Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.08.1957, Blaðsíða 25
JÓN KONRÁÐSSON (Framh. af bls. 6) Jón Konráðsson, bóndi í Bæ á Höfðaströnd hafði verið í stjórn kaupfélagsins síðan 1920 og stjórnarfomiaður síðan 1922. Hann hafði óbilandi trú á gildi samvinnunnar og var gjörkunn- ugur öllu, sem að kaupfélag- inu laut. Jón var fæddur 3. nóvember 1876 í Bæ á Höfðaströnd. Bær stendur út við Höfðavatnið þar sem Jóhann skáld Sigur- jónsson ráðgerði stórútgerðar- höfnina. Foreldrar Jóns voru Konráð hreppstjóri Jónsson og kona hans Ingibjörg Gunn- laugsdóttir. Jón naut ekki skólamenntunar, en aflaði sér haldgóðrar þekkingar með sjálfsnámi. Hann fór fljótlega að láta til sín taka í félagsmál- um, enda hlóðust á hann marg- vísleg trúnaðarstörf fyrir hreppsfélagið og kaupfélagið. Jón tók við hreppsstjóm árið 1904. Hann var lengi formaður fastejignanefndar Skagafjarðar og formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga. Jón var kvæntur Jófríði Björnsdóttur frá Gröf á Höfðaströnd. Kirkjan í Gröf... (Framh. af bls. 8) nýju viðir voru sniðnir nákvæmlega eins og hinir eldri höfðu verið. Nú er kirkjan því eins og hún var áður, nema í örfáum smáatriðum, sem skýrt er frá jafnóðum í lýsingu kirkj- unnar hér á eftir. Endurbyggingunni var að fullu lokið 1953. Lýsing kirkju, kirkjugri'pa og kirkjugarðs. Grafarkirkja stendur á sínum foma gmnni. Stóð hún sunnan við bæinn, sem nú er búið að rífa. Nýja stein- húsið var byggt allmiklu neðar, og eru enn peningshús á gamla bæjar- stæðinu. Kirkjan er torfkirkja, en eins og önnur slík hús er hún að verulegu leyti byggð úr timbri, þó að mikið beri á torfinu hið ytra. Veggir em 1,5 m þykkir, hlaðnir úr strengjum, ytri brún þeirra 1,20 m á hæð, en innri brún 1,70 m. Þakið er kross- reist, torf yzt, en milli torfs og súðar er nú skotið bámjámi, sem ekki sést, en ver kirkjuna leka. Stafnar báðir eru úr lóðréttum borðum yfirnegld- um, 3,5 sm þykkum og 19,5 sm breiðum, og standa lausholtin fram úr stöfnunum. Breið fjöl er um stafna þvera neðarlega þeim til styrktar. Hurðin er eins smíðuð og stafnamir, úr yfimegldum fumborð- um. A henni em jám nýsmíðuð og ekki gerð eftir neinum fyrirmyndum. Hurðarhringur úr messing er einnig nýr, en hann er nákvæm eftirlíking eftir hring, sem nú er í þjóðminja- safni. Þann hring eftirlét Sigurhjört- ur Jóhannesson, bóndi á Urðum í Svarfaðardal, Andrési forngripasafn- ara Johnson, og kvað hringinn til sín kominn vestan úr Skagafirði og hafa verið þar í kirkjuhurð í Gröf. Tveir tveggja rúðna gluggar eru á hvomm stafni kirkjunnar, 23X40 sm að stærð (gluggar þessir voru stækkaðir um helming við endur- bygginguna), en á hvom bjórþili einn örsmár gluggi efst, og em þá ekki fleiri gluggar á kirkjunni. Á vestur- stafni eru skrautlega útskomar vind- skeiðar, nákvæmlega gerðar eftir þeim vindskeiðum, sem áður voru, en þær vora nú orðnar svo máðar af elli og útivist, að ekki var viðlit að nota þær aftur. Upp af burstinni er vindhani, útskorinn í sama stíl og vindskeiðarnar, og á honum tölu- stafirnir 1, 6 og 7, og vantar aðeins einn staf í ártal, sem gamlir menn muna, að verið hafi á vindhana, sem eitt sinn var á kirkjunni. Síðasta stafinn muna þeir ekki, né heldur gerð vindhanans, og er hann saminn í stíl við annan útskurð í kirkjunni. Ártal þetta bendir til, að endurbót eða skreyting kirkjunnar hafi farið fram á ámnum 1070—80. Vindskeið- ar á austurstafni em með sama út- sniði og á vesturstafni, en enginn út- skurður á. Gömlu vindskeiðamar vom alveg sléttar og óskreyttar. Að innanmáli er kirkjan 6,25 m að lengd og 3,21 m að breidd, í fjómm stafgólfum, vegghæð 1,72 m, en hæð undir mæni 3,46 m. Kirkjan virðist sýnilega byggð eftir hinni fornu „ad quadratum“ meginreglu, breidd og lengd í hlutfallinu 1:2. Innsta stafgólfið er kór kirkjunn- ar. Milli kórs og kirkju er milligerð. Norðan kórdyra skiptist hún með breiðum, láréttum borðum í þrjú bil, sem í tveimur hinum neðri eru spjöld samfelld, en í hinu efsta 6 heilir og tveir hálfir pílárar, útsagaðir og grænmálaðir, og er þetta hið eina í kirkjunni, sem ekki ber trélit. Ætli sjúklingurinn sé ekki búinn að borða of marga banana — hann er farinn að láta eins og api! Ferguson léttir bústörfin allt árið SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.