Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 45
SAMVINNUMENN Jón Aðalsteinn Sigfússon Fæddur 2. júlí 1878 Dáinn 19. júlí 1964 Hinn 19. júlí 1964 andaðist Jón Aðalsteinn Sigfússon, fyrrverandi bóndi á Halldórsstöð- um í Reykjadal. Jón fæddist að Hólum í Eyjafirði 2. júlí 1878. Foreldrar hans voru Sigfús Jónsson, Jónssonar, bónda og smiðs, á Sveinsströnd og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, skálds, Hin- rikssonar á Helluvaði. Þau hjónin bjuggu síðar á Grjótárgerði í Bárðardal og Bjama- stöðum í Mývatnssveit, en fluttu, ásamt stór- um bamahóp að Halldórsstöðum í Reykja- dal vorið 1898. Var þá Jón Aðalsteinn tvítug- ur að aldri og átti hann þar heima upp frá því. Fyrri kona Jóns var Sigríður Ámadóttir frá Finnsstöðum í Köldukinn og áttu þau tvö börn, en síðari kona hans, Emelía Friðriks- dóttir frá Helgastöðum og em böm þeirra þrjú. Jón Sigfússon var ágætlega íþróttum bú- inn. Glímumaður var hann á yngri ámm svo af bar. Hann var hestamaður og átti gæðinga. Söngmaður var hann og lék á harmóníum, og stjómaði kórum. Lagði hann af mörkum mikið starf í þágu þeirra mála og kenndi meðal annars bömum og unglingum að leika á hljóðfæri. Mjög roskinn að ámm vann hann það afreksverk, að kenna söng í bamaskól- um á nokkrum stöðum. Hann var gleðimað- ur og samkvæmismaður, léttur í spori og kvikur í hreyfingum og glæsimenni. Lífsstæl- ingu sinni hélt hann með ótrúlegum hætti, þrátt fyrir háan aldur. Jón Sigfússon var félagshyggjumaður og samvinnumaður. P.H.J. Páhaninn Pramh. af bls. 36. „Fallegt - er - stél - hans - eins - og - sólar- upprás - yfir - fjöll - í - morgunþoku," endurtók hundurinn. „Nú heyri ég,“ sagði bóndinn og hristi höfuð- ið. „Ég hélt þetta væri heil fjölskylda, sem þú værir að tala um. En hver er Fallegt - er - stél - hans - eins - og - sólar- upprás - yfir - fjöll - í - morgunþoku?“ ,Það er páfuglinn,“ sagði hundurinn. „Hann hefur tekið upp nýtt nafn. Og nefndu hann þessu nafni, ella heggur hann úr þér augun.“ „Ég skal súa hann úr hálsliðnum! “ hr ópaði bóndinn, og þaut af stað til að bjarga páfuglinum. Um það leyti sem bóndinn kom að greni refsins, var refurinn bú- inn að éta páhanann, og meira að segja fjaðrirn- ar með. Þegar hænan heyrði fréttina, sagði hún: „Hefði hann látið sér nægja að heita pá-pá, væri hann enn að spíg- spora um garðinn. Þeg- ar þarf að bjarga mér, ætla ég að biðja ykkur að kalla mig bara púdd- púdd.“ „Kallið mig kisu,“ malaði kötturinn og verkaði ló af kló sér. „Kallið mig seppa,“ sagði hundurinn og rölti burt að hyggja að kvöld- matnum sínum. H. P. pýddi.. Leiðrétting Þau mistök urðu í síðasta hefti Samvinnunnar, að misrit- ast hafði í myndatexta nafn eins af stjórnarnefndarmönn- um Kaupfélags Skagfirðinga, Bessa Gíslasonar í Kýrholti. — Biður ritið hlutaðeigendur vel- virðingar á þessu. Ritstj. í austurveg Framh. af bls. 19. legum manni, dökkum á hár, með hvöss snarleg augu, skemmtilegum og snjöllum í viðræðum. Var þar kominn Skarphéðinn Pétursson, prest- ur í Bjamarnesi. Hann var þarna þulur. Sagði hann skýrt og skorinort frá heiti bæja, sögustaða, og ýmsu því er framandi hlustanda var til fróðleiks. Einkum varð honum tíðrætt um þær miklu breyt- ingar er orðið hefðu við til- komu brúarinnar yfir Horna- fjarðarfljót, og frtamtíð þess landnáms er yrði í sambandi við þurrkun þess mikla land- flæmis er nú kæmi til nota. Er þama um að ræða fleiri hundr- uð hektara lands, sem fljótið hefir flætt yfir. Svo er og með fleiri jökulár, sem falla um sveitir þessar og flætt hafa yfir stór landflæmi. Reynslan af uppgræðslu þessa nýja lands er þegar farin að sýna sig. Mýrarnar eru hlýleg og falleg sveit, þótt jökullinn nái þar niður undir byggð, en nú er hann að eyðast hið neðra. Hjalti bóndi Jónsson í Hól- um, sem nú er um sjötugt, kvaðst minnast þess, að hafa rekið fjárhóp yfir jökul, þar sem nú er fannlaus fjallsmúli. Um Mýrarnar fellur jökulfl ot- ið Koigríma sem kemur undan Heinabergsjökii. Upp að rótum hans var ekið, og hinir frárri úr hópnum gengu á jökulinn og töldu sig jöklafara. Kol- gríma er mikilúðleg og mislynd, en hún verður að sætta sig við að hlýða vilja og þekkingu mannsins. Er í Suðursveit kemur verður fyrst fyrir á leiðinni Kambs- tún. Þar var útræði til forna. Voru þar í veri Þingeyingar og Eyfirðingar. Sagnir ganga um að heimamönnum þætti þeir léttlyndir og að þeir hafi SAMVINNAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.