Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 8
A Skógum undir Eyjafjöllum.
mikið rit um þessi efni nokkrum árum
síðar. Þeir félagar höfðu komið sér sam-
an um, að Dasent skyldi semja dagbók
um ferðalögin, en Campbell átti að
teikna myndir af því, sem fyrir augu
bæri. Því miður mun Dasent aldrei hafa
skrifað þessa dagbók. En hins vegar er
til frá handi hans grein um heimsókn til
Færeyja árið 1862 á leið til íslands. En
Campbeli stóð vel við orð sín. Hann
teiknaði og málaði fjölmargar myndir
frá dvöl þeirra félaga á Islandi árin 1S61
og 1862. Myndir hans og athugasemdir
um ísland eru nú geymdar í Landsbóka-
safni Skotlands með öðrum handritum
hans, og þar rakst ég á þær fyrir nokkr-
um mánuðum, þegar ég var að grúska
í óprentuðum þjóðsögum eftir hann.
Mér hefur komið til hugar, að lesendum
Samvinnunnar myndi þykja gaman að
sjá sumar myndir Campbells frá þess-
ari för hans, og því hef ég birt þær hér
íslandsför Campells 1862
Hermann Pálsson, lektor í Edinborg
Hinn 25. ágúst 1862 beið millilanda-
skip brottferðar á Reykjavíkurhöfn.
Meðal farþega voru nokkrir Bretar, sem
dvalizt höfðu á íslandi um tveggja mán-
aða skeið. í bænum var verið að halda
uppboð á ferðadóti þeirra og útbúnaði.
Þar voru meðal annars seldir 26 hestar,
fjórir reiðingar, þrír klyfsöðlar og tölu-
vert af hnappeldum, reipum og gjörðum
og einn hnakkur. Fyrir allt þetta fengu
ferðamennirnir rúmlega 330 ríkisdali,
sem var töluverður skildingur í þá daga.
Einn ferðamaðurinn var íslendingun-
um mjög að góðu kunnur. Það var Da-
sent, sem fám árum fyrr hafði snarað
Njáls sögu á enska tungu. Annar hét
Sir Charles Clifford, og ritaði hann
ferðasögu þeirra félaga í gamansömum
stíl tuttugu árum síðar. En sú ritsmíð
mun ekki vera vel þekkt, enda kom hún
út í lítilli útgáfu suður í Hampshire.
Þriðji ferðalangurinn, sem hér verður
getið, var John Francis Campbell, fræg-
asti þjóðsagnasafnari Skota og einhver
bezti fræðimaður á því sviði, sem uppi
hefur verið í þessum hluta heims.
Þeir Campbell og Dasent höfðu kom-
ið til íslands árið áður og ferðazt þá um
Suðurland allt austur undir Eyjafjöll, og
síðan norður um Sprengisand til Mý-
vatns og Akureyrar. Dasent lék hugur á
að kynnast sögustöðum, en Campbell
hafði mikinn áhuga á jarðfræði og mun
einkum liafa komið til íslands í því
skyni að athuga hveri, jökla og önnur
merkileg fyrirbæri, enda samdi hann
Heimasæta í Skálholti.
Ragnheiður Þorsteinsdóttir.
8 SAMVINNAN