Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 26
Hvar sem vantar vegi — Minningabrot frá Borðeyri eftir Böðvar Guðlaugsson Faðir minn, Guðlaugur Jónsson, fæddist á Heydalsá í Kirkjubóls- hreppi í Strandasýslu, 1. febrúar árið 1900. Hann missti móður sína er hann var um fjögurra ára að aldri, en ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður á Heydalsá og Gestsstöðum í sömu sveit til 17 ára aldurs. Þá réðst hann vinnumað- ur til Ólafs Björnssonar bónda að Kolbeinsá í Hrútafirði og giftist móð- ur minni, Margréti Soffíu Ólafsdóttur, árið 1921. Bjuggu þau á Kolbeinsá til 1930, en fluttu þá til Borð- eyrar og áttu þar heima til 1936, er þau reistu nýbýli rétt ofan við kauptúnið og kölluðu það Lyngholt. (Ég hygg, að i þeirri nafngift gæti beinna áhrifa frá skáldskap Davíðs Stefáns- sonar, sbr. „og byggja sér í lyngholti lítinn dalakofa", en pabbi hafði dálæti á ljóðum Daviðs og fór oft með Dísu-kvæðið, enda var það á hvers manns vörum i þá daga.) í Lyngholti áttum við svo heima til 1942, er flutt var til Reykjavíkur og síð- ar i Kópavog, (1956). í Kópavogi átti faðir minn heima er hann lést, 2. ágúst 1976. • Sögufrægur staður Það var ekki ætlunin að rekja hér ýtarlega búskap- arsögu foreldra minna, heldur rifja upp fáein minningabrot frá þeim árum, er við áttum heima á Borðeyri og í Lyngholti. Borðeyri var svo sem enginn stórstaður í þá daga fremur en nú, en þó lék, að ég hygg, meiri ljómi um nafn staðar- ins þá en seinna varð. Og óneitanlega er staðarnafn- ið sögufrægt, allt frá því Ingimundur gamli gaf eyr- inni nafn fram til þeirra Foreldrar mínir reistu nýbýli rétt ofan við kauptúnið og kölluðu það Lyngholt. tíma, er Pétur Eggerz, Thor Jensen, Richard Peter Riis og fleira stórmenni rak þar verslun og hafði önnur um- svif. Þegar við fluttum til Borðeyrar var verslun Kaupfélags Hrútfirðinga eina verslunin þar, en fram til þess tíma höfðu verið þar tvær verslanir, Kaupfélag- ið og Riis-verslun, um skeið. Við fengum inni í litlu húsi úti á eyrinni, sem svo var nefnd. Það var í dag- legu tali kallað Stínuhúsið, eftir fyrri eiganda eða íbúa þess, en í rauninni hét hús- ið, (og heitir enn) Grund. Var nafnið dregið af því, að húsið stendur úti á grund- inni, sem er aðskilin frá „Plássinu“, sem svo var nefnt, en þar var aðal- byggðin: verslunarhúsin, símstöðin og flest íbúðar- húsin. Húsið okkar var hæð og ris, eldhús og stofa á hæðinni, tvö herbergi í risinu. Kjall- ari var undir húsinu, en hann var ótrygg geymsla, því að sjór flæddi inn í hann þegar stórstreymt var, og þurfti jafnvel ekki stór- streymi til. Pabbi byggði fljótlega skúr eða bíslag við húsið, svo og lítið fjós og hænsna- kofa. Höfðum við eina kú og fáein hænsni. Þetta var á erfiðum kreppuárum, og flestir sem mögulega gátu, reyndu að hafa einhver úti- spjót til búdrýginda. • Vinnum, sigrum þraut... Atvinnumöguleikar á Borðeyri voru ekki miklir fyrir verkamenn, aðallega upp- og útskipunarvinna hjá kaupfélaginu, og svo vinna í sláturhúsinu á haustin. Allir vöruflutning- ar voru þá með skipum, og skipakomur því ekki mjög fátíðar. Eftir að frystihús var byggt á Borðeyri, ann- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.