Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Samvinnan

						Kirkjan í Gröf á Höfðaströnd
Gröf er skammt innan við Hofsós,
innsti bær á Höfðaströnd. Jörðin
mun ætíð hafa verið talin í betri
jarða röð, en þó ekki höfuðból. Hún
er víðlend og á beitiland mikið, enda
sauðjörð afbragðs góð. Merkir menn
hafa oftlega búið í Gröf. Um og eftir
aldamótin 1600 bjó þar Guðmund-
ur Hallgrímsson og synir hans, Hall-
grímur og Pétur. Sá Pétur var faðir
séra Hallgríms Péturssonar skálds,
og má vera, að Hallgrímur sé fæddur
í Gröf, þótt það sé ekki fullvíst.
Saga kirkjunnar.
Hvergi er þess getið í fornum heim-
ildum, að kirkja eða annað heilagt
hús hafi verið í Gröf á miðöldum.
Líklegt mætti þó telja að óreyndu,
að á slíkri stórjörð hefði verið guðs-
hús í kaþólskum sið, að minnsta kosti
nokkurn tíma, því að mergð guðs-
húsa, þ. e. bænahúsa, hálfkirkna og
kirkna, var ótrúlega mikil, svo sem
Ijóst er bæði af rituðum heimildum
og mannabeinafundum á bæjum víða
um land. Sýna þeir, að jafnvel graftr-
arkirkjur hafa verið á ýmsum jörð-
um, sem engin skrifleg heimild tel-
ur meðal kirkjustaða.
Þó að fornar heimildir bresti um
þetta, segir Árni Magnússon, að
bænahús hafi verið í Gröf að fornu.
I október 1709 voru bændur í Hofs-
hreppi saman komnir í Gröf til þess
að veita vitneskju um jarðir sínar
vegna jarðabókarinnar miklu, sem
Árni var þá að taka saman. Um Gröf
segir meðal annars svo í jarðabók-
inni:
„Hér hefur að fornu bænhús ver-
ið, en aldrei tíðir veittar verið í
manna minni, fyrr en biskupinn
herra Thorlákur eignaðist jörðina.
Síðan voru hér tíðir veittar, þá
heimamenn voru til sacramentis, og
varaði þetta, þar til biskupinn, sál-
ugi herra Gísli, lét bænhúsið með nýj-
um ornamentum prýða. Síðan eftir
hans andlát hefur hans eftirlátin
hústrú, Ragnheiður Jónsdóttir, feng-
ið kónglegt leyfi, að á þessari hálf-
kirkju skyldi sóknarpresturinn heil-
aga þjónustu fremja þriðja hvern
helgan dag, og launar biskupshústrú-
in prestinum þjónustugjörðina, svo
að  sóknarkirkjan  hvergi  skuli  í
missa."
Hústrú Ragnheiður var skörungur
mikill. Meðal annars brauzt hún í að
fá aukinn rétt bænhússins. Að bón
hennar veitti konungur henni allra-
náðarsamlegast árið 1687 „með til-
liti til torleiðis þess, sem hún yfir fall-
vötn á vetrardegi með stórri hættu
fara verður til sóknarkirkju sinnar
að Hofi, að hún á ábúðarjörð sinni,
Gröf á Höfðaströnd, megi hvern
þriðja helgan dag ársins guðsþjón-
ustu í þeirri þar á bænum byggðu
kirkju fremja láta, svo fremi hún
sjálf geti fengið sóknarprestinn góð-
viljuglega þar til og guðsþjónustu-
gerð ei annars staðar af þeim sökum
vanrækist eða hindrist". Þetta er
kóngsbréfið, sem Árni Magnússon
nefnir, og með því var bænhúsið gert
að þriðjungskirkju.
Ragnheiður biskupsfrú lézt árið
1715. Eftir það naut Grafarkirkja
ekki góðs af verndarhendi þessarar
fjölskyldu. Hefur hún þá aftur verið
talin með ónauðsynlegum guðshús-
um, eins og verið hafði fyrir daga
Þorláks biskups. Með konunglegu
bréfi 17. maí 1765 var boðið, að
leggja skyldi niður óþarfar hálfkirkj-
ur og bænhús í báðum biskupsdæm-
um, og meðal þeirra var bænhúsið
eða þriðjungskirkjan í Gröf. Eftir
þetta hafa gripir hennar verið fluttir
í aðrar kirkjur, en húsið sjálft var
tekið til veraldlegra þarfa. Lengi
notuðu Grafarbændur það fyrir
skemmu. Þó hefur aldrei í fyrnsku
fallið vitneskjan um forna helgi þess,
og alltaf bar það nokkrar menjar um
kirkjulegan uppruna sinn.
Árið 1939 festi Matthías Þórðar-
son þjóðminjavörður kaup á hinu
ellihruma húsi fyrir Þjóðminjasafn-
ið í því skyni að láta gera við það
og halda því við sem menningarsögu-
legri byggingu. Sökum fjárskorts
var þó ekki hægt að hefjast handa
um endurreisn kirkjunnar þá þegar.
Var ætlunin að láta sem mest af
upprunalegum viðum kirkjunnar
halda sér í viðgerðinni. En þegar far-
ið var að kanna húsið og taka það
ofan, kom í Ijós, að þeir voru flestir
ónothæfir, og voru þeir því að lang-
mestu  leyti  endurnýjaðir,  en hinir
(Frh. á blt. £5)
8
SAMVINNAN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32