Samvinnan - 01.04.1971, Síða 12
Amm mm
Einsog boðað var í síðasta hefti, er meginefni
þessa heftis helgað umræðu um ísland árið 2000.
Hinsvegar var horfið frá því formi sem notazt hefur
verið við hingaðtil, þ. e. a. s. flokki greina um efnið,
en í stað þess til kvaddur hópur einstaklinga af
ýmsum sviðum þjóðlífsins, sem beðinn var að
ræða málin af fullri einurð og frá sem flestum sjón-
armiðum. Hópurinn sat á rökstólum ívö kvöld og
heilan laugardagseftirmiddag. Umræðan, sem birt
er hér á eftir, fór fram laugardagseftirmiddaginn og
seinna kvöldið, en sleppt er inngangsumræðu
fyrra kvöldið, sem fyrst og fremst stefndi að því
að hrista hópinn saman og ryðja burt ýmsum hug-
myndum sem kynnu að tefja eða trufla meginum-
ræðuna. Umræðan fyrra kvöldið snerist einkum
um ísland samtímans, lifnaðarhætti og lífsgildi, fé-
lagslegí umhverfi, stjórnskipan, skólamál, skemmt-
anir, atvinnulíf, listir og vísindi.
Umræðan þetta kvöld varð með köflum nokkuð
harðsnúin, enda stundum vikið að umdeildum efn-
um úr samtíðinni og skoðanir í hópnum ákaflega
skiptar. Kom þar stundum, að harðhnútar mynduð-
ust, sem ,,leiðbeinandinn“ reyndi að leysa með
lagni, en það verkefni hafði með höndum Geir Vil-
hjálmsson sálfræðingur, sem hafði samið „verk-
lýsingu“ fyrir hópinn í samvinnu við ritstjórann,
áður en setzt var á rökstóla.
Einsog fram kemur hér á eftir, er leitazt við að
fylgja ákveðinni áætlun, þannig að hvert umræðu-
efni er rætt í samhengi og síðan horfið að næsta
efni. Ætlunin var að draga upp tvær ólíkar framtíð-
armyndir, og má segja að það hafi tekizt í stórum
dráttum, þó þær séu ekki ýkjaskýrar í einstökum
smáatriðum. Önnur þessara mynda var bjartsýn, en
hin mjög bölsýn, og ganga þær báðar einsog rauð-
ur þráður gegnum alla umræðuna. Tvisvar var bæði
í gamni og alvöru gripið til svokallaðrar hugarflugs-
tækni (brainstorming), sem var í því fólgin að þátt-
takendur létu allt flakka sem þeim kom í hug í sam-
bandi við árið 2000, og eru þessir kaflar birtir hér
nafnlausir í sérstökum römmum. Umræðan um
framtíðina hófst á því, að þátttakendur voru beðnir
að segja í örfáum orðum hvernig þeir teldu að per-
sónulegum högum þeirra sjálfra yrði háttað árið
2000, og eru þær vangaveltur einnig birtar í sér-
stökum ramma.
Einsog gefur að skilja er hér um að ræða tilraun
til að finna nýja leið til umræðu á síðum Samvinn-
unnar, og takist hún sæmilega að dómi lesenda,
verður reynt að fara hana endrum og eins í fram-
tíðinni, jafnframt því sem reyndar verða aðrar leiðir.
Þátitakendur voru 14talsins og komu allirtil leiks
fyrra kvöldið, en vegna veikinda gat Svava Jak-
obsdóttir ekki komið í tvö seinni skiptin, og var þá
Hildur Hákonardóttir til kvödd í hennar stað. Með-
fylgjandi hópmyndir voru teknar fyrra kvöldið.
(
12