Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 13
MENN SEM SETTU SVIP Á OLDINA ANTONIO DE OLIVEIFA Fyrir hálfri sjöttu öld, sama ár og enskir bogmenn unnu sigur á Frökkum við Agincourt, lögðu Portúgalar í fyrstu siglingu sína yfir hafið til að stökkva burt Múhameðstrúarmönnum frá Ceuta, á strönd Afríku handanvið Gíbraltarsund. Þegar hinn hálfenski prins Hinrik sæ- fari kom aftur frá Ceuta, hafði hann meðferðis stórbrotnar hugmyndir um út- þenslu og könnunarferðir, sem leiddu til þess að á næstu öld sigldu portúgalskir sæfarar suður með allri vesturströnd Afr- íku fyrir Góðrarvonarhöfða og austur til Indlands og Austur-Indía, þeir sigldu einnig vestur á bóginn til Brasilíu, og liðhlaupinn Magellan sigldi suður með austurströnd Suður-Ameríku og síðan vestur yfir Kyrrahaf til Austur-India. Portúgalar urðu þannig fyrstir til að sigla umhverfis jörðina. Með þessum hætti varð Portúgal, lítið og fátækt land, að auðugu stórveldi á landvinningum og verzlun handan hafsins. Þetta litla kon- ungsríki á íberíuskaga, sem var útilok- að frá auðæfum Miðjarðarhafs, greip tækifærið þegar siglingar og vopnabún- aður Evrópumanna voru í mestu gengi, sendi skip og hermenn til landvinninga um gervallan hnöttinn og varð þannig forusturíki evrópsku nýlenduveldanna. Aldir liðu hjá og heimurinn breyttist. en Portúgal og Spánn stóðu í stað. Önn- ur ríki — Frakkland, Holland, Bretland — fylgdust með framvindu sögunnar. Portúgalar ólu á glæstum minningum um heimsveldi, en landið var ekki lengur í tölu stórvelda. Það hafði dregizt afturúr á öllum sviðum, í landbúnaði, iðnaði, stjórnmálum og hermennsku. Herir Nap- óleons og brezku samherjanna lögðu landið undir sig. Hugmyndir frönsku byltingarinnar um frelsi og jafnrétti, lýð- veldi og andkaþólsku sundruðu ríkinu í meira en öld, staðfestu óbrúanlegt djúp milli frjálslyndra og hefðbundinna afla, hrundu af stað hverri byltingunni af annarri allt til þess er Salazar tók völd. Brasilía sleit sig úr tengslum við Portú- gal 1822 og kom á lýðveldisskipulagi 1889, en glundroðinn, máttleysið og fátæktin heimafyrir héldu áfram að aukast. Þegar 20. öldin gekk í garð, var Portúgal á barmi gjaldþrots og pólitísks öngþveitis. Á sama tíma og baktjaldamakk, flokka- drættir og látlaus skæruhernaður um gróða og aðstöðu komu óorði á stjórn- málamennina, var konungdæminu einnig stofnað í hættu. Lýðveldissinnar áttu miklu fylgi að fagna, og þessvegna voru sett kosningalög sem tryggðu óhjákvæmi- legan ósigur þeirra. Karl I (1889—1908), sem bundinn var hinu rotna kerfi, taldi sig knúinn til einræðislegra stjórnarhátta sem juku á óvinsældir hans meðal stjórn- málamanna. Kaþólska kirkjan, sem hafði mikil áhrif og studdi afturhaldið, vakti sterka andstöðu. Landið var morandi í andkirkjulegum leynifélögum og í stærri borgum kom hvað eftir annað til uppþota gegn klerkaveldinu. Árið 1906 tók Karl I af skarið og kvaddi einræðisherra til valda. Þingið (Cortes) var leyst upp og öll andstaða brotin á bak aftur. Gagn- rýnin dagblöð voru bönnuð og pólitískir andstæðingar sendir í útlegð án réttar- halda. Þegar byltingartilraun fór útum þúfur, voru sett herlög — en launmorð- ingjar komu bæði Karli I og krónprins- inum fyrir kattarnef. Annar sonur Karls, Manuel II, reyndist ófær um að stöðva rás viðburðanna, þó hann væri velvilj- aður. Á tveimur árum fóru 6 ríkisstjórn- ir með völd, þartil beitiskipið Adamastor skaut á konungshöllina frá ánni Tagus árið 1910 og lýðveldissinnaðir liðhlaupar úr hernum náðu Lissabon á sitt vald eftir harða bardaga. Manuel sá sitt óvænna og flúði til Englands þar sem hann lifði í útlegð til æviloka. Lýðveldi var stofnað. í Coimbra-háskólanum fögnuðu stúdent- ar atburðinum með því að mölva hús- gögnin, rífa embættishempur prófessor- anna og skjóta á myndir konungsins, en tuttugu og eins árs gamall stúdent að nafni António de Oliveira Salazar hélt í kyrrþey áfram að búa sig undir emb- ættispróf í hagfræði. Á næstu 16 árum ríkti meiri óstjórn í Portúgal en nokkru öðru ríki Evrópu. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.