Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 12
Þankar um TÍUNDASVIK og sitthvað fleira Eftir Sigurð Jónsson frá Brún Ársþing íslenzkra iðnrekenda var haldið í vor. Morgunblaðið birti 3. júní sl. ágrip af samþykktum þess, ofboð sakleysislegar umþenkingar um böl af stóreignaskatti, um jafnrétti fyrir skatta- lögum og þess háttar. Ekki mun kunnugt um marga, sem mæla þyrðu á móti réttlátri skattlagn- ingu, tvísýnna væri hvort þessi skattur- inn eða hinn þætti réttlátur. Hinir fyrirlitlegustu framtalsþjófar, sem frá hefir heyrzt, hafa allir afsakað sig með því að þeir væru öðrum meir skattpíndir ef þeir stælu ekki undan. Verzlunarfyrirtæki t. d., sem fer að láta gera skattskýrslu, rekur sig fljótlega á fyrirmæli um söluskatt miðað aðeins við seljendur varnings. Það þarf ekki mik- inn glöggleika til að skapa sér þar mál- venju um misrétti og nota svo orðið sem afsökun fyrir dávænum tíundarsvikum, svona rétt til samræmis við þá, sem engan gjalda söluskattinn. Líkt gæti far- ið með tekjuháan framleiðanda, iðnrek- anda eða bónda, svo eitthvað sé nefnt. Sá þyrfti ekki lengi að rýna til að sjá að hann lendir á óþægilegri stað í skatt- stiganum heldur en sendillinn eða vinnu- pilturinn og hefur þá um leið siðferði- lega átyllu — frá sínu sjónarmiði — til að fela nokkur þúsund kr. af tekjum sín- um. Eignalaus einhleypingur þarf ekki að vera sprenglærður eða hágáfaður til að geta rekið í það augun, að hann, sem ekkert á til að fela eða vantelja, muni vera þyngra skattlagður tiltölulega held- ur en jarðar- eða lóðar-eigandinn, sem telja má með lagaleyfi fasteign sína til skatts með tvöfalt — fimmfalt — kann- ske tífalt lægra verði en hann veit að hún myndi ganga kaupum og sölum, þótt milli beztu bræðra væri, ef til sölu kæmi. Þeir eru því margir, verkamenn- irnir nokkuð nasvísir á ýmsar auka- tekjur, sem ekki eru gefnar upp og því felandi. En Morgunblaðsgreinin virðist ekki miðuð við að kalla eftir jafnrétti þess- um mönnum til handa — enda taka þeir sér réttinn sjálfir að dæmi Sveins heit- ins skotta, heldur mun krafan — eins og fleiri óp frá þeirri hlið — beinast að öðru marki, nefnilega samvinnulögunum, sem í þeim herbúðum eru talin hafa búið ákveðnum félagsskap ranglátlega góð sköttunarkjör. Nú er skattalöggjöf öll mannasetning aðeins, og sjálfsagt ófullkomin eins og önnur slík verk, mætti því vel þiggja bendingar henni til lögunar, ef fram kæmu, en sjálfdæmi iðnrekenda í eigin máli er vægast sagt lítið girnilegt úr- ræði. Þótt þeir væru vel menntaðir til iðju sinnar og velviljaðir sem bezt — en hvorttveggja er óvíst um þá suma — þá verða þeir ekki örugglega taldir öðr- um stéttum vissari um annað en í bezta falli tækni iðna sinna auk náinnar vitneskju um eigin þarfir og þægindi; úrskurðarvald um skattamál alþjóðar rnunu þeir einir um að kjósa í sínar hendur sérstaklega. Eftir öllum málaflutningi greinar þeirrar, sem hér um ræðir eru það aðal- lega tveir gjaldstofnar, sem beinzt er að og er þá látið liggja að því að annar sé vanbrúkaður en hinn notaður um of; samvinnufélögunum ranglega hlíft, en stóreignamenn rændir. Væri því