Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 12
MENN 8EM SETTU SVIP Á OLDINA FBANCISCO FRANCO í lok 19. aldar var Spámn að sögn for- sætisráðherrans Cánovas land „þar sem a'llt hrörnar nema kynstofninn". Hann var land frumstæðs landbúmaðar, veik- burða iðnaðar og verzlumar, illskeyttra trúarbragðadeilna og störkostlegra sveiflnia í stjórnmálum; þar voru hung- ursneyð og uppreisnir landlægar, mið- aldahjátrú og byltimgarhugsj ónir lifðu í sambýli. Á Spáni dreymdi suma um end- urreisn rannsóknarréttarims á sama tíma og aðna dreymdi um þúsundáraríkið með valdatöku verkalýðsins. Umburðarleysi, ofsóknir, pyndingar og ofbeldi voru drættir í daglegu hfi ríkis þar sem hver ný ríkisstjórn hafði yfirgnæfandi meiri- hluta þegnanma á móti sér. Fyrr á öldum hafði rikt mikið félagslegt jafnrétti á Spáni samhliða geysimiklum ójöfnuði í dneifimgu auðæfa (þegar á 16. öld töldu ferðamenn Spánverja vera meðal mestu jafnaðarmanna). Bæði aðalsmaðurinn og bóndinn, sem báðir vor.u fyrirmenn hvor á sína vísu, höfðu skömm á þesskonar striti sem gerði menn að góðum kaup- mönnum. Umdir magnþrunginni og flók- inni menningu Spámverja var hvergi djúpt á hrjúfum kletti frumstæðis og grimmdar. Spánverjinn var óhaminn, stoltur og sjálfstæður — ólíkur hinum raiunsæja og meðfærilega Breta eða hin- um gæfa og hlýðna Þjóðverja. Frelsið sem einn Spánverji barðist fyrir hlaut að hafa i för með sér þrælk-un annarra. Það sem var einum manni, einni stétt, einum flokki braiuð, var öllum öðrum eitur. Slík þjóð var ekki líkleg til hægriar og hnökra- lausrar þróunar, heldur til ástriðna, draumsýma og blóðsúthellimga. Vestur-Evrópumenn, sem koma til Spánar með sínar gömlu hugmyndir og orðaforða, uppgötva einatt að þeir exu staddir í nýjum heimi, þar sem hugtökin hafa aðrar m'erkingar og þar sem and- rúmsloftið getur tekið eins snöggum breytingum og loftslagið eða landslagið. Sagt hefur verið að Afríka hefjist við Pýreneafjöll: Arabar tóku Spán á tveim- ur árum, en það tók kristna menn átta aldir að vinna hann aftur. Það eitt er víst, að áður en gesturinn getur gert sér vonir um að fá nokkum botn í spænska sögu og þjóðarsál, verður hann að gera sér grein fyrir ýmsum sérspænskum fyr- irbærum. Það fyrsta er sjálf náttúra landsins — fátækur jarðvegur að mestiu, mikið af honum hrjóstrug háslétta að jafnaði um 700 metea yfir sjávarmáli, heit á sumrin, nístingsköld á vetrum, stór hluti hennar vatnslítill og skorturinn mestur þar sem jarðveguxinn er beztur. Skaginn er allur bútaður niður af háum fjöllum og göml- um þjóðlegum hefðum i meira og minna sjálfstæð svæði. Gerald Brennan segir: „Við eðhlegar aðstæður er Spánn sam- safn lítilla, inmbyrðis fjandsamlegra eða afskiptalausra lýðvelda sem haldið er saman i lauslegu bandalagi." Þarvið bæt- ist að miðsvæðið, Kastilía, sem hefði get- að haldið útsvæðunum undir sinni stjórn hefði hún verið auðug og framtakssöm, var snauðust að jarðvegi, málmum, verzl- un og iðnaði. Þannig varð miðflóttatil- hneiging þess valdandi, að auðugri og framtakssamari héruð í útjöðrum ríkisins seildust til valda, héruð sem hvert hafði sitt félagslega skipulag og sérstöku bún- aðarhætti, sína þjóðbúninga, siðvenjur, mállýzkur, dansa og aðrar hefðir. Madrid brást við þessum tilhneigingum með ein- ustu trompum sínum, legu sinni og hern- aðarmætti. Hvert sfríð á Spáni var (auk alls annars) aðskilnaðarstríð og stríð til að þvinga frarn einingu. Eiginleg fátækt Spánar var um skeið dulin af hinni ævintýraiegu auðsöfnun Spánverja vestan hafs á 16. öld. Hún ýtti undiir þann hugsuinarhátt Spánverjans að leggja fé í arðbær fyrirtæki og lifa á vöxt- unum, en fyrirlíta strit skrifstofumanna og erfiðismanna. Fyrirhafnarhtill inn- flutningur gulls og silfurs frá Suður- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.