Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Samvinnan

						sú að stela undan framtali því sem við
verður komið. Það getur dregið töluvert
ef bæði er kunnáttusamlega gert og hinu
undanstolna fé varið til gróðavænlegra
hluta. Mætti það fyrirtæki, sem stund-
aði slíkt auðveldlega vaxa öllum heiðar-
legum keppinautum yfir höfuð, ekki
hvað sízt í öðru eins styrkja- og skatta-
þjóðfélagi og hér er.
En hver væru þá rangindin, þótt stór-
eignaskattur safnaði eitt árið heim til
hins opinbera því fé, er heimt skyldi
hafa verið fyrir löngu síðan?
Fleiri eru auðmyndunarleiðir. A eina
má benda og taka þá aftur af geðslegri
hlutanum, svo að ekki sé hann snið-
genginn.
Alls ómerkur meðalmaður erfir gagns-
lausan víkurkrók, eða öllu heldur land
allt að honum.
Vegur er lagður hjá. Víkurkornið er
þannig komið í aðstöðu til að verða
höfn. Útgerðarfyrirtæki fær leyfi til að
laga þar til og byrjar útgerð. Verzlun
rís upp, þorp myndast og lóðasala. Eign-
in þúsundfaldast í verði.
Hver getur séð eftir þessum manni til
að borga stóreignaskatt af auði, sem
annarra manna framkvæmdir og ráð-
deild hefur lagt honum  í lófa?
Hver ætti að njóta verðaukans fyrst
og fremst annar en þjóðarheildin?
Sleppum þessu umræðuefni áður en
kemur að svikinni vog og fölsuðum mæli,
sem sannanlegur er bæði á líklegum, sem
ólíklegum stöðum, en víkjum heldur að
því, sem áður er sagt um stóreignaskatt
sem  læknisdóm,   Iíkt   og   stóreign   gæti
verið eins konar sýki eða spilling, og vil
ég nú draga til þess dæmi fyrst það
skrifaðist án þess ég fyndi að það væri
ósatt.
Skal þar fyrst bent á þá sögulegu stað-
reynd að auður hefur löngum haldizt
illa í ættum og eins þótt saman væru
valdar hinar auðsæknustu. Er þar bæði
nærtækt og eftirminnilegt dæmi Hóla-
Jóns Benediktssonar, síðasta ein-
staklings, sem átti Hóla í Hjaltadal.
Saga hans og margra annarra stórerf-
ingja virðist benda til þess, að oftrú
ríkra fjölskyldna á endingu auðs valdi
meiru um eignamissi viðtakanda en
erfðagallar, og dregur þar að því, að
stóreignaskattur, sem mylur þær niður
í bjargálnir aðeins eða jafnvel húsgang
nema kappsamlega séu hirtar og auknar,
kunni að reynast uppeldismeðal, hvatn-
ing á þá til starfs og hirðu, sem annars
hefðu freistingu til að halda þeim hlyti
að nægja fenginn auður til eilífrar nær-
ingar og hennar jafnvel svo mjúkrar að
niður rynni ótuggin.
Nú hefur verið lítið eitt getið um
nauðsyn og réttmæti stóreignaskatts.
En þess ber einnig að geta, sem á móti
mælirog ólogið er. Honum fylgir — og
hefur því verið mjög á lofti haldið —
hætta sú að valdið gæti hann starfs- og
söfnunarleysi meðal þeirra manna, sem
engan hafa tilgang með vinnu sinni ann-
an en auðga sjálfa sig. Þetta er raun-
veruleg hætta, en þó minni ógnun en
vænta mætti, ef það er athugað, að þeir
eru ekki manna líklegastir til þjóðnýtra
starfa,  þótt nóg  geti þeir buslað,  sem
leggja myndu árar í bát og hætta fram-
kvæmdum ef gróðavegur breyttist í
magurleitari atvinnuveg. Aftur á móti
væru þeir manna líklegastir til að á-
vaxta afganginn af nauðsynlegu veltufé
aðalfyrirtækis síns í eiturlyfjasölu og
annarri gróðavænlegri skemmdarstarf-
semi, og mættu því þurfa allt sitt í það,
sem þolir dagsljósið. Stóreignir hafa nú
verið taldar maklegar mikilla skatta og
jafnvel hættulegar eigendum sínum.
Allt um það er það illt ástand hverri
þjóð að eiga hvergi til vænnar fúlgu að
grípa, því mörg verk eru svo að þau
verða ekki hafin og því síður lokið nema
með hárri tölu gildandi myntar. En séu
þeir naglklipptir til muna, sem fastast
raka fé úr annarra vösum, þá skapast
aukinn möguleiki til sparifjársöfnunar
almennings og þá um leið lánastarfsemi
til fjárfrekra lykilfyrirtækja eins og
virkjunar, áburðarframleiðslu og fleira,
enda verður ekki auðmannalaust á með-
an til er hagsýni, starfsgleði og ónotaðar
eða vannýttar auðlindir eins og t. d.
efnaauður hafsins. Jafnvel í harðindun-
um fyrir síðustu aldamót komu fátækir
bændur í harðbýlu héraði kaupfélögum
á fót, svo lífvænlegum að þau voru
hættulegri samtíma selstöðuverzlunum
en SÍS er nú heildsölum landsins, svo
varla þarf gagnlegt fyrirræki að óttast
eintóman lánsfjárskort sé það drengilega
rekið. En það snertir mann illa að sjá
frá íslenzkum iðnrekendum ályktun, sem
skilja má sem kvörtun um lánfjár út-
vegun og það án þess þökkuð sé eða einu
(Framh. á bls. 18)
Fljótandi fiskiðjuver þýzkra samvinnumanna
Þann 6. marz sl. kljóp af stokkunum í Bremer-
haven, Þýzkalandi, fyrsta þýzka fiskverksmiðju-
skipið. Nefnist það „Heinrich Meins". Skip þetta
er ekki aðens frábrugðð venjulegum togara, hvað
ytra útlit snertir, heldur gerir það áhöfninni fœrt
að vinna úr aflanum innan veggja, þar sem hún
er óháð veðri og vindum. Skipið er gert út af út-
gerðarfélaginu GHG í Bremerhaven, en aðalhlut-
hafinn í því félagi er þýzka samvinnuneytenda-
sambandið í Hamborg. A hinu nýja skipi er
varpan dregin inn yfir afturlyftinguna, en það er
alger nýung hjá þýzkum togurum. Skipið er knúið
tveim Deutz-Dieselvélum, og er hraði þess 13 sjó-
mílur. Skipið er 1100 brúttólestir að stærð, 69
metra langt og 10 metra breitt. Fiskgeymslan
rúmar um 6000 körfur fisks. Ahöfnin er 38 manns.
Til nýlundu má telja, að enginn reykháfur er
á skipinu, og brúnni er komið fyrir framarlega á
þilfarinu. Vndir brúnni er vindan, sem dregur
vörpuna inn.
I skipinueru rúmgóðar fiskgeymslur og hrað-
frystiklefar og þar að auki nýtízku fiskimjölsverk-
smiðja, sem vinnur úr fiskúrgangi.
Hafin er smíði nýs skips á vegum GHG, sem
verður gert eftir fyrirmynd þessa skips.
SAMVINNAN
13
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32