freist- andi að ræða nokkuð um þessi atriði þótt sá, er þetta ritar sé þar að engu öðrum hæfari til starfsins, ef frá er skil- inn stéttlægur illvilji til annars hvors flokksins, sem um ræðir, en hann mun til og ámældur á öðrum stað. En skattamál samvinnufélaga er löngu útrætt mál. Allt síðan Sigurjón Frið- jónsson flutti á Alþingi frumvarp um samvinnufélög hefur það verið kunnugt öllum, sem satt orð geta þolað, að sam- vinnufélög eru að miklum hluta skráð og framtalin eign nafngreindra ein- staklinga og skattlögð með annarri eign sérhvers þeirra þar, sem hún er talin fram. Nýlegir liæstaréttardómar í út- svarsmálum samvinnufélaganna á Blönduósi og síðar SÍS í Reykjavík skáru úr um lagaréttinn og studdu þá einnig hinn siðferðilega rétt slíkra fé- laga til fríðinda þeirra, er þau að sönnu njóta. Raka- og sannana-laust þref, sem málgögn kaupmannastéttarinnar flytja á móti þeim staðreyndum sýnir ekkert nema aðeins óskir þeirra, og er það ekki hér sagt af því að þetta viti ekki hver sem vita vill, heldur sökum hins að þar gæti komið að svo oft yrði satt mál flutt að fjölgaði játendum þess. Þráreynt er það með lygina að henni hefur oft og tíðum nægt endurtekningin, til þess að verða fávísum mönnum trúaratriði. Samvinnulöggjöfin átti þannig að koma í veg fyrir tvöfalda skatta á þess- ar eignir manna, enda var tvöfaldur skattur talinn ómaklegur fyrirtækjum sem beittu sér fyrst og fremst fyrir sann- virðisverzlun. Tvöfaldur skattur gæti aftur á móti átt við á öðrum stöðurn á meðan nokkrum líður illa fyrir óverð- skuldaða fátækt og það er á stórauði einstaklinga og þar gæti hann sem bezt orðið bæði uppeldismeðal og læknis- dómur. Mun, fyrst slíku er slegið fram, rétt að athuga fyrirbærið, „auðsafn“ nokkru nánar bæði tilkomu þess og af- leiðingar. Stóreignir verða til á ýmsan hátt og hafa margar og ólíkar verkanir á um- hverfi sitt. Verður hér fárra einna getið, en byrjað skal á sýnishorni þeirra auð- safna, sem að öllu eru bezt, réttlátlegast tilkomin og virðingarverðust, svo að þau gleymist þó ekki, en það eru þau, sem eingöngu má þakka hugkvæmni eigandans og dugnaði eins og hvalveiða- uppgrip Norðmanna voru, þegar ný upp- finning, hvalabyssa Svend Foyens, gjör- breytti arðlitlum atvinnuvegi í óþekkj- anlegt uppgripastarf. Þá hefði að vísu mátt telja sanngjarnlegra að verðlauna uppfinningamanninn en skattleggja fyr- irtæki hans, en þá kemur til afleiðing- anna. Slíkt hefði óhjákvæmilega orðið byrjun að auðmannaaðli, sem lagt hefði undir sig sívaxandi hluta af þjóðarauði lands síns og alizt upp í sívaxandi þekk- ingarleysi á kjörum almennings og þörf- um og er slíkt jafn hættulegt öllum þeim, sem við verða að búa og erfða- einveldi þjóðhöfðingja, en því þarf fyrir engum að lýsa, þar sem allar menntaðar þjóðir hafa losað sig við það eftir herfi- lega raun af því. Þá má líta á enn aðra leið til auð- söfnunar. Hún er fleiri mönnum fær og þarfnast ekki tæknilegrar snilldar, kemst af með dálítil klókindi, enda þarf þar engan að nefna sem dæmi fremur en orðið er áður í þessari grein. Leiðin er 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.