og
raða þeim saman í bókina.
2    SAMVINNAN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32