Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 12
MENN SEM SETTU SVIP A ÖLDINA Mústafa Kemal ATATÚRK Osman-Tyrkir höfðu upphaflega komið alla leið austan frá útjaðri Góbí-eyðimerk- urinnar. Undan ásókn þurrka og Mongóla héldu þeir sem hraðast vesturábóginn á þrettándu og fjórtándu öld og lögðu undir sig ríki Araba í Bagdad og síðan hið tyrk- neska heimsveldi frænda sinna, Seldjúka. Þeir ógnuðu býzanska heimsveldinu, og árið 1356 — um svipað leyti og Svarti dauði tók að herja — komust þrjár þúsundir þeirra yfir Dardanellasund og reyndu að taka sjálfan Miklagarð, höfuðborg hins kristna austrómverska heimsveldis. Einni öld síðar féll Mikligarður í hendur soldáninum, og á næstu tveimur öldum fór hin tyrkneska flóðalda vesturábóginn yfir allan Balkan- skaga allt uppað múrum Vínarborgar. í ná- lægum Austurlöndum réðu Tyrkir ríkjum frá Albaníu til Persíu, frá Egyptalandi til Kákasusfjalla. Þeir höfðu tögl og hagldir í Palestínu, írak og á eyjunum á austanverðu Miðjarðarhafi. Sjeikar Arabíu og þjóðhöfð- ingjar Ungverjalands og Krímskaga guldu þeim skatt, og þeir fóru með æðstu völd á gervallri norðurströnd Afríku. Þeir réðu yfir hinum mikilvægu land- og sjóleiðum milli Evrópu, Asíu og Afríku: Súez-eiðinu, Dardanellasundi og Damaskus-veginum frá Miðjarðarhafi til Persaflóa. Osmanar stjórn- uðu lendum sínum með Janissörum — kristnum börnum sem tekin voru frá for- eldrum sínum í frumbernsku, alin upp í of- stækisfullri Múhameðstrú og þjálfuð til að gerast ýmist opinberir embættismenn eða beztu og herskáustu hermenn í Evrópu. í Miklagarði lifðu soldánarnir í býzönskum munaði, en eftir því sem þeim hrörnaði af hóglífi og siðspillingu, drógust völdin æ meir í hendur Janissara og pasja (land- stjóra) í útjöðrum ríkisins. Með átjándu öldinni hófst upphaf endalokanna. Katrín mikla lagði undir sig Suður-Rússland. Balk- anþjóðirnar hófu frelsisstríð, sem lítið lát varð á. Grikkir urðu fyrstir til að endur- heimta sjálfstæði sitt 1829. Serbar, Rúmen- ar, Búlgarar og fleiri komu í kjölfarið. Tyrkir fengu ekki einu sinni haldið Egypta- landi gegn jafnvoldugum pasja og Múhameð Alí, sem lagði undir sig Sýrland og ógnaði jafnvel sjálfum soldáninum í Miklagarði. Árið 1850 var soldáninn raunverulega orð- inn „sjúklingur Evrópu“, og jafnvel vinir hans (einsog Bretar) veittu honum einungis fulltingi gegn veigamiklum fríðindum (eins- og Kýpur, sem var leigð Bretum 1878). Á lendum Osmana lágu ekki aðeins Jer- úsalem og Betlehem, heldur líka Mekka, fæðingarstaður Múhameðs spámanns og heilög borg Múhameðstrúarmanna. Væri Mekka Betlehem Múhameðstrúarmanna, þá var Mikligarður Rómaborg þeirra, og í Miklagarði bjó soldáninn, sem var einnig kalífi, andlegur leiðtogi trúbræðra sinna og „eftirmaður“ spámannsins — einskonar páfi og keisari Múhameðstrúarmanna í einu líki. Mústafa Kemal átti eftir að sópa þessu öllu burt. Árið 1881, þegar hann fæddist í tyrkneska hverfinu í Þessalóníku — sem var umsvifamikil grísk hafnarborg undir yfirráðum Tyrkja — var soldáninn í Mikla- garði Abdul Hamid II. Hann var andvígur Bretum, vinveittur Þjóðverjum, grimmur, þrjózkur og þjáður af stöðugum ótta við njósnara og uppreisnarmenn. Hann þver- neitaði að gera nokkrar þær umbætur á stjórnarfari sínu sem vestrænar þjóðir hvöttu hann til. Hann strádrap þegna sína af armenskum uppruna og fangelsaði hvern þann sem minnsti grunur lék á að æli með sér frjálslyndar hugmyndir. Sagt var að hvar sem þrír Tyrkir væru saman komnir væri sá fjórði á næstu grösum til að fylgj- ast með samræðum þeirra og skýra lögregl- unni frá þeim. Allir sem einhverja nasasjón höfðu af vestrænum stjórnarháttum sáu hve rotið ástandið var, og það átti ekki sízt við um foringja í hernum, sem flestir voru menntaðir og sáróánægðir með stjórn soldánsins, þó veldi hans hvíldi nær ein- göngu á hernum. Mústafa var settur í herskóla í Þessa- lóníku, þar sem hann fékk viðurnefnið Kemal (það merkir „fullkomnun") til að- greiningar frá öðrum Mústafa í skólanum. Hann var bráðþroska nemandi, iðinn, metn- aðargjarn, óvinsæll, eitraður í tilsvörum. Faðir hans féll frá og móðir hans giftist aftur. Upp kom misklíð milli mæðginanna og Mústafa neitaði að tala við stjúpföður sinn. Sautján ára gamall var hann sendur til framhaldsnáms við herskólann í Móna- stír í Norður-Makedóníu, þar sem hann sökkti sér í námið, en þó einkanlega í for- boðin rit enskra og franskra heimspekinga frjálslyndu stefnunnar og upplýsingarinnar. Efstir á blaði voru Locke, Voltaire, Rous- seau og John Stuart Mill, og vissulega var honum keimur hinna forboðnu ávaxta sæt- ur. Hann varð vantrúarmaður og uppreisn- arseggur — en frammistaða hans í skólan- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.