Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 21
handtekinn steig hann fram úr ein- angrun sinni og varð venju fremur ljúf- ur og nærætinn við þá sem hann um- gekkst. Hann sendi Lucreziu til vinar síns eins, sem var víngarðseigandi og bjó uppi í fjallshlíð í nokkurra mílna fjar- lægð frá borginni. Hann færði þau rök fyrir ráðstöfun sinni að Lucrezia væri föl og þreytuleg og þyrfti hvíldar með, því hann vildi ekki að hún fengi nokk- urn grun um þau örlög sem hann var sannfærður um að biðu sín. Hann var sæll í þeirri fullvissu að honum hefði tekizt að blekkja hana, og sú geðshrær- ing sem greip hana þegar hann tilkynnti henni ráðstöfun sína gladdi hann og vakti hjá honum viðkvæmt bros. Lucrezia gerði þegar boð fyrir Angelo og sagði lionum frá ráðstöfun eigin- manns síns. Elskendurnir, sem lengi höfðu beðið eftir tækifæri til að full- nægja ást sinni, horfðust í augu í sigur- sælli fullvissu um að öll lífsins öfl hefðu loks tekið saman höndum um að þjóna þeim, og að ást þeirra væri sú forsjón er samkvæmt sínu eigin eðli felldi rás viðburðanna þeim í hag. Lucrezia hafði áður gist þennan bú- garð. Hún sagði Angelo hvernig hann gæti komizt þangað eftir fáförnum fjallastíg, nálgazt húsið óséður og kom- izt að glugganum á herbergi hennar. Hún myndi geta séð til hans gegn um vafningsviðinn sem óx upp með glugg- anum; hann skyldi taka upp smástein og kasta honum í rúðuna. Þá myndi hún opna gluggann----------- Þegar hún kom að þessu atriði var geðshræring þeirra slík, að hvorugt mátti mæla um stund. Til þess að eyða þess- um geðbrigðum fór Angelo að segja henni frá dýrindis kápu, purpurablárri með brúnum útsaum, sem hann hafði nýlega keypt af vini sínum úti í sveit, er hafði boðið honum hana til kaupa vegna fjárhagsörðugleika um stundar- sakir. Allt þetta töluðu þau fyrir opn- um dyrum í herbergi Lucreziu, næst stofunni þar sem meistarinn var að vinnu. Þau ákváðu fund sinn annað laugardagskvöld. Þau skildu. En eins og hugsunin um yfirvofandi dauða hafði fylgt hinum aldna meistara, fylgdi tilhugsunin um hlýjan líkama Lucreziu upp við líkama sinn hinum unga lærisveini. Þessi til- hugsun gagntók hann hvað eftir annað — án þess þó að hafa nokkru sinni horf- ið honum með öllu — eins og undur- samlegur geymdur fagnaðarríkur boð- skapur: „Ljúk upp fyrir mér, systir mín, vina mín, dúfan mín, Ijúfan mín, því að höfuð mitt er alvott af dögg“. Sinnuleysi Angelos stajaði af því að hugur hans var fanginn ást til hinnar ungu eiginkonu meist- arans. Lucrezíu. Leonidas Allori var handtekinn á sunnudagsmorguninn og fluttur í varð- hald. Næstu daga var hann yfirheyrður nokkrum sinnum. Ef til vill hefði liinn aldni ættjarðarvinur getað réttlætt ein- hver þeirra afbrota sem hann var sak- aður um, en í fyrsta lagi var hann sann- færður um að stjórnin var ákveðin í að útrýma honum sem hættulegum and- stæðing og í öðru lagi var hann ákveð- inn í að raska ekki því andlega jafn- vægi sem hann hafði öðlazt síðustu dag- ana. Frá upphafi var enginn verulegUr efi á því, hvernig málinu myndi lykta. Dómurinn var kveðinn upp. Frægasti sonur þjóðarinnar skyldi settur upp við vegg fangelsisins og skotinn af sex vörð- um laganna. Þegar leið á vikuna fór hinn aldni listamaður þess á leit við yfirvöldin að fá tólf stunda frest til þess að hverfa þangað sem kona hans dvaldist og kveðja hana. Bón hans var synjað. En svo miklum Ijóma stafaði af frægð þessa aldna manns og hjartaheilindum, að orð hans hljóðn- uðu ekki strax í eyrum þeirra sem þau höfðu verið töluð til. Beiðni hans var tekin fyrir að nýju og vegin af dómur- um hans, eftir að hann hafði gefið upp alla von. Þannig vildi til, að málið var rætt í húsi, þar sem Salvati kardínáli var staddur. „An efa gæti verið hættulegt að skapa fordæmi með því að sýna hér nokkra linkind“, sagði Hans Hágöfgi. „En land- ið — og sjálf konungsfjölskyldan — á nokkur listaverk eftir Leonidas Allori og stendur í skuld við hann. Þessi mað- ur hefur oft vakið mönnum traust á sjálfum sér með listaverkum sínum. Ef til vill ætti að endurgjalda honum það, með því að sýna honum traust.“ Kardínálinn hugsaði málið um stund í hljóði og sagði svo: „Það er sagt að meistarinn — kalla þeir hann ekki Fjallaljónið? — sé elskaður mjög af læri- sveinum sínum. Vér gætum komizt að raun um hvort hann hefur vakið hjá þeim þann kærleika, sem gengur í ber- högg við dauðann. Vér getum í þessu tilfelli gripið til gamallar lagasetningar, sem leyfir fanga að yfirgefa fangelsið um ákveðinn tíma gegn því skilyrði að hann leggi til gísl, er deyi í hans stað ef hann kemur ekki til baka í tæka tíð“. „Allori auðsýndi mér þann heiður í fyrra“, hélt kardínálinn áfram, „að gera lágmyndirnar í höll minni í Ascoli. Hann hafði með sér hina undurfögru konu sína og ungan lærisvein að nafni Angelo, er hann kallaði son sinn. Vér gætum tjáð Allori að hann mætti fá frest í tólf stundir til þess að kveðja konu sína, eins og hann hefur farið fram á, gegn því skilyrði að hinn ungi Angelo gangi inn í klefa Alloris um leið og hann gengur út og að báðum sé gert ljóst, að dauða- dóminum verði hiklaust framfylgt á þeirri stundu sem ákveðin hefur verið“. Þeir sem ráðin höfðu féllust á tillögu kardínálans. Þeim kom saman um að viðeigandi væri að bregða út af hefð- bundnum venjum, þar sem jafn merki- legur maður og Leonidas Allori ætti hlut SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.