Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Page 7

Samvinnan - 01.03.1959, Page 7
Hiinn gengur um í plássinu, léttur í spori og lítur eftir eignum og starfsemi kaupfélagsins. Það er hans líf. Auk þess fæst Þorsteinn við búskap. Hann á góð- hesta, fjárbú og jarðir eins og sannur héraðshöfðingi. Hann ekur sjálfur bíl sínum milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. tveggja höfuðstöðva kaupfélagsins. A Egilsstöðum búa bræður hans tveir, Sveinn og Pétur, landsþekktir athafna- menn. Þorsteinn bregður við fljótt. þegar boðaðir eru fundir í stjórn Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, en þar hefur hann setið í stjórn síðan 1922. Fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum gegnir hann. Þorsteinn er kvæntur Sig- ríði Þorvarðardóttur frá Ormastöðum í Fellum. Þorvarður Kerúlf, faðir hennar, var læknir og þingmaður Norðmýlinga. Eignir Icaupfélagsins og rekstur. Kaupfélag Héraðsbúa bvggði tvílyft steinhús árið 1938. A neðri hæð er sölu- búð, en skrifstofur uppi og saumastofa, sem félagið rekur. Arið 1940 var bvggt sláturhús og 15 árum síðar var byggt við það kjötfrvstihús. Þar er hægt að geyma í frysti 25 þúsund skrokka. Af- köst sláturhússins voru í upphafi 1200 fjár á dag, en nú er slátrað í þrennu lagi- Hraðfrystihús fvrir fisk er nýlega tekið til starfa. Það er 460 ferm. að flatarmáli með geymslu. Þar er vélahús með frystivélum og kjötvinnslu og kjöt- búð á að koma þar. Kaupfélag Héraðsbúa rekur gistihús í húsi því, sem félagið byrjaði verzlunar- starfsemi sína í. Var það keypt af kaup- manni á Eskifirði, sem hafði þar útibú. Gistihúsið cr vfirleitt opið allt árið. í öðrum enda hússins hefur kaupfélagið komið fyrir lopavélum og hefur þar tvo menn við lopavinnslu fyrir félagsmenn. Gamalt frystihús, sem félagið reisti árið 1927, hefur nú verið tekið undir kart- öflugeymslu og pakkhús. Kaupfélagið á 8 bíla að öllu levti og 6 að hálfu levti á móti bílstjórunum sem aka þeim. Félagið setti á stofn verkstæði fyrir bílakost sinn 1940 og auk þess á það yfirbyggingaverkstæði. Aðrar eignir Kf. Héraðsbúa á Búðar- eyri eru 20 m löng bryggja, 2 íbúðar- hús, 3 pakkhús og fatahreinsun. sem það rekur fvrir félagsmenn. A BakkagerðisejTri hefur Kf. Héraðs- búa bvggt stóra og góða hafskipa- bryggju. Þar á félagið pakkhús og stórt íbúðarhús, sem leigt er út. Auk þess á kaupfélagið þar stóra lóð, en ríkið á lóðirnar á Búðareyri. A Egilsstöðum á Kf. Héraðsbúa tveggja hæða hús og er útibú félagsins Glæsilegur fólksflutningavagn af Henschel-gerff. Meff honum annast Kaupfélag Héraffsbúa áætlunarferffir frá Reyffarfirði um Egilsstaði til Akureyrar. Bakkagerffiseyri viff Reyffarfjörff. Þar á á myndinni liggur Dísarfeli viff hana. þar til luisa. Þar er annað sláturhús félagsins ásamt kjötfrystihúsi, byggt 1949. Rjómabú var byggt 1951 og önn- uðust bændur sjálfir flutning rjómans. Nú hefur rjómabúið verið lagt niður. en byggt við húsið og komið á fót mjólk- urbúi. sem er það stórt, að það á að geta tekið á móti allri mjólk, sem búizt er við að bændur geti selt, eiula þótt kúm fjölgi verulega. Trésmíðaverkstæði var byggt á Eg- ilsstöðum 1953. Þar eru smíðaðar hurð- ir, gluggar. eldhússinnréttingar og fleira þess háttar. Afast við trésmíðaverk- stæðið á að koma bifreiða- og búvéla- verkstæði, matsalur o. fl. Kaupfélagið á tvo skála og er annar notaður fyrir matsal og svefnskála lianda verka- mönnum, en í hinurn hafa íbúar þorps- Kaupfélag Héraffsbúa hafskipabryggju og ins á Egilsstöðum aðstöðu til að sýna og siá kvikmvndir. A Fossvöllum í Jökulsárhlíð bvggði Ivf. Héraðsbúa sláturhús ásamt kjöt- frystiaðstöðu 1943 og er það þriðji slögtunarstaður félagsins. Á síðastliðnu ári voru fastráðnir starfsmenn kaupfélagsins 46 og voru þar af 10 konur. Kaupfélagið greiðir í laun um 2% milljón kr. á ári. í stjórn kaupfélagsins eiga sæti þess- ir menn: Friðrik Jónsson bóndi Þor- valdsstöðum, og er hann formaður, Pét- ur Jónsson. bóndi Egilsstöðum, vara- formaður, Jörgen Sigurðsson. bóndi Víðivöllum, Þórhallur Jónasson. hrepp- stjóri Breiðavaði og Björn Guttormsson, bóndi á Ketilsstöðum. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